Félagsfundur — Kristín Dagmar Jóhannesdóttir um starfsemi Gerðarsafns og framtíðarsýn

Vetrarstarf Listfræðafélagsins hefst með félagsfundi á Kaffi Sólon, 2. hæð, klukkan 17, miðvikudaginn 2. september 2015.

Kristín Dagmar Jóhannesdóttir, listrænn stjórnandi Gerðarsafns, mun kynna starfsemi safnsins og framtíðarsýn.
Erindi sitt byggir hún á fyrirlestri sem hún flutti nýlega á ráðstefnu í tengslum við Cph Art Week.
sjá: http://copenhagenartweek.dk/en/arrangementer/curators-caucus-the-congress/

Í vetur er stefnt er að því að halda félagsfundi fyrsta miðvikudag í hverjum mánuði kl. 17-19.

Þeir sem vilja flytja erindi fyrir félagsmenn eða eru með hugmynd að umfjöllunarefni eru hvattir til að hafa samband við stjórnina.