Margrét Elísabet Ólafsdóttir

Change your cover photo
Change your cover photo
Lektor í listgreinakennslu við Háskólann á Akureyri.
This user account status is Approved

This user has not added any information to their profile yet.

Lektor í listgreinakennslu við Háskólann á Akureyri.

Fagurfræði. Nútíma- og samtímalist. Íslensk listasaga. Saga raf- og stafrænna lista (miðlalistasaga). Miðlun.

Starfa við kennslu og rannsóknir, en fæst einnig við sjálfstæð skrif og sýningarstjórn. Er formaður og verkefnastjóri Lornu, félags áhugamanna um rafræna list.

Ég hef komið að málefnum myndlistar frá ýmsum hliðum allan minn starfsferil. Fyrst sem blaðamaður, síðan deildarstjóri í Listasafni Íslands og loks sem háskólakennari, gagnrýnandi, verkefnastjóri, ritstjóri, listrænn stjórnandi, sýningarstjóri og fræðimaður. Auk þess hef ég setið í listráði tveggja safna, dómnefndum, úthlutunarnefndum og innkaupanefnd Listasafns Reykjavíkur. Í dag er meginviðfangsefni mitt að kenna kennaranemum og stunda rannsóknir á íslenskri myndlist og listgreinkennslu, auk þess að skrifa um myndist og halda fyrirlestra fyrir almenning. Þá set ég reglulega upp sýningar í tengslum við rannsóknir mínar.