Greinasafn fyrir flokkinn: Félagsfundir

Félagsfundur — Ólöf K. Sigurðardóttir um störf Myndlistarráðs

Næsti félagsfundur Listfræðafélagsins verður í SÍM húsinu, Hafnarstræti 16, klukkan 17, miðvikudaginn 4. nóvember 2015.

Á fundinum mun Ólöf K. Sigurðardóttir, sem tilnefnd var af félaginu til setu í Myndlistarráði, segir frá störfum ráðssins.
Hún hefur starfað með ráðinu frá upphafi en skipunartíma hennar lýkur um áramót.

Félagsfundur — Birta Guðjónsdóttir og Markús Þór Andrésson um Momentum


Næsti félagsfundur Listfræðafélagsins verður á Kaffi Sólon, 2. hæð, kl. 17, miðvikudaginn 7. október 2015.

Fjallað verður um Momentum tvíæringinn í Moss í Noregi. Félagar okkar í Listfræðafélaginu, Birta Guðjónsdóttir og Markús Þór Andrésson, segja frá aðkomu sinni sem sýningarstjórar þessa norræna listviðburðar.

Birta var einn af fjórum sýningarstjórum Momentum 8 sem lauk 27. september síðastliðinn og Markús Þór var einn af fimm sýningarstjórum Momentum 6 árið 2011. Þá hefur fjöldi íslenskra myndlistarlistamanna tekið þar þátt. Við hvetjum félagsmenn til að nýta þetta tækifæri til að kynnast þessari mikilvægu norrænu listastofnun sem og sýningarstjórnarferlinu frá fyrstu hendi. Hér má nálgast upplýsingar um Momentum: http://www.momentum.no/about-momentum.347751.en.html

Félagsfundur — Kristín Dagmar Jóhannesdóttir um starfsemi Gerðarsafns og framtíðarsýn

Vetrarstarf Listfræðafélagsins hefst með félagsfundi á Kaffi Sólon, 2. hæð, klukkan 17, miðvikudaginn 2. september 2015.

Kristín Dagmar Jóhannesdóttir, listrænn stjórnandi Gerðarsafns, mun kynna starfsemi safnsins og framtíðarsýn.
Erindi sitt byggir hún á fyrirlestri sem hún flutti nýlega á ráðstefnu í tengslum við Cph Art Week.
sjá: http://copenhagenartweek.dk/en/arrangementer/curators-caucus-the-congress/

Í vetur er stefnt er að því að halda félagsfundi fyrsta miðvikudag í hverjum mánuði kl. 17-19.

Þeir sem vilja flytja erindi fyrir félagsmenn eða eru með hugmynd að umfjöllunarefni eru hvattir til að hafa samband við stjórnina.

Félagsfundur — Ólafur Gíslason um séra Tómas Sæmundsson

Nú á miðvikudag, þann 3. desember 2014 kl. 17 fer fram félagsfundur Listfræðafélagsins á efri hæðinni á Kaffi Sólon, á horni Bankastrætis og Ingólfsstrætis.

Á fundinum mun Ólafur Gíslason listfræðingur spjalla um það umhverfi sem séra Tómas Sæmundsson, prófastur og Fjölnismaður, er sprottinn úr og hvernig hann skynjaði umhverfið á heimsreisu sinni í ljósi þess.

Spjall Ólafs byggir að nokkru á efni greinar hans í hausthefti Skírnis frá 2012, tilraun hans til að varpa ljósi á hvernig hugmyndaheimur rómantísku stefnunnar rataði til Íslands eftir undarlegum og kannski óvæntum leiðum

Félagsfundur — MA-nemendur í HÍ: Framhaldslíf Íslensku listasögunnar

Næstkomandi miðvikudag, þann 5. nóvember kl. 17, fer annar félagsfundur Listfræðafélagsins á þessu hausti fram á efri hæðinni á Sólon, á horni Bankastrætis og Ingólfsstrætis. Efni fundarins verður sem hér segir:

  1. Framhaldslíf Íslensku listasögunnar. Við viljum hefja umræðu innan félagsins um íslensku listasöguna, stöðu hennar og framtíð. Nemendur í MA-námi í listfræði við Háskóla Íslands hafa tekið að sér að koma með kveikju að umræðunni. Þau koma til með at ræða fyrstu tvö bindi Íslenskrar listasögu frá 2011 í stuttu máli. Þar er áherslan á það hvernig hún kemur þeim fyrir sjónir, með áherslu á kosti hennar og gallar fyrir íslenskt listfræðasamfélag í framtíðinn. Eftir „kveikju“ nemendanna verður almennt spjall á meðal fundargesta um þessi málefni. Ef vel tekst til verður síðar efnt til sérstakrar umræðu um síðari bindi sögunnar.
  2. Inntaka nýrra félaga. Nokkrir hafa sótt um aðild að félaginu undanfarið og nú þarf að bera aðild þeirra formlega upp fyrir félagsfund.

Félagsfundur — Margrét Elísabet Ólafsdóttir um sögu vídeólistar á Íslandi

Félagsfundur að loknum aðalfundi SÍM-húsinu við Hafnarstræti laugardaginn 29. mars frá 16 til 17. Margrét Elísabet Ólafsdóttir er frummælandi og flytur félagsmönnum erindi undir titlinum: Hvernig á að segja sögu vídeólistar á Íslandi ?
Í erindinu tekur hún fyrir spurningar um listfræðileg málefni, tengsl söfnunar, skráningar, söguritunar og fræða eins og sjá má í lýsingu sem fylgir hér á eftir.
Vonast er til þess að í kjölfarið verði líflegar umræður um málið, aðferðir og möguleika listfræðinnar til að segja sögu myndlistar á Íslandi.
Útdráttur erindis: Hvernig á að segja sögu vídeólistar á Íslandi ?

Það er auðvelt fyrir rannsakanda að lýsa því yfir að hann ætli sér að segja sögu íslenskrar vídeólistar. Það er erfiðara að ákveða hvernig nálgast á viðfangsefnið, ekki síst þegar flestir viðmælendur eru sammála um að á Íslandi hafi aldrei verið til vídeólist. Hvað merkir það ? Í þessu erindi ætla ég að gera tilraun til að svara þeirri spurningu um leið og ég fjalla um aðferðafræði rannsókna minna á íslenskri vídeólist og hvernig hún hefur mótast af aðstæðum. Ég mun segja frá upphafi verkefnisins, ástæðum þess að það var lagt til hliðar og síðan tekið upp aftur. Þá mun ég gera grein fyrir sýningunni “Íslensk vídeólist frá 1975-1990” sem sett var upp í Listasafni Reykjavíkur Hafnarhúsinu síðastliðið haust og ræða hvernig forsendur rannsóknarinnar réðu áherslunum við uppsetningu sýningarinnar.

Félagsfundur — Gunnar Harðarson um bók sína um listheimspeki

Félagsfundur í Listfræðafélaginu á efri hæðinni á Sólon þriðjudaginn 10. desember 2013 frá 17–18.30.

Gestur fundarins verður Gunnar Harðarson sem kemur til með að ræða bók sína um listheimspeki sem kemur út á næstunni.
Um leið verður erindi hans eins konar minning um Danto og upprifjun á áhrifum hans og hugmyndum.

Vonandi ná sem flestir að mæta og taka þátt í vinalegu spjalli við aðra félagsmenn í kjölfar erindis Gunnars.

Félagsfundur — Birta Guðjónsdóttir og Markús Þór Andrésson um gjaldskrármál

Fyrsta félagsfundur á nýju ári  miðvikudaginn, 6. febrúar 2013, kl. 17 á Sólon.

Stjórn Listfræðafélagsins hefur sett af stað vinnu við gerð taxtaskrár þar sem grunnur verður lagður að viðmiðum fyrir það fjölbreytta starf sem sjálfstætt starfandi félagsmenn sinna, s.s. skrifum í sýningarskrár, fyrirlestrahald og sýningarstjórn.

Birta Guðjónsdóttir og Markús Þór Andrésson kynna þá grunnvinnu sem er í gangi og óska eftir samráði við félagsmenn á fundinum.

Félagsfundur — Kristín Dagmar Jóhannesdóttir um Sjónlistarverðlaunin

Fjórði félagsfundur félagsins í vetur verður þann 5. desember kl. 17 á efri hæðinni á Kaffi Sólon í Bankastræti.

Kristín Dagmar Jóhannesdóttir kemur til með að hefja umræðu kvöldsins með hugleiðingum um Sjónlistaverðlaunin sem veitt voru í haust og hvernig tekist hefur til við að endurvekja þennan viðburð. Í kjölfarið er stefnt að almennum umræðum á meðal félagsmanna um viðburði sem þessa og möguleika félagsmanna á því að vera með krítíska aðkomu að slíkum viðburðum, skipulagi þeirra, framkvæmd og markmiðum.

Nú er búið að halda þrjá félagsfundi í vetur og hafa þeir mælst vel á meðal félagsmanna. Þar sem fyrsti miðvikudagur í næsta mánuði verður strax eftir áramót verður dagskrá hnikað til og sá fundur er áætlaður þann 9. janúar.