Þriðji félagsfundur félagsins í vetur verður þann 7. nóvember kl. 17 á efri hæðinni á Kaffi Sólon í Bankastræti.

Umræðuefni undarins verður þrettánda Documenta sýningin sem var haldin í Kassel í Þýskalandi í sumar. Halldór Björn Runólfsson safnstjóri Listasafns Íslands verður með framsögu og kynnir sýn sína af sýningunni. Í kjölfar innleggs Halldórs Bjarnar er þess að vænta að fjörugar umræður skapist um upplifun manna af sýningunni og forsendur hennar.

Nú er búið að halda tvo félagsfundi í vetur og hafa í hvort skiptið mætt á milli 10 til 20 manns. Þetta heur reynst áhugaverður vettvangur samskipta og verður það vonandi áfram.

Stefnt er að því að halda áfram með félagsfundina í vetur. Þeir verða fyrsta miðvikudag í hverjum mánuði ef því verður komið við.

Næsti viðburður á dagskrá félagsins verður opið málþing á vegum félagsins um miðlun og móttöku umræðu um samtímalist á Íslandi. Málþingið verður haldið laugardaginn 24. nóvembrer frá 13 til 15. Það kemur til með að fara fram í fjölnotasal Hafnarhússins í samstarfi við Listasafn Reykjavíkur. Þar koma Harpa Þórsdóttir, Hlynur Helgason, og Markús Þór Andrésson til með að flytja krítísk erindi um álit sína á þessum málum hér á landi. Við komum til með að kynna málþingið betur á félagsfundinum og ræða forsendur þess.