Hin árlega spurningakeppni eða pöbb-kviss Listfræðafélagsins verður haldin á efri hæðinni á Kaffi Sólon í Bankastræti miðvikudaginn 26. apríl kl. 20.00.
Sigurvegarar síðasta árs, Aðalheiður Valgeirsdóttir og Dagný Heiðdal, sjá um spurningarnar sem spanna óravíddir listasögunnar og má því búast við spennandi og fjölbreyttri keppni.

Við hvetjum alla sem hafa áhuga á myndlist til að taka sér hlé frá vorverkunum, setjast niður í góðum félagsskap, fá sér drykk á sérstöku tilboði frá Sólon og rifja upp fáfengilegar upplýsingar listasögunnar. Ekki skemmir að vegleg verðlaun eru í boði fyrir sigurvegara kvöldsins.

Það eru allir velkomnir og við sjáum vonandi sem flesta á miðvikudagskvöld!

Stjórnin