Ásýnd heimsins — útgáfuhóf

Ásýnd heimsins — útgáfuhóf

Útgáfuhóf 27. apríl kl. 16.00–17.30
Myndlistardeild Listaháskóla Íslands
Laugarnesvegi 91

Út er komin bókin Ásýnd heimsins, Um listir og fagurfræði í hugmyndaheimi nútímans á vegum Listaháskóla Íslands í samstarfi við Háskólaútgáfuna. Höfundurinn, Gunnar J. Árnason heimspekingur, rekur þróun hugmynda innan fagurfræði og heimspeki listar frá upphafi nýaldar til samtímans. Í bókinni er að finna aðgengilegan inngang að flestum þeim hugsuðum og hugmyndakerfum sem hafa haft mótandi áhrif á stöðu og hlutverk lista í samtímanum. Fengist er við spurningar um hlutverk, gildi, eðli og áhrif listarinnar og þær settar í samhengi við hugmyndasögu þess tímabils sem bókin fjallar um. Bókin er fyrsta yfirlitsverk af þessu tagi á íslensku, aðgengileg og áhugaverð öllum almenningi.

Gunnar J. Árnason hefur skrifað um myndlist um árabil sem sjálfstætt starfandi gagnrýnandi og fræðimaður, auk þess að kenna heimspeki lista og fagurfræði í Listaháskóla Íslands. Hann nam heimspeki við Háskóla Íslands og Cambridge háskóla á Englandi.

Til að fagna útgáfunni verður útgáfuhóf í myndlistardeild Listaháskóla Íslands að Laugarnesvegi 91 þann 27. Apríl kl. 16.

Allir velkomnir.

asyndheimsins.is