Aðalfundur Listfræðafélagsins

SÍM húsinu, 10. maí 2016, 17.00

Viðstaddir: Hlynur Helgason, Birta Guðjónsdóttir, Markús Þór Andrésson, Dagný Heiðdal, Aðalheiður Guðmundsdóttir, Magnús Gestsson, Baldvina Sverrisdóttir, Kristín Dagmar Jóhannesdóttir, Aldís Arnardóttir, Jón Proppé og Jóhannes Dagsson.

Fundarstjóri tilnefndur Aðalheiður Guðmundsdóttir

Ritari tilnefndur Markús Þór Andrésson

Fundarmenn samþykkja tillögurnar einhljóða

Boðun fundarins talin lögleg af fundarmönnum

  1. Ársskýrsla stjórnar kynnt og lögð fram til samþykktar

Formaður les ársskýrslu, sjá fylgiskjal.

Umræður um skýrslu formanns: Stjórn þakkað fyrir fjölbreytta dagskrá.

Fundarstjóri leggur ársskýrsluna fram til samþykktar, hún er samþykkt einróma.

 

  1. Endurskoðaðir ársreikningar félagsins kynntir og lagðir fram til samþykktar

Gjaldgeri kynnir reikninga dagatalsársins 2015. Sjá fylgiskjal.

Gunnar J. Árnason og Jón Proppé voru skoðunarmenn og hafa skrifað upp á ársreikninginn.

Rekstrartekjur kr. 134.227,-

Rekstrargjöld kr. 189. 665,-

Félagið átti samtals kr. 445. 847,- í lok árs 2015.

Fyrirspurn um hvernig stjórn hyggist verja fénu? Fólki hefur verið greitt fyrir fyrirlestrarhald í Safnahúsinu þótt sumir hafi ekki þegið þóknun.

70 ára og eldri greiða ekki félagsgjöld. Greiði félagsmaður ekki ársgjöld 2 ár í röð fellur viðkomandi út af félagaskrá.

Fundarstjóri leggur reikninga fram til samþykktar, þeir eru samþykktir einróma.

  1. Lagabreytingar

Lagabreytingartillaga – um að tilgreina í lögum félagsins að boðun aðalfundar megi fara fram með tölvupósti. Í lögum er talað um bréflega en að það verði sem sagt jafngilt fundarboð.

Var “til hans [aðalfundarins] skal boða bréflega”

Verður “bréflega eða með tölvupóstum”

Samþykkt.

  1. Kjör stjórnar og 2ggja skoðunarmanna reikninga

Dagný, Markús og Birta eru fráfarandi stjórnarmenn.

Hlynur og Magnús bjóða sig áfram fram til stjórnarsetu.

Spurt hverjir bjóða sig fram til stjórnarsetu: Baldvina og Aldís bjóða sig fram.

Dagný býður sig fram til varamanns.

Hlynur býður sig fram sem formann til eins árs: hann er þá sjálfkjörinn enda engin mótframboð.

Baldvina býður sig fram til gjaldkera og er sjálfkjörin.

Aldís býður sig fram til ritara og er sjálfkjörin.

Magnús og Dagný eru sjálfkjörin á varamannabekk.

Jóhannes, Jón og Kristín Dagmar lýsa áhuga á þátttöku í stjórnarstarfi í nánari framtíð.

Jón Proppé og Kristín Dagmar eru kjörin skoðunarmenn reikninga.

  1. Árgjald næsta starfsárs

Samþykkt kr. 3.000,- full aðild og kr. 1.500,- aukaaðild eins og verið hefur.

  1. Önnur mál

Áhugi á að halda opnum fyrirlestrum gangandi sbr. vel heppnaða viðburðaröð í Safnahúsi. Etv. fyrirlestrarröð með áherslu á sögulega arfleifð; eldri myndlist frá miðöldum; byggingarlist; sýningarstjórnun; samtímalist; list- og listfræðamenntun.

Einhver áhugi á lokuðum erindum meðal félagsmanna eins og verið hefur á Sólon.

Listfræðafélagið láti heyra í sér heyra gagnvart opinberum aðilum og fjárveitingarvaldi um málefni sem varða söfn, sýningaraðstöðu og starfsumhverfi listfræða.

Brynja Sveinsdóttir sækir um félagsaðild, samþykkt.

Fundi slitið 17:50