Móttaka í Listasafni Reykjavíkur

Móttaka í Listasafni Reykjavíkur

Sæl öll,
Næstkomandi mánudag, 28. maí býður Listasafn Reykjavíkur félagsmönnum í Listfræðafélagi Íslands til móttöku í Hafnarhúsi vegna fundar NORDIK í Reykjavík.

Boðið stendur frá kl. 18-19.

Mætið tímanlega

Öll hjartanlega velkomin

Vinsamlega staðfestið komu ykkar með því að senda tölvupóst til listfræðafélagsins, stjorn@listfraedi.is

Bestu kveðjur
Ynda Gestsson formanneskja

Félagsfundur þriðjudaginn 20. febrúar kl. 17

Félagsfundur þriðjudaginn 20. febrúar kl. 17

Ágætu félagsmenn Listfræðafélagsins,

Næsti félagsfundur Listfræðafélagsins verður haldinn í SÍM húsinu, Hafnarstræti 16, þriðjudaginn 20. febrúar, klukkan 17 – 19.

Gestur fundarins er Harpa Þórsdóttir safnstjóri Listasafns Íslands.

Í ár eru Íslensku myndlistarverðlaunin veitt í fyrsta sinn, þau eru veitt íslenskum myndlistarmanni sem þykir hafa skarað framúr á síðastliðnu ári. Dr. Magnús Gestsson, fulltrúi Listfræðafélagsins í dómnefnd, mun segja stuttlega frá fyrirkomulagi verðlaunanna.

Við vonum að sem flestir sjái sér fært að mæta á fundinn á þriðjudag og spjalla um málefni líðandi stundar yfir léttum veitingum.

 

Með góðum kveðjum,

Stjórnin

Sumarsamsæti Listfræðafélagsins 7. júní kl. 5 e.h.

Sumarsamsæti Listfræðafélagsins 7. júní kl. 5 e.h.

Sumarsamsæti Listfræðafélagsins,  verður næstkomandi miðvikudag, 7. júní, á Jakobsen Lofti í Austurstræti kl. 5 e.h. Gleðistund stendur yfir frá 5 til 7 þannig að fólk getur setið og rætt saman yfir léttum veitingum. Nú þegar líður að sumar er gengið í garð er tilvalið að hittast og ræða þau verkefni sem framundan eru í sumar og haust.