Blátt strik: Átökin um abstraktið, fyrirlestur Jóns Proppé, verður fluttur í Safnahúsinu við Hverfisgötu miðvikudaginn 1. febrúar frá 12 til 13.  Fyrirlesturinn er sá fyrsti í nýrri í fyrirlestraröð Listfræðafélagins í samvinnu við Safnahúsið vorið 2017. Yfirskrift raðarinnar er Átakalínur í íslenskri myndlist. Markmiðið er að kynna rannsóknir félagsmanna á lykiltímabilum í íslenskri list á liðinni öld þar sem átök á milli ólíkra hugsjóna og stefna voru áberandi í umræðunni.

Fimmti áratugurinn var vettvangur mikilla átaka á myndlistarsviðinu á Íslandi. Þar laust saman ólíkum hugmyndum um listir, menningu og samfélag, og það er langt í frá einfalt að greina þessa þræði í sundur til að átta sig á því hvað gerðist á þessum lykiltíma í íslenskri listasögu. Jón Proppé mun reyna að losa nokkra enda úr flækjunni og byggir á vinnu sinni við skrif í Listasögu Íslands og rannsóknum á skrifum um myndlist á Íslandi sem hann hefur stundað undanfarin ár og áður fjallað um í fyrirlestrum og á prenti.