Kæru félagar í Listfræðafélaginu,
Í kvöld kl 20 er áhugaverður viðburður um útisýningarnar á Skólavörðuholti í Hafnarhúsinu. Þær vöktu gríðarmikið umtal á sínum tíma og enn er vitnað til þeirra í dag. Fimmtíu ár eru frá fyrstu sýningunni en alls urðu þær fimm talsins og voru haldnar að frumkvæði Myndlistaskólans í Reykjavík. Skólinn fagnar nú sjötíu ára afmæli og af því tilefni er komin út bókin *Útisýningar á Skólavörðuholti 1967-1972*.
Inga S. Ragnarsdóttir, ritstjóri bókarinnar, fjallar um sýningarnar í máli og myndum. Listamenn sem þekkja sögu þeirra, aðdraganda og áhrif, taka þátt í umræðum. Frábær kvöldstund til þess að kynnast þessum mikilvæga hlekk í listasögunni.
listasafnreykjavikur.is/vi%C3%B0burdir/fyrirlestur-og-umraedur-utisyningar-skolavorduholti-1967-1972