Ágæti viðtakandi, Komið er að síðustu sýningardögum myndlistarsýningarinnar Brjóstdropar í Nesstofu, Seltjarnarnesi, en henni lýkur þann 31. ágúst næstkomandi. Þar sýna þær Anna Jóa, Bryndís Jónsdóttir, Hildur Margrétardóttir, Hlíf Ásgrímsdóttir, Guðbjörg Lind Jónsdóttir, Kristín Geirsdóttir, Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá og Ólöf Oddgeirsdóttir. Sýningunni Brjóstdropar er ætlað að hverfast um hið sérstæða hús Nesstofu, sögu þess og náttúrulegt umhverfi. Yfirskrift sýningarinnar vísar í heilnæmt sjávarloftið og andrúm lækningameðala og aðhlynningar sem umlykur húsið. Þá er skírskotað til þeirrar andlegu næringar og hollustu sem sækja má til listarinnar og sýningarhópurinn – hópur kvenna – vonast til að blása öðrum í brjóst með sýningunni. Brjóstdropar er tíunda samsýning hópsins. Rekstur sýningarinnar er samstarfsverkefni Þjóðminjasafns Íslands og Seltjarnarnesbæjar. Nesstofa er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 13-17 á sýningartímabilinu frá 3. júní til 31. ágúst 2016.