ÁTAKALÍNUR – Jón Proppé — Blátt strik: Átökin um abstraktið

ÁTAKALÍNUR – Jón Proppé — Blátt strik: Átökin um abstraktið

Við viljum minna á fyrirlestur Jóns Proppé, Blátt strik: Átökin um abstraktið,  sem verður fluttur í Safnahúsinu við Hverfisgötu  í dag, miðvikudaginn 1. febrúar, frá 12 til 13.  Fyrirlesturinn er sá fyrsti í nýrri í fyrirlestraröð Listfræðafélagins í samvinnu við Safnahúsið vorið 2017. Yfirskrift raðarinnar er Átakalínur í íslenskri myndlist. Markmiðið er að kynna rannsóknir félagsmanna á lykiltímabilum í íslenskri list á liðinni öld þar sem átök á milli ólíkra hugsjóna og stefna voru áberandi í umræðunni.

Fimmti áratugurinn var vettvangur mikilla átaka á myndlistarsviðinu á Íslandi. Þar laust saman ólíkum hugmyndum um listir, menningu og samfélag, og það er langt í frá einfalt að greina þessa þræði í sundur til að átta sig á því hvað gerðist á þessum lykiltíma í íslenskri listasögu. Jón Proppé mun reyna að losa nokkra enda úr flækjunni og byggir á vinnu sinni við skrif í Listasögu Íslands og rannsóknum á skrifum um myndlist á Íslandi sem hann hefur stundað undanfarin ár og áður fjallað um í fyrirlestrum og á prenti.

ÁTAKALÍNUR – Jón Proppé — Blátt strik: Átökin um abstraktið

ÁTAKALÍNUR – Jón Proppé — Blátt strik: Átökin um abstraktið

Blátt strik: Átökin um abstraktið, fyrirlestur Jóns Proppé, verður fluttur í Safnahúsinu við Hverfisgötu miðvikudaginn 1. febrúar frá 12 til 13.  Fyrirlesturinn er sá fyrsti í nýrri í fyrirlestraröð Listfræðafélagins í samvinnu við Safnahúsið vorið 2017. Yfirskrift raðarinnar er Átakalínur í íslenskri myndlist. Markmiðið er að kynna rannsóknir félagsmanna á lykiltímabilum í íslenskri list á liðinni öld þar sem átök á milli ólíkra hugsjóna og stefna voru áberandi í umræðunni.

Fimmti áratugurinn var vettvangur mikilla átaka á myndlistarsviðinu á Íslandi. Þar laust saman ólíkum hugmyndum um listir, menningu og samfélag, og það er langt í frá einfalt að greina þessa þræði í sundur til að átta sig á því hvað gerðist á þessum lykiltíma í íslenskri listasögu. Jón Proppé mun reyna að losa nokkra enda úr flækjunni og byggir á vinnu sinni við skrif í Listasögu Íslands og rannsóknum á skrifum um myndlist á Íslandi sem hann hefur stundað undanfarin ár og áður fjallað um í fyrirlestrum og á prenti.

ÁTAKALÍNUR í íslenskri myndlist — Kallað eftir erindum

ÁTAKALÍNUR í íslenskri myndlist — Kallað eftir erindum

Nú á vormánuðum stendur Listfræðafélag Íslands fyrir nýrri röð fyrirlestra í Safnahúsinu við Hverfisgötu í hádeginu fyrsta miðvikudag hvers mánaðar. Yfirskrift raðarinnar verður Átakalínur í íslenskri myndlist. Markmiðið er að kynna rannsóknir félagsmanna á lykiltímabilum listasögunnar þar sem átök á milli ólíkra hugsjóna og stefna voru áberandi í umræðunni. Sem dæmi má taka deilur um ólíka stíla í málverki á 3. og 4. áratug síðustu aldar, deilur um abstraktlist á 6. áratugnum eða snarpar umræður á milli málara og hugmyndalistamanna á þeim 9. Við vitum að margir hafa verið að skoða þessi tímabil og óskum því eftir því að félagsmenn sendi okkur hugmyndir að eigin erindum, eða ábendingar um möguleg erindi sem aðrir kynnu að luma á og tengjast þessum málum. Ekki þarf að taka fram að hér er frábært tækifæri fyrir félagsmenn að koma rannsóknum sínum á framfæri við almenning, nokkuð sem er mikilvægt í að tryggja og efla starfsgrundvöll okkar.

Vinsamlegast sendi hugmyndir ykkar á  hlynur@listfraedi.is.

STEFNUMÓT — Eiríkur Þorláksson — „-30 / +60“ – 7. desember

STEFNUMÓT — Eiríkur Þorláksson — „-30 / +60“ – 7. desember

„-30 / +60“, fyrirlestur Eiríks Þorlákssonar, verður fluttur í Safnahúsinu við Hverfisgötu miðvikudaginn 7. desember frá 12 til 13.  Fyrirlesturinn er fjórði fyrirlesturinn og sá síðasti í fyrirlestraröð Listfræðafélagins í samvinnu við Safnahúsið nú í haust. Röðin ber yfirheitið STEFNUMÓT og í henni er áhersla lögð á sýningar sem félagar Listfræðafélagins hafa staðið fyrir á undanförnum árum og eiga það sameiginlegt að stefna saman listamönnum af ólíkum kynslóðum.

Haustið 1998 fyllti sýningin „-30 / 60+“ alla sali og ganga Kjarvalsstaða, en í henni voru valin saman í einn stað verk listafólks af tveimur ólíkum kynslóðum; annars vegar bar fyrir augu gesta verk ungrar kynslóðar listafólks – undir þrítugu – sem var að koma fram á myndlistarvettvangi af fullum krafti, og hins vegar verk vel þekktra listamanna – yfir sextugt – sem höfðu öðlast viðurkenndan sess í myndlistarlífinu eftir öflugt og markvisst starf um áratuga skeið og voru enn í fullu fjöri.

Með því að leiða saman þetta listafólk – sitt hvoru megin við hefðbundna valdakynslóð hvers tíma – var varpað fram spurningum mögulegar andstæður, tengsl, rof eða hvort þráður listsköpunarinnar reyndist heill og óskiptur milli þessara kynslóða.
Orðspor sýningarinnar „-30 / 60+“ hefur lifað í minningunni, og í fyrirlestrinum mun Eiríkur Þorláksson, annar sýningarstjóranna, rifja hana upp og lýsa henni nánar, sem og þeim viðbrögðum sem hún vakti.

 

 

 

Dada — fyrirlestur á sunnudag

Dada — fyrirlestur á sunnudag

Fyrirlestur Benedikts Hjartarsonar: DADA aldarafmæli — Sunnudag, 13. nóvember 2016 kl. 13 í  Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi.
Benedikt Hjartarson bókmenntafræðingur fjallar um tengsl framúrstefnu og fyrri heimsstyrjaldar.
Í ár eru hundrað ár síðan dada hreyfingin kom fram á sjónarsviðið. Að því tilefni heldur Benedikt Hjartarson erindi um dadaismann og aðra framúrstefnu þess tíma og tengsl við fyrri heimsstyrjöldina. Erindið er hluti af samstarfsverkefni Listasafns Reykjavíkur og Íslenska dansflokksins sem sýnir í nóvember verkið *Da Da Dans*.
Dada var heiti hreyfingar í listum og bókmenntum sem fól í sér mótvægi gegn viðteknum viðhorfum. Hún kom fram í Sviss árið 1916 og breiddist út víða. Fylgismenn vildu taka listina niður af stalli og láta hana endurspegla samtímann og daglegt líf, með áherslu á tilviljanir og uppákomur. Háð og skrumskæling einkenndu hreyfinguna sem var í eðli sínu uppreisn gegn þjóðfélagsháttum sem leiddu til fyrri heimsstyrjaldar. Í Listasafni Reykjavíkur standa um þessar mundir yfir sýningar og dagskrá sem fjalla um stríð og frið og er fyrirlesturinn hluti af þeirri dagskrá.
Benedikt Hjartarson er prófessor í almennri bókmenntafræði og menningarfræði við Háskóla Íslands. Hann lauk doktorsprófi frá hugvísindasviði háskólans í Groningen árið 2012 með doktorsritgerð um yfirlýsingar evrópskra framúrstefnuhreyfinga í upphafi 20. aldar. Benedikt hefur gefið út fjölda greina og bóka um evrópska framúrstefnu á síðastliðnum árum, m.a. ritið *Yfirlýsingar. Evrópska framúrstefnan* (2001), sem hefur að geyma safn yfirlýsinga frá tíma evrópsku framúrstefnunnar.
Íslenski dansflokkurinn frumsýnir dansverkið* Da Da Dans* í Borgarleikhúsinu, kvöldið fyrir fyrirlesturinn, laugardag 12. nóvember. Verkið er eftir Grímuverðlaunahafana Ingu Huld Hákonardóttur og Rósu Ómarsdóttur við frumsamda tónlist Sveinbjörns Thorarensens. Í *Da Da Dans* munu danshöfundarnir skoða mismunandi leiðir dadaismans og velta fyrir sér hvort þær eigi enn við í dag.
Aðgangur á fyrirlestur Benedikts er ókeypis.