Hvað má læra af átökunum milli FÍM og SÚM haustið 1969? er heiti fyrirlestrar sem Halldór Björn Runólfsson sem  flytur í Safnahúsinu við Hverfisgötu miðvikudaginn 3. maí frá 12 til 13.  Fyrirlesturinn er sá fjórði og síðasti í fyrirlestraröð sem Listfræðafélagið stendur fyrir nú í vor í samvinnu við Safnahúsið. Yfirskrift fyrirsestraraðarinnar er Átakalínur í íslenskri myndlist. Markmiðið er að kynna rannsóknir félagsmanna á lykiltímabilum í íslenskri list á liðinni öld þar sem átök á milli ólíkra hugsjóna og stefna voru áberandi í umræðunni.