Miðill-efni-merking: Leiðangur að list Önnu Líndal

Miðill-efni-merking: Leiðangur að list Önnu Líndal

„Miðill – Efni – Merking: Leiðangur að list Önnu Líndal “ er heiti fyrirlestrar Ólafar K. Sigurðardóttur safnstjóra Listasafns Reykjavíkur, sem fer fram í Safnahúsinu við Hverfisgötu, miðvikudaginn 6. desember kl. 12. Ólöf er sýningarstjóri yfirlitssýningarinnar Leiðangur á verkum Önnu Líndal, sem nú stendur yfir í Listasafni Reykjavíkur á Kjarvalsstöðum.

Anna Líndal á að baki tæplega þrjátíu ára myndlistarferil og er sýningunni á Kjarvalsstöðum ætlað að greina feril hennar, innra samhengi verkanna og vísanir til samfélagslegra viðfangsefna. Ólöf mun fjalla um aðdraganda og markmið sýningarinnar og rekja hvernig Anna hefur notað ólíka miðla til að til að nálgast viðfangsefni sín þar sem sjónræn framsetning, viðfangsefni og merking haldast í hendur. Ólöf er safnstjóri Listasafns Reykjavíkur og var áður forstöðumaður Hafnarborgar. Hún stýrði um árabil fræðsludeild Listasafns Reykjavíkur þar sem hún hafði m.a. umsjón með málþingum og fyrirlestrum. Ólöf hefur stýrt fjölda sýninga, ritað greinar og haft umsjón með útgáfum um íslenska myndlist.

 

Yfirskrift fyrirlestrarraðarinnar sem Listfræðafélagið stendur fyrir í samvinnu við Safnahúsið nú í haust er Miðill – Efni – Merking. Velt verður upp þverfaglegum spurningum um listhugtakið, miðlun myndlistar, og hvaða merkingu hún hefur á tímum þegar málverk getur verð meira en litur á tvívíðum fleti og hópar sem hafa verið á jöðrum listasögunnar sækja að miðjunni.

Það eru engir vídeólistamenn á Íslandi — Listasafni Reykjavíkur 27. apríl kl. 20

Það eru engir vídeólistamenn á Íslandi — Listasafni Reykjavíkur 27. apríl kl. 20

Margrét Elísabet Ólafsdóttir
 flytur fyrirlestur titlaðan „Það eru engir vídeólistamenn á Íslandi
“ fimmtudag, 27. apríl kl. 20 í Listasafn Reykjavíkur — Hafnarhúsi. 



Titill fyrirlestrarins vísar í svör íslenskra listamanna sem tóku þátt í norrænni rannsókn árið 2002. Þar kom í ljós að þeir myndlistarmenn sem höfðu gert myndbandsverk vildu alls ekki láta kalla sig „vídeólistamenn“. Þeir frábáðu sér allar niðurnjörvanir og fullyrtu að jafnvel þótt verk væru tekin upp með vídeótækni þýddi það ekki að verkin væru vídeóverk.

Fyrirlestrinum er ætlað að varpa ljósi á rætur þessarar þversagnar með því að skoða eldri skilgreiningar á vídeólist og fjalla um breytta afstöðu myndlistarmanna almennt til miðilsins á tíunda áratugnum.

Margrét Elísabet Ólafsdóttir er lektor í listgreinakennslu við Háskólann á Akureyri auk þess sem hún starfar sem sýningarstjóri og gagnrýnandi. Hún lauk doktorsprófi í list- og fagurfræði árið 2013, en sama ár setti hún upp  sýningu á Íslenskri vídeólist frá 1975 til 1990 í Listasafni Reykjavíkur. Margrét hefur lengi unnið að málefnum raf- og stafrænna lista á Íslandi, m.a. með Lornu, félagi áhugamanna um rafræna list og tekið þátt í alþjóðlegum verkefnum á sama sviði. Hún er nú þátttakandi í MakEY, alþjóðlegu rannsóknarverkefni sem miðar að því að skoða hvernig bæta megi stafrænt læsti og sköpunarkraft ungra barna út frá þátttöku þeirra í svokölluðum Makerspaces. Auk þess vinnu hún að undirbúningi sýningar í samvinnu við Listasafn Árnesinga og ritunar bókar um Steinu Vasulka.