Nú á vormánuðum stendur Listfræðafélag Íslands fyrir nýrri röð fyrirlestra í Safnahúsinu við Hverfisgötu í hádeginu fyrsta miðvikudag hvers mánaðar. Yfirskrift raðarinnar verður Átakalínur í íslenskri myndlist. Markmiðið er að kynna rannsóknir félagsmanna á lykiltímabilum listasögunnar þar sem átök á milli ólíkra hugsjóna og stefna voru áberandi í umræðunni. Sem dæmi má taka deilur um ólíka stíla í málverki á 3. og 4. áratug síðustu aldar, deilur um abstraktlist á 6. áratugnum eða snarpar umræður á milli málara og hugmyndalistamanna á þeim 9. Við vitum að margir hafa verið að skoða þessi tímabil og óskum því eftir því að félagsmenn sendi okkur hugmyndir að eigin erindum, eða ábendingar um möguleg erindi sem aðrir kynnu að luma á og tengjast þessum málum. Ekki þarf að taka fram að hér er frábært tækifæri fyrir félagsmenn að koma rannsóknum sínum á framfæri við almenning, nokkuð sem er mikilvægt í að tryggja og efla starfsgrundvöll okkar.

Vinsamlegast sendi hugmyndir ykkar á  hlynur@listfraedi.is.