Dr. Selma Jónsdóttir (1917-1987) listfræðingur, var fyrsti forstöðumaður Listasafns Íslands og frumkvöðull í rannsóknum á íslenskri miðaldalist. Hún var jafnframt fyrsti Íslendingurinn til að ljúka háskólaprófi í listasögu, útskrifaðist með B.A. próf og síðar M.A. próf frá Columbia háskóla í New York árið 1949 og varði doktorsritgerð sína við Háskóla Íslands árið 1960, fyrst íslenskra kvenna. Í tilefni af því að 22. ágúst í ár eru 100 ár liðin frá fæðingu Selmu, stendur Listfræðafélag Íslands fyrir ritgerðasamkeppni um íslenska myndlist meðal framhaldsskólanema landsins. Með þessu vill félagið minnast brautryðjendastarfs Selmu á sviði rannsókna á íslenskri miðaldalist en einnig að minna á mikilvægi listrannsókna á íslenskri samtímalist og hvetja framhaldsskólanemendur til dáða á því sviði.

Samkeppnin er ætluð nemendum í fjölbrauta-, mennta-, list- og tækniskólum sem útskrifa nemendur til stúdentsprófs. Ritgerðirnar skulu fjalla um íslenska myndlist en að öðru leyti hafa þátttakendur frjálst val um efni þeirra.

Veitt verða verðlaun fyrir þrjár bestu ritgerðirnar; 1. verðlaun 25.000kr auk bókarverðlauna, 2. verðlaun 15.000kr auk bókarverðlauna og 3. verðlaun: 10.000kr auk bókarverðlauna.

Ritgerðirnar skulu vera 2000 orð auk titilsíðu, heimildaskrár og tilvísana neðanmáls. Myndir skulu fylgja. Merkja skal ritgerðirnar með dulnefni en upplýsingar um nafn höfundar, kennitölu, símanúmer og skóla fylgja með í lokuðu umslagi.

Ritgerðir skal senda til Listasafns Íslands, Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík fyrir 15. nóvember 2017, merktar RITGERÐASAMKEPPNI. – SKILAFRESTUR HEFUR VERIÐ FRAMLENGDUR TIL OG MEÐ 17. NÓVEMBER.

Fyrirspurnir má senda á netfangið: listfraedi@listfraedi.