Málstofan Listfræði og íslensk tunga á Hugvísindaþingi Háskóla Íslands laugardaginn 12. mars 2022. Málstofan verður haldin í stofu 201 í Árnagarði og stendur yfir kl. 10.00-12.00. Allir hjartanlega velkomnir.

 

Íslensk tunga er undirstaða uppbyggingar faglegs umhverfis fyrir listfræði hérlendis. Færni í notkun tungumálsins er grundvöllur umfjöllunar um íslenska list og sögu hennar. Hnattvæðing listheimsins og fræðasamfélagsins skapar hins vegar þrýsting á listfræðinga að skrifa á erlendum málum fremur en á íslensku, sem og að taka upp alþjóðleg fræðiheiti og að laga íslenska listasögu að almennum skilningi þeirra. Á málstofunni veltum við fyrir okkur stöðu íslenskrar tungu í samhengi fagmáls listfræðinnar á alþjóðlegum grundvelli og framtíðaruppbyggingu faglegs umhverfis fyrir listfræði hérlendis.
Erindi flytja Dagný Heiðdal skráningarstjóri á Listasafni Íslands, Æsa Sigurjónsdóttir dósent í listfræði, Hlynur Helgason dósent í listfræði og Heiða Björk Árnadóttir aðjúnkt i listfræði.

Nánari upplýsingar um málstofuna og erindi má finna á vefsíðu Hugvísindaþings: http://hugvisindathing.hi.is/…/listfraedi-og-islensk…/