Greinasafn fyrir flokkinn: Félagsfundir

Félagsfundur/samsæti Listfræðafélagsins 22. mars kl. 5 e.h.

Við minnum á mánaðarlegan viðburð, samsæti Listfræðafélagsins, sem verður næstkomandi miðvikudag, 22. mars, á Jakobsen Lofti í Austurstræti kl. 5 e.h. Gleðistund stendur yfir frá 5 til 7 þannig að fólk getur setið og rætt saman yfir léttum veitingum. Nú þegar líður að vorverkum er tilvalið að hittast og ræða knýjandi málefni líðandi stundar.

Félagsfundur/samsæti Listfræðafélagsins 15. febrúar kl. 5 e.h.

Við minnum á mánaðarlegan viðburð, samsæti Listfræðafélagsins, sem verður næstkomandi miðvikudag, 15. febrúar á Jakobsen Lofti í Austurstræti kl. 5 e.h. Gleðistund stendur yfir frá 5 til 7 þannig að fólk getur setið og rætt saman yfir léttum veitingum. Við reiknum með því að fjöldi félagsmanna þyrsti í að hittast og ræða helstu tíðindi líðandi stundar.

Félagsfundur/samsæti Listfræðafélagsins 18. janúar kl. 5 e.h.

Fyrsti félagsfundur og samsæti Listfræðafélagsins á nýju ári verður næstkomandi miðvikudag, 18. janúar á Jakobsen Lofti í Austurstræti kl. 5 e.h. Þetta er tilvalið tækifæri fyrir félaga að hittast og ræða í góðum félagsskap þá möguleika og áskoranir sem blasa við faginu á nýju ári.

Á dagskrá verður inntaka nýs félaga og önnur mál. Að því loknu verður haldið samsæti þar sem stefnt er að léttu spjalli um þau málefni sem helst brenna á félagsmönnum.

Pöbb-kviss LIstfræðafélagsins fimmtudaginn 15. desember

Nú er loksins komið að hinu árlega pöbb-kvissi Listfræðafélagsins sem allir hafa beðið eftir. Það verður haldið á efri hæðinni á Sólon í Bankastræti fimmtudaginn 15. desember kl. 8 um kvöldið.

Sigurvegarar síðasta árs, Jón Proppé og Hlynur Helgason, fá það hlutverk að búa til spurningarnar og er því að vænta spennandi og fjölbreyttrar keppni.

Við hvetjum sem flesta til að taka sér hlé frá jólastandinu, setjast niður með góðum félögum, fá sér drykk á sérstöku tilboði frá Sólon og rifja upp fáfengilegar upplýsingar listasögunnar. Ykkur er einnig velkomið að taka með ykkur góða gesti sem gaman kynnu að hafa af léttum spurningaleik!

Við sjáum vonandi sem flesta á fimmtudagskvöld!

Félagsfundur/samsæti Listfræðafélagsins 19. október kl. 5 e.h.

Við viljum minna á  félagsfund og samsæti Listfræðafélagsins sem jafnframt næstkomandi miðvikudag, 19. október á Jakobsen Lofti í Austurstræti kl. 5 e.h.

Á dagskrá verður inntaka nýs félaga og önnur mál. Að því loknu verður haldið samsæti þar sem stefnt er að léttu spjalli um stefnuna í málefnum félagsins.

Félagsfundur/samsæti Listfræðafélagsins 21. september kl. 5 e.h.

Við viljum minna á að fyrsti félagsfundur Listfræðafélagsins í haust sem jafnframt er samsæti verður miðvikudaginn 21. september á Jakobsen Lofti í Austurstræti kl. 5 e.h.

Á dagskrá verður inntaka nýrra félaga og önnur mál. Að því loknu verður haldið samsæti þar sem stefnt er að léttu spjalli um stefnuna í málefnum félagsins.

Aðalfundur 2016 — fundargerð

Aðalfundur Listfræðafélagsins

SÍM húsinu, 10. maí 2016, 17.00

Viðstaddir: Hlynur Helgason, Birta Guðjónsdóttir, Markús Þór Andrésson, Dagný Heiðdal, Aðalheiður Guðmundsdóttir, Magnús Gestsson, Baldvina Sverrisdóttir, Kristín Dagmar Jóhannesdóttir, Aldís Arnardóttir, Jón Proppé og Jóhannes Dagsson.

Fundarstjóri tilnefndur Aðalheiður Guðmundsdóttir

Ritari tilnefndur Markús Þór Andrésson

Fundarmenn samþykkja tillögurnar einhljóða

Boðun fundarins talin lögleg af fundarmönnum

  1. Ársskýrsla stjórnar kynnt og lögð fram til samþykktar

Formaður les ársskýrslu, sjá fylgiskjal.

Umræður um skýrslu formanns: Stjórn þakkað fyrir fjölbreytta dagskrá.

Fundarstjóri leggur ársskýrsluna fram til samþykktar, hún er samþykkt einróma.

 

  1. Endurskoðaðir ársreikningar félagsins kynntir og lagðir fram til samþykktar

Gjaldgeri kynnir reikninga dagatalsársins 2015. Sjá fylgiskjal.

Gunnar J. Árnason og Jón Proppé voru skoðunarmenn og hafa skrifað upp á ársreikninginn.

Rekstrartekjur kr. 134.227,-

Rekstrargjöld kr. 189. 665,-

Félagið átti samtals kr. 445. 847,- í lok árs 2015.

Fyrirspurn um hvernig stjórn hyggist verja fénu? Fólki hefur verið greitt fyrir fyrirlestrarhald í Safnahúsinu þótt sumir hafi ekki þegið þóknun.

70 ára og eldri greiða ekki félagsgjöld. Greiði félagsmaður ekki ársgjöld 2 ár í röð fellur viðkomandi út af félagaskrá.

Fundarstjóri leggur reikninga fram til samþykktar, þeir eru samþykktir einróma.

  1. Lagabreytingar

Lagabreytingartillaga – um að tilgreina í lögum félagsins að boðun aðalfundar megi fara fram með tölvupósti. Í lögum er talað um bréflega en að það verði sem sagt jafngilt fundarboð.

Var “til hans [aðalfundarins] skal boða bréflega”

Verður “bréflega eða með tölvupóstum”

Samþykkt.

  1. Kjör stjórnar og 2ggja skoðunarmanna reikninga

Dagný, Markús og Birta eru fráfarandi stjórnarmenn.

Hlynur og Magnús bjóða sig áfram fram til stjórnarsetu.

Spurt hverjir bjóða sig fram til stjórnarsetu: Baldvina og Aldís bjóða sig fram.

Dagný býður sig fram til varamanns.

Hlynur býður sig fram sem formann til eins árs: hann er þá sjálfkjörinn enda engin mótframboð.

Baldvina býður sig fram til gjaldkera og er sjálfkjörin.

Aldís býður sig fram til ritara og er sjálfkjörin.

Magnús og Dagný eru sjálfkjörin á varamannabekk.

Jóhannes, Jón og Kristín Dagmar lýsa áhuga á þátttöku í stjórnarstarfi í nánari framtíð.

Jón Proppé og Kristín Dagmar eru kjörin skoðunarmenn reikninga.

  1. Árgjald næsta starfsárs

Samþykkt kr. 3.000,- full aðild og kr. 1.500,- aukaaðild eins og verið hefur.

  1. Önnur mál

Áhugi á að halda opnum fyrirlestrum gangandi sbr. vel heppnaða viðburðaröð í Safnahúsi. Etv. fyrirlestrarröð með áherslu á sögulega arfleifð; eldri myndlist frá miðöldum; byggingarlist; sýningarstjórnun; samtímalist; list- og listfræðamenntun.

Einhver áhugi á lokuðum erindum meðal félagsmanna eins og verið hefur á Sólon.

Listfræðafélagið láti heyra í sér heyra gagnvart opinberum aðilum og fjárveitingarvaldi um málefni sem varða söfn, sýningaraðstöðu og starfsumhverfi listfræða.

Brynja Sveinsdóttir sækir um félagsaðild, samþykkt.

Fundi slitið 17:50

Sumarsamsæti Listfræðafélagsins Nora Magasini 15. júní

Sumarsamsæti Listfræðafélagsins verður haldið fimmtudaginn 15. júní um  kl. 17 á  Nora  Magasín í Pósthússtræti 9. Þar koma félagar til með að hittast óformlega, fásér léttar veitingar og skeggræða málefni líðandi stundar á vettvangi listfræða. Vonandi sjá sem flestir sér fært að mæta í sumarblíðu.

Gleðistundin er á milli 16 og 19.

Aðalfundur 2016 — SÍM-húsinu 10. maí kl. 17

Stjórn Listfræðafélags Íslands boðar til aðalfundar þriðjudagin 10. maí 2016 kl. 17.00 í húsnæði SÍM, Hafnarstræti 16, 101 Reykjavík.

Dagskrá aðalfundar er svohljóðandi (í samræmi við lög félagsins):
1.        Ársskýrsla stjórnar kynnt og lögð fram til samþykktar.
2.        Endurskoðaðir ársreikningar félagsins kynntir og lagðir fram til samþykktar.
3.        Lagabreytingar.
4.        Kjör stjórnar. Kjör tveggja endurskoðenda reikninga.
5.        Ákvörðun árgjalds fyrir næsta starfsár.
6.        Önnur mál.

Um lið 3.
Stjórn leggur til lítilsháttar breytingu á lögum félagsins um boðun aðalfundar. Í núverandi lögum er tilgreint að stjórn skuli boða til aðalfundar bréflega með minnst hálfs mánaðar fyrirvara. Til að koma í veg fyrir allan vafa um boðun aðalfundar viljum við bæta inn í lið 3 að boða megi til fundar með tölvupósti. Þó ekki sé um stórmál að ræða leggjum við til breytingu á þessu atriði þannig að það lýsi betur framkvæmd laganna á undanförnum árum. Formleg tillaga fylgir í viðhengi.

Um lið 4.
Stjórn félagsins er skipuð formanni, gjaldkera, ritara og tveimur varamönnum. Þeir sem eru nú í stjórn félagsins vilja draga sig í hlé og gefa nýju fólki tækifæri til að móta starfsemi félagsins. Núverandi varamenn bjóða sig fram til áframhaldandi stjórnarsetu. Viljum við því hvetja þá félaga sem vilja starfa undir merkjum félagsins og láta gott af sér leiða að bjóða sig fram til stjórnarsetu. Gott væri að vita um slík framboð fyrir fundinn og hvetjum við áhugasama til að hafa samband við formann Dagnýju Heiðdal (dagny@listasafn.is).

Þeir sem vilja vinna að einhverjum sérstökum málefnum innan félagsins eru einnig hvattir til að hafa samband við stjórnina fyrir fundinn.

Að loknum aðalfundi verður boðið er upp á léttar veitingar og einnig munu þau Birta Guðjónsdóttir og Markús Þór Andrésson halda erindi um kjaramál sem tengjast félagsmönnum.

Við hvetjum alla félaga til að taka virkan þátt í mótun starfs félagsins og mæta á aðalfund.

Dagný Heiðdal, formaður

Markús Þór Andrésson, ritari

Birta Guðjónsdóttir, gjaldkeri

Hlynur Helgason, varamaður

Magnús Gestsson, varamaður

Félagsfundur — Pub Quiz” spurningaleikur

Boðið verður upp á “Pub Quiz” spurningaleik, miðvikudaginn 3. desember á efri hæðinni á Sólon Íslandus kl. 20:00.

Félagsmenn eru hvattir til að mæta og láta reyna á kunnáttu sína undir spurningaregni Guðna Tómassonar og Birtu Guðjónsdóttur.
Ykkur er velkomið að taka með skarpskyggna gesti, t.d. úr heimi listanna.
Sólon mun bjóða okkur sérstakt tilboð á drykkjarföngum.

Á næstu félagsfundum tekur svo alvaran við, fyrstu miðvikudaga hvers mánaðar. Næst 6. janúar 2016.

Fjölmennum á skemmtikvöldið nú á miðvikudag!