Lög félagsins

1. grein
Félagið heitir Listfræðafélag Íslands. Lögheimili og varnarþing félagsins er í Reykjavík.

2. grein
Markmið félagsins er að efla rannsóknir í listfræðum (s.s. listasögu, fagurfræði og listheimspeki), styðja við kennslu í fræðunum og miðla þeim til almennings. Félaginu er ætlað að stuðla að samvinnu þeirra sem starfa á sviði listfræða og gæta hagsmuna þeirra. Ennfremur er tilgangur félagsins að efla samstarf félagsmanna við erlenda fræðimenn á sama sviði og samtök þeirra.

Í þessum tilgangi skal félagið meðal annars gangast fyrir fundum, ráðstefnum og námskeiðum og halda úti tölvupóstlista.

3. grein
Stofnfélagar og stjórnarmeðlimir eru eftirtaldir:
Aðalheiður L. Guðmundsdóttir, kt. 020568 4889, Nýlendugötu 22, 101 Rvík.
Gunnar J. Árnason, kt. 271159 4479, Lindarbraut 10, 170 Seltj.
Shauna L. Jones, kt. 220480 2759, Fálkagötu 23a, 107 Rvík.
Aðalsteinn Ingólfsson, kt. 070348 2849, Funafold 13, 112 Rvík.
Þóra Kristjánsdóttir, kt. 230139 3429, Tjarnargötu 26, 101 Rvík.
Aðrir stofnfélagar eru:
Arndís Árnadóttir, Ásdís Ólafsdóttir, Auður Ava Ólafsdóttir, Bera Nordal, Dagný Heiðdal, Elísa Björg Þorsteinsdóttir, Elísabet V. Ingvarsdóttir, Guðbjörg Kristjánsdóttir, Gunnar Harðarson, Hafþór Ingvason, Halldór Björn Runólfsson, Halldóra Arnardóttir, Hanna Guðlaug Guðmundsdóttir, Hannes Sigurðsson, Harpa Þórsdóttir, Hrafnhildur Schram, Jón Proppé, Júlíana Gottskálksdóttir, Kristín Guðnadóttir, Laufey Helgadóttir, Margrét Elísabet Ólafsdóttir, Ólafur Gíslason, Ólafur Kvaran, Ólöf K Sigurðardóttir, Sandra Erikson, Sigríður Björk Jónsdóttir, Þorgeir Ólafsson, Æsa Sigurjónsdóttir.

4. grein
Félagar geta orðið :
a ) Þeir sem hafa B.A. gráðu frá viðurkenndum háskóla með listfræði sem aðalgrein.
b) Aðrir sem félagsmenn telja uppfylla kröfur um sambærilega menntun eða fræðistörf.
Sækja þarf skriflega um inngöngu í félagið til stjórnar sem leggur umsókn fyrir félagsfund til samþykktar þar sem einfaldur meirihluti ræður.

5. grein
Félagsmenn skulu greiða árgjald félagsins samkvæmt ákvörðun aðalfundar. Félagsmenn sjötugir eða eldri eru gjaldfrjálsir. Við inngöngu gangast menn undir lög félagsins. Stjórn félagsins er heimilt að víkja félagsmanni úr félaginu skuldi viðkomandi tvö eða fleiri árgjöld.

6. grein
Heiðurfélaga má kjósa á aðalfundi eftir einróma tillögu stjórnar. Heiðursfélagi skal hafa stuðlað að rannsóknum og umræðum um sjónlistir á Íslandi um árabil. Aðeins má kjósa einn heiðursfélaga í senn með fjögurra ára millibili. Heiðursfélagar greiða ekki félagsgjöld, en hafa sömu réttindi og aðrir félagsmenn.

7. grein
Aðalfundur fer með æðsta vald í málefnum félagsins. Fundinn skal halda á tímabilinu frá mars til loka maí ár hvert. Til hans skal stjórn félagsins boða bréflega með minnst hálfs mánaðar fyrirvara. Aðalfundur er löglegur ef löglega er til hans boðað.
Dagskrá aðalfundar skal vera svohljóðandi :

  • Ársskýrsla stjórnar kynnt og lögð fram til samþykktar.
  • Endurskoðaðir ársreikningar félagsins kynntir og lagðir fram til samþykktar.
  • Lagabreytingar (ef við á).
  • Kjör stjórnar. Kjör tveggja endurskoðenda reikninga.
  • Ákvörðun árgjalds fyrir næsta starfsár.
  • Önnur mál.

Aðalfundi stýrir kjörinn fundarstjóri. Í upphafi fundar skal hann ganga úr skugga um að löglega hafi verið til hans boðað og skal hann fylgja öðrum almennum venjum um fundarsköp. Einungis félagsmenn hafa atkvæðisrétt á aðalfundi. Á fundinum ræður einfaldur meirihluti í öllum málum nema þeim er lúta að breytingum á lögum félagsins (sbr. 9 grein). Ársskýrsla stjórnar og endurskoðaðir reikningar skulu sendir út til félagsmanna. Halda skal fundargerð um aðalfund og skal fundarstjóri staðfesta hana með undirskrift sinni.

Boðað skal til aðalfundar ef lágmark þriðjungur félagsmanna óskar eftir því.

8. grein
Stjórn félagsins fer með æðsta vald í málefnum félagsins milli aðal- og félagsfunda. Félagsstjórn skal skipuð þremur félagsmönnum og skal einn þeirra kosinn formaður, annar ritari og þriðji gjaldkeri. Einnig skal kjósa tvo varamenn.

Stjórnarmenn skulu kosnir á aðalfundi til eins árs í senn.

Stjórn ræður félagsmálum milli funda og skuldbindur félagið fyrir þess hönd. Hún boðar félagsfundi, aðalfund, heldur félagatal, sér um skipulagningu funda og ráðstefna og hrindir í framkvæmd þeim málefnum sem félagsfundir ákveða hverju sinni.

9. grein
Stjórn félagsins skal boða til lokaðs fundar sem kallast félagsfundur til að ræða málefni félagsins þegar henni þykir ástæða til.

Þriðjungur félagsmanna getur skriflega krafist þess að slíkur fundur verði haldinn. Skal boðað til félagsfunda með sama hætti og til aðalfunda og fundarsköp vera þau sömu.

Halda skal fundargerð um félagsfundi og skal fundarstjóri staðfesta hana með undirskrift sinni.

Félagsfundur er lögmætur ef löglega er til hans boðað.

10. grein
Lögum félagsins má aðeins breyta á aðalfundi. Tillögur að lagabreytingum skulu hafa borist stjórn félagsins fjórum vikum fyrir aðalfund og skulu þær kynntar í fundarboði. Til lagabreytinga þarf samþykki að minnsta kosti 2/3 fundarmanna.

11. grein
Ákvörðun um slit félagsins verður tekin á aðalfundi með auknum meirihluta, þ.e. 2/3 fundarmanna. Við slit félagsins skulu eignir þess renna til Sambands íslenskra myndlistarmanna (Hafnarstræti 16, 101 Reykjavík), eða til annarra sambærilegra samtaka eða félaga á sviði myndlistar sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni, eftir nánari ákvörðun aðalfundar.

Lög samþykkt á þriðja stofnfundi þann 19. maí 2009 með breytingum þann 20. maí 2015 og 23. nóvember 2019.