Minnum á fyrirlestur Halldórs Björns Runólfssonar í dag miðvikudaginn 3. maí kl. 12 í Safnahúsinu

Minnum á fyrirlestur Halldórs Björns Runólfssonar í dag miðvikudaginn 3. maí kl. 12 í Safnahúsinu

Hvað má læra af átökunum milli FÍM og SÚM haustið 1969? er heiti fyrirlestrar sem Halldór Björn Runólfsson sem  flytur í Safnahúsinu við Hverfisgötu miðvikudaginn 3. maí frá 12 til 13.  Fyrirlesturinn er sá fjórði og síðasti í fyrirlestraröð sem Listfræðafélagið stendur fyrir nú í vor í samvinnu við Safnahúsið. Yfirskrift fyrirsestraraðarinnar er Átakalínur í íslenskri myndlist. Markmiðið er að kynna rannsóknir félagsmanna á lykiltímabilum í íslenskri list á liðinni öld þar sem átök á milli ólíkra hugsjóna og stefna voru áberandi í umræðunni.

Minnum á fyrirlestur Halldórs Björns Runólfssonar í dag miðvikudaginn 3. maí kl. 12 í Safnahúsinu

ÁTAKALÍNUR – Halldór Björn Runólfsson — Hvað má læra af átökunum milli FÍM og SÚM haustið 1969?

Hvað má læra af átökunum milli FÍM og SÚM haustið 1969? er heiti fyrirlestrar sem Halldór Björn Runólfsson sem  flytur í Safnahúsinu við Hverfisgötu miðvikudaginn 3. maí frá 12 til 13.  Fyrirlesturinn er sá fjórði og síðasti í fyrirlestraröð sem Listfræðafélagið stendur fyrir nú í vor í samvinnu við Safnahúsið. Yfirskrift fyrirsestraraðarinnar er Átakalínur í íslenskri myndlist. Markmiðið er að kynna rannsóknir félagsmanna á lykiltímabilum í íslenskri list á liðinni öld þar sem átök á milli ólíkra hugsjóna og stefna voru áberandi í umræðunni.

Þrengri forsendur málsins má rekja til höfnunar stjórnar FÍM á risaverki Rósku (1940-1996) Afturhald, kúgun, morð, frá 1969, núna í eigu Listasafns Reykjavíkur, sem listakonan sendi á samsýningu félagsins um haustið sama ár. Þáverandi ritari Félags íslenskra myndlistarmanna, Kjartan Guðjónsson (1921-2010) listmálari varði höfnun samtakanna í grein sem birtist í Þjóðviljanum 26. September 1969:

„Það er víst ekki farið framhjá neinum, að hingað til staðarins er komin foksill stelpa frá Róm, og þau undur hafa skeð að Þjóðviljinn hefur séð ástæðu til að birta myndlistarfréttir í ramma á forsíðu…. Í sýningarsamtökum ungra listamanna, SÚM, eru nokkrir menn allvel og sumir ágætlega af guði gerðir, þótt þeir séu illa haldnir af meinlokum og enn verr af þekkingarskorti, að undanskildum spámanninum diter rot. Þetta stendur til bóta því að hæfileikar brjótast fram úr bæði meinlokum og fáfræði. Það eitt virðist nægja að lyfta kaffibolla á Mokka, lýsa því yfir að maður sé genginn í SÚM, og amlóðinn er óðar orðinn listamaður á heimsmælikvarða.“

Eftir því sem tími leyfir verður reynt að skoða ýmsar hliðar málsins:
1]    Rætur þessara ákveðnu átaka og sérstöðu
2]    Hliðstæður/sérstöðu þessara átaka og fyrri átaka í sögu íslenskrar 20. aldar listar
3]    Eðli nýsköpunar og takmörk í framvindu myndlistar og vitund um slíkt ferli
4]    Mismunur á afstöðu FÍM og SÚM til áhorfandans og hlutverks hans sem aðnjótanda og þátttakanda í sýningum
6]     Takmörk listræns skilnings

 

Það eru engir vídeólistamenn á Íslandi — Listasafni Reykjavíkur 27. apríl kl. 20

Það eru engir vídeólistamenn á Íslandi — Listasafni Reykjavíkur 27. apríl kl. 20

Margrét Elísabet Ólafsdóttir
 flytur fyrirlestur titlaðan „Það eru engir vídeólistamenn á Íslandi
“ fimmtudag, 27. apríl kl. 20 í Listasafn Reykjavíkur — Hafnarhúsi. 



Titill fyrirlestrarins vísar í svör íslenskra listamanna sem tóku þátt í norrænni rannsókn árið 2002. Þar kom í ljós að þeir myndlistarmenn sem höfðu gert myndbandsverk vildu alls ekki láta kalla sig „vídeólistamenn“. Þeir frábáðu sér allar niðurnjörvanir og fullyrtu að jafnvel þótt verk væru tekin upp með vídeótækni þýddi það ekki að verkin væru vídeóverk.

Fyrirlestrinum er ætlað að varpa ljósi á rætur þessarar þversagnar með því að skoða eldri skilgreiningar á vídeólist og fjalla um breytta afstöðu myndlistarmanna almennt til miðilsins á tíunda áratugnum.

Margrét Elísabet Ólafsdóttir er lektor í listgreinakennslu við Háskólann á Akureyri auk þess sem hún starfar sem sýningarstjóri og gagnrýnandi. Hún lauk doktorsprófi í list- og fagurfræði árið 2013, en sama ár setti hún upp  sýningu á Íslenskri vídeólist frá 1975 til 1990 í Listasafni Reykjavíkur. Margrét hefur lengi unnið að málefnum raf- og stafrænna lista á Íslandi, m.a. með Lornu, félagi áhugamanna um rafræna list og tekið þátt í alþjóðlegum verkefnum á sama sviði. Hún er nú þátttakandi í MakEY, alþjóðlegu rannsóknarverkefni sem miðar að því að skoða hvernig bæta megi stafrænt læsti og sköpunarkraft ungra barna út frá þátttöku þeirra í svokölluðum Makerspaces. Auk þess vinnu hún að undirbúningi sýningar í samvinnu við Listasafn Árnesinga og ritunar bókar um Steinu Vasulka.

ÁTAKALÍNUR – Eyrún Óskarsdóttir — En þetta var geggjað fólk

ÁTAKALÍNUR – Eyrún Óskarsdóttir — En þetta var geggjað fólk

„En þetta var geggjað fólk“ – SÚM hópurinn og samfélagið á sjöunda áratug síðustu aldar er heiti fyrirlestrar Eyrúnar Óskarsdóttur sem  fluttur verðurí Safnahúsinu við Hverfisgötu miðvikudaginn 5. apríl frá 12 til 13.  Fyrirlesturinn er sá þriðji í fyrirlestraröð sem Listfræðafélagið stendur fyrir nú í vor í samvinnu við Safnahúsið. Yfirskrift fyrirsestraraðarinnar er Átakalínur í íslenskri myndlist. Markmiðið er að kynna rannsóknir félagsmanna á lykiltímabilum í íslenskri list á liðinni öld þar sem átök á milli ólíkra hugsjóna og stefna voru áberandi í umræðunni.

Árið 1965 hófst nýr kafli í islenskri myndlistarsögu þegar fjórir ungir menn opnuðu samsýningu í Ásmundarsal og Mokka. Þetta voru þeir Hreinn Friðfinnsson, Sigurjón Jóhannsson, Jón Gunnar Árnason og Haukur Dór Sturluson. Sýninguna nefndu þeir SÚM. Haldnar voru samsýningar í nafni SÚM á komandi árum hérlendis auk þess sem félagar í hópnum tóku þátt í sýningum erlendis. Félagsskapurinn var frekar óformlegur og meginmarkmiðið að standa að sýningum félagsmanna og fá erlenda listamenn til að sýna hér á landi og greiða götu íslenskra listamanna á erlendum vettvangi. Fleiri listamenn bættust í hópinn og aðrir gengu úr honum, sumir oftar en einu sinni.
SÚMmarar fóru ekki troðnar slóðir í listsköpun sinni og uppskáru frekar neikvæðar móttökur almennings og gagnrýnenda og listamanna innan Félags íslenskra myndlistarmanna (FÍM). Árin sem SÚM var og hét voru því heldur stormasöm og þegar nokkrir úr hópnum fluttust erlendis upp úr 1972-3  dró máttinn úr starfseminni og félagið lagði að endingu upp laupana um tíu árum eftir að það var stofnað.

Fyrirlesturinn fjallar um sambúð SÚM við hið afturhaldssama íslenska samfélag sjöunda og áttunda áratugarins og meðal annars skyggnst í gamlar fundargerðir þeirra frá starfsárunum.

ÁTAKALÍNUR – Aðalsteinn Ingólfsson — Annálaritari á átakatímum

ÁTAKALÍNUR – Aðalsteinn Ingólfsson — Annálaritari á átakatímum

ANNÁLARITARI Á ÁTAKATÍMUM — um Kristján Sigurðsson póstfulltrúa og myndlistarsögu hans, 1941–1957 er heiti fyrirlestrar Aðalsteins Ingólfssonar sem  fluttur verðurí Safnahúsinu við Hverfisgötu miðvikudaginn 1. mars frá 12 til 13.  Fyrirlesturinn er annar í röðinni í fyrirlestraröð sem Listfræðafélagið stendur fyrir nú í vor í samvinnu við Safnahúsið. Yfirskrift fyrirsestraraðarinnar er Átakalínur í íslenskri myndlist. Markmiðið er að kynna rannsóknir félagsmanna á lykiltímabilum í íslenskri list á liðinni öld þar sem átök á milli ólíkra hugsjóna og stefna voru áberandi í umræðunni.

Kristján Sigurðsson (1892–1984) var Borgfirðingur sem fluttist til Reykjavíkur á þriðja áratug 20stu aldar. Mestan hluta ævi sinnar vann hann hjá Pósti og síma, en meðfram starfi sínu tók hann virkan þátt í listalífinu í Reykjavík langt fram á sjötta áratug síðustu aldar. Hann lék á fiðlu og var einn af „postulunum tólf“ sem studdu Tónlistarfélagið með ráð og dáð. Hann tók einnig þátt í að stofna Myndlistarskólann í Reykjavík og stundaði sjálfur nám í myndlist í skólanum. Þá var Kristján um hríð formaður samtaka myndlistarnema.

Færri vissu að Kristján hélt dagbækur um myndlistarlífið í Reykjavík í hartnær tvo áratugi, sá nær allar sýningar íslenskra og erlendra sýninga á því tímabili og skráði skoðanir sínar á sýningunum, viðbrögð gagnrýnenda og annarra við þessum sömu sýningum, og eigin athugasemdir við þau viðbrögð. Kristján er því vakandi fyrir allri umræðu um myndlist í þjóðfélaginu, þ.á.m. skoðanaskiptum myndlistarmannanna sjálfra, og óhræddur við að tjá sig um það sem hann sér og heyrir á kjarnmiklu og lifandi máli. Hann er því glöggt vitni að því sem skrifað er og sagt um myndlist, svo og innbyrðis samskiptum myndlistarmanna, á einu helsta umbreytingarskeiði íslenskrar myndlistar. Frásögn Kristjáns er án efa  afar merkilegt innlegg í fræðilega umræðu um þetta skeið.

Upp úr dagbókum sínum vann Kristján handrit sem hann nefndi Þættir úr íslenzkri myndlistarsögu 1941–1957, og afhenti vini sínum Ragnari Kjartanssyni myndhöggvara til geymslu árið 1968. Aðalsteinn Ingólfsson kynnir þetta handrit og viðrar hugmyndir um útgáfu þess í heild sinni.