Nú á miðvikudag, þann 3. desember 2014 kl. 17 fer fram félagsfundur Listfræðafélagsins á efri hæðinni á Kaffi Sólon, á horni Bankastrætis og Ingólfsstrætis.

Á fundinum mun Ólafur Gíslason listfræðingur spjalla um það umhverfi sem séra Tómas Sæmundsson, prófastur og Fjölnismaður, er sprottinn úr og hvernig hann skynjaði umhverfið á heimsreisu sinni í ljósi þess.

Spjall Ólafs byggir að nokkru á efni greinar hans í hausthefti Skírnis frá 2012, tilraun hans til að varpa ljósi á hvernig hugmyndaheimur rómantísku stefnunnar rataði til Íslands eftir undarlegum og kannski óvæntum leiðum