Allar færslur eftir Aldís Arnardóttir

MIÐILL – EFNI – MERKING: MOMENTUM 9 – ALIENATION 🗓

„Momentum 9 – Alienation“ er heiti fyrirlestrar Jóns B. K. Ransu sem fer fram í Safnahúsinu við Hverfisgötu, miðvikudaginn 1. nóvember kl. 12. Ransu var einn af fimm sýningarstjórum Momentum tvíæringsins sem lauk nú í október í Moss í Noregi. Momentum er einhver stærsta sýning á samtímamyndlist á Norðurlöndunum.

Ransu mun fara yfir sýninguna í máli og myndum og fjalla um þá listamenn sem tóku þátt ásamt því að fjalla um vinnuferli sýningarstjóranna í aðdraganda sýningarinnar.

Ransu er myndlistarmaður og deildarstjóri við Listmálaradeild Myndlistaskólans í Reykjavík, en hefur áður kennt við Listaháskóla Íslands. Hann hefur tekið að sér sýningarstjórn fyrir söfn og gallerí, eins og Listasafn Íslands, Listasafn Reykajavíkur og Nýlistasafnið. Hann var myndlistargagnrýnandi Morgunblaðsins um árabil og hefur gefið út bækur og skrifað um myndlist í sýningarskrár og fræðitímarit á Íslandi og erlendis.

Yfirskrift fyrirlestrarraðarinnar sem Listfræðafélagið stendur fyrir í samvinnu við Safnahúsið nú í haust er Miðill – Efni – Merking. Velt verður upp þverfaglegum spurningum um listhugtakið, miðlun myndlistar, og hvaða merkingu hún hefur á tímum þegar málverk getur verð meira en litur á tvívíðum fleti og hópar sem hafa verið á jöðrum listasögunnar sækja að miðjunni.

MIÐILL – EFNI – MERKING: Kynusli / Genderfuck í Gallerí 78 🗓

Miðvikudaginn 4. október kl. 12:00 mun Magnús Gestsson flytja annan fyrirlestur haustsins í fyrirlestraröðinni Miðill – efni- merking á vegum Listfræðafélagsins í samstarfi við Safnahúsið. Velt verður upp þverfaglegum spurningum um listhugtakið, miðlun myndlistar, og hvaða merkingu hún hefur á tímum þegar málverk getur verið meira en litur á tvívíðum fleti og hópar sem hafa verið á jöðrum listasögunnar sækja að miðjunni.

Titill fyrirlestrarins er Kynusli / Genderfuck í Gallerí 78 og mun Magnús leggja útaf verkum Öldu Villiljóss sem nú sýnir í Gallerí 78.

Yfirskrift fyrirlestrarins vísar í titil sýningarinnar og mikilvægi gallerísins fyrir sýnileika hinseigin myndlistarfólks. Þó þema sýningarinnar gefi til kynna óreiðu og flóknar hugmyndir utan alfaraleiðar miðla ljósmyndir Öldu hlýju, djúpum skilningi á heimi hinsegin fólks og næmu auga háns fyrir hinu óvænta og fagra í fari viðfangsefna sinna sem miðlað er af öryggi og innsæi til þeirra sem kunna að fyllast óöryggi gagnvart heimi sem mörgum er torskilinn. Fyrirlestrinum er ætlað að varpa ljósi á fjölbreytileika lífsins um leið og gerð er grein fyrir menningarlegu gildi verkanna og samhengi ásamt þeim fræðihugmyndum sem búa að baki þeirra.

Magnús Gestsson er stundakennari í listfræði við Háskóla Íslands og lauk doktorsprófi í list- og gallerífræðum frá University of Leicester árið 2009. Auk þess að sinna kennslu hefur hún unnið við sýningastjórn og haldið fyrirlestra um myndlist. Magnús er nú formanneskja Listfræðafélags Íslands.

Ritgerðasamkeppni til minningar Dr. Selmu Jónsdóttur listfræðing – framlengdur skilafrestur

Dr. Selma Jónsdóttir (1917-1987) listfræðingur, var fyrsti forstöðumaður Listasafns Íslands og frumkvöðull í rannsóknum á íslenskri miðaldalist. Hún var jafnframt fyrsti Íslendingurinn til að ljúka háskólaprófi í listasögu, útskrifaðist með B.A. próf og síðar M.A. próf frá Columbia háskóla í New York árið 1949 og varði doktorsritgerð sína við Háskóla Íslands árið 1960, fyrst íslenskra kvenna. Í tilefni af því að 22. ágúst í ár eru 100 ár liðin frá fæðingu Selmu, stendur Listfræðafélag Íslands fyrir ritgerðasamkeppni um íslenska myndlist meðal framhaldsskólanema landsins. Með þessu vill félagið minnast brautryðjendastarfs Selmu á sviði rannsókna á íslenskri miðaldalist en einnig að minna á mikilvægi listrannsókna á íslenskri samtímalist og hvetja framhaldsskólanemendur til dáða á því sviði.

Samkeppnin er ætluð nemendum í fjölbrauta-, mennta-, list- og tækniskólum sem útskrifa nemendur til stúdentsprófs. Ritgerðirnar skulu fjalla um íslenska myndlist en að öðru leyti hafa þátttakendur frjálst val um efni þeirra.

Veitt verða verðlaun fyrir þrjár bestu ritgerðirnar; 1. verðlaun 25.000kr auk bókarverðlauna, 2. verðlaun 15.000kr auk bókarverðlauna og 3. verðlaun: 10.000kr auk bókarverðlauna.

Ritgerðirnar skulu vera 2000 orð auk titilsíðu, heimildaskrár og tilvísana neðanmáls. Myndir skulu fylgja. Merkja skal ritgerðirnar með dulnefni en upplýsingar um nafn höfundar, kennitölu, símanúmer og skóla fylgja með í lokuðu umslagi.

Ritgerðir skal senda til Listasafns Íslands, Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík fyrir 15. nóvember 2017, merktar RITGERÐASAMKEPPNI. – SKILAFRESTUR HEFUR VERIÐ FRAMLENGDUR TIL OG MEÐ 17. NÓVEMBER.

Fyrirspurnir má senda á netfangið: listfraedi@listfraedi.

CfP Society for Phenomenology and Media: 20th Annual Conference

CfP Society for Phenomenology and Media: 20th Annual Conference

SUBMISSION DEADLINE: OCTOBER 31ST, 2017

====================================
Society for Phenomenology and Media
20th Annual Conference
‘GLOBAL MEDIA LITERACY IN THE DIGITAL AGE’
————————————
MARCH 14-16, 2018

University of Akureyri
Akureyri, Iceland
====================================

The overarching theme of the 20th Annual Conference of the Society for Phenomenology and Media will be ‘Global Media Literacy in the Digital Age.’ We encourage submissions that speak to this theme in a broad sense, or to other pertinent topics.
It has been claimed that we stand on the brink of a third digital
revolution, which has been labelled as Web 3.0. This new era adds
artificial intelligence and the Internet of Things to our present,
mobile social media (Web 2.0).
The advent of social media, with global reach, has arguably increased the requirements of media literacy. Controversies such as the ‘fake news´ and Twitter debates around the present U.S. President can be interpreted as revealing insufficient media literacy. How should we read traditional newspaper reports in contrast to presidential tweets? As members of the public, we may need work on our media literacy. As media scholars, however, we certainly need to enhance and deepen our understanding of media literacy. The aim of this conference is to explore various dimensions of media literacy in the global and local media landscapes, cultural constraints, educational practices, theoretical distinctions, philosophical dilemmas etc.

The Society for Phenomenology and Media (SPM) is pleased to receive ABSTRACTS (250 WORDS MAXIMUM) for consideration of inclusion in its 20thannual international conference. The conference will be hosted by theS chool of Humanities and Social Sciences at  University of Akureyri (UNAK), Akureyri, Iceland. PROPOSALS FOR 3-PERSON PANELS are also accepted. These should be organized around specific media — for example: film, the Internet, mobile communication, medieval manuscripts, print media (books,
newspapers, and magazines), stage drama, television, visual art, dance, etc. Panel proposals should include three papers, one of them by the panel organizer. Individual abstract submissions are assigned to a panel by the conference host.
We kindly ask contributors to align their submission with the conference theme, but welcome proposals about all areas covered by the Society.
The Society for Phenomenology and Media encourages interdisciplinary approaches and theoretical diversity. Individual papers and panels need not be limited to phenomenological approaches. Participants have come from a wide range of disciplines: philosophy, media studies, communications, psychology, history, political science, sociology,rhetoric, literary theory, cognitive  science, cultural studies, and other fields.
Doctoral students are invited to submit proposals, but should note that SPM limits the number of papers from students.
Conference abstracts and panel proposals submitted are peer-reviewed.
Papers accepted and presented are published in the SPM annual Conference Proceedings; selected papers are also published in Glimpse, the annual publication of SPM.

Applications for an SPM annual conference is a two-step process:
1) Make an application through EASYCHAIR (see below);
2) When your application is accepted, immediately complete your
application by registering on the SPM webpage
(HTTP://SOCIETYPHENMEDIA.WIX.COM/SOCPHENMEDIA#!CONFERENCE-REGISTRATION).
You complete your acceptance only when you have paid your conference and membership fees. This is done through PAYPAL.

For consideration, submit abstracts/panel proposals by using the
EasyChair system at:
HTTPS://EASYCHAIR.ORG/CONFERENCES/?CONF=SPM2018

For up-to-date information on the conference and the Society, see the SPM website:
http://societyphenmedia.wix.com/socphenmedia#!info

If you have questions about the conference hotel and getting to and from Akureyri or Iceland in general, see the SPM website:
http://societyphenmedia.wix.com/socphenmedia#!info

Other questions may be addressed to:

Dr. Francesca Dell’Orto,

SPM Secretary

socphenmedia@yahoo.com

_________________________________
Lars Lundsten
docent
050 583 09 52