Félagsfundur — Hlynur Helgason kynnir doktorsritgerð sína

Til stóð að Kristín Dagmar væri með upphafsinnlegg um Sjónmenningaverðlaun og mögulega aðkomu félagsins að slíkum viðburðum. Því miður þurfum við að fresta þeirri umræðu vegna forfalla Kristínar.

Í staðinn ætlum við að fylgja ágætri tillögu Margrétar Elísabetar um að undirritaður, Hlynur Helgason, flytji erindi sem stjórnin hafði ætlað að setja á dagskrá síðar.

Erindi hans kemur til með að fjalla um rannsóknir hans á vettvangi heimspeki listmiðlunar út frá doktorsritgerð sem hann varði sumarið 2011 og er að ganga frá til útgáfu eins og stendur. Ritgerðin, sem í útgáfu ber titilinn, “The Beyond Within: “Post-Cinematic” Possibilities of Play and Action”,er í verufræðileg greining á möguleikum listar til áhrifa með vísan í valin dæmi úr myndlist og kvikmyndun.

Það er von okkar að í kjölfar innleggs Hlyns skapist ágætar umræður um málefni samtímalistar og aðferðafræði við að greina áhrif hennar og virkni.