Síðastliðið vor stóð Listfræðafélag Íslands fyrir  hádegisfyrirlestrum í lestrarsal Safnahússins við Hverfisgötu.  Þeir mæltust vel fyrir og voru vel sóttir. Sökum þessa almenna áhuga á málefnum sem tengjast sögu og forsendum myndlistar á Íslandi hefur því verið ákveðið að halda þessu starfi áfram haustið 2016. Þema þessarar nýju raðar er STEFNUMÓT og er hér áhersla lögð á sýningar sem félagar Listfræðafélagins hafa staðið fyrir á undanförnum árum og eiga það sameiginlegt að stefna saman listamönnum af ólíkum kynslóðum. Niðurstaða þessara sýninga hefur gjarnan verið að sýna bæði sögulega þekkta listamenn og samtímalistamenn í óvæntu ljósi. Fyrsti fyrirlesturinn verður í hádeginu miðvikudaginn 7. september. Fyrirlesarar eru félagsmenn Listfræðafélags Íslands og eru allir velkomnir.

Listfræðafélag Íslands, sem stendur á bak við fyrirlestrana, var formlega stofnað í maí árið 2009 af hópi listfræðinga, sýningarstjóra og annarra fagaðila á sviði listfræða á Íslandi. Félagsmenn eru um 60. Félagið leysti af hólmi eldra félag, Félag listfræðinga, sem var stofnað árið 1984 en hætti starfsemi upp úr aldamótum. Frá upphafi hefur markmið Listfræðafélags Íslands verið að efla samvinnu þeirra sem starfa á sviði listfræða, að stuðla að listfræðirannsóknum og miðlun þeirra til almennings og að efla kennslu á sviði listfræði. Félagið skipar fulltrúa í opinberar nefndir og ráð eins og Myndlistarráð og á einnig fulltrúa í stjórn Sambands norrænna listfræðinga. Frá upphafi hefur félagið staðið fyrir reglulegum fundum félagsmanna en það hefur einnig skipulagt opinber málþing, í samstarfi við listastofnanir á höfuðborgarsvæðinu, þar sem rannsóknir á sviði listfræða hafa verið kynntar almenningi. Vorið 2015 stóð félagið að viðamikilli ráðstefnu listfræðinga á Norðurlöndum, NORDIK 2015, sem þá var haldin í fyrsta sinn í Reykjavík.

Dagskrá

7. september kl. 12–13Aðalheiður Valgeirsdóttir og Aldís Arnardóttir listfræðingar: Spegill tímans, fyrirlestur út frá sýningunni Tímalög í Listasafni Árnesinga í Hveragerði þar semverkum Karls Kvarans og Erlu Þórarinsdóttur er teflt saman.

5. október kl. 12–13 Dorothee Maria Kirch sýningarstjóri ræðir , sýninguna Uppbrot í Ásmundarsafni þar sem Elín Hansdóttir sýnir í samspili við verk Ásmundar Sveinssonar.