Aðalfundur Listfræðafélags Íslands verður haldinn fimmtudaginn 2. júní 2022 kl. 17. Fundurinn verður haldinn í Hlöðunni, Korpúlfsstöðum.

Dagskrá fundarins er samkvæmt 7.grein laga félagsins

  • Ársskýrsla stjórnar kynnt og lögð fyrir
  • Endurskoðaðir ársreikningar félagsins kynntir og lagðir fram til samþykktar
  • Lagabreytingar (ef við. á)
  • Kjör stjórnar. Kjör tveggja endurskoðenda ársreikninga
  • Ákvörðun árgjalds fyrir næsta starfsár
  • Önnur mál

Félagsmenn eru minntir á að greiða félagsgjöldin. Aðeins þeir sem greitt hafa félagsgjöld hafa atkvæðisrétt á aðalfundi.

Félagsskírteini verða afhent á fundinum. Aðeins þeir sem greitt hafa félagsgjöld fá afhent skírteini.

Stjórnin.