STEFNUMÓT — Ný fyrirlestraröð Listfræðafélags Íslands í Safnahúsinu við Hverfisgötu

STEFNUMÓT — Ný fyrirlestraröð Listfræðafélags Íslands í Safnahúsinu við Hverfisgötu

Síðastliðið vor stóð Listfræðafélag Íslands fyrir  hádegisfyrirlestrum í lestrarsal Safnahússins við Hverfisgötu.  Þeir mæltust vel fyrir og voru vel sóttir. Sökum þessa almenna áhuga á málefnum sem tengjast sögu og forsendum myndlistar á Íslandi hefur því verið ákveðið að halda þessu starfi áfram haustið 2016. Þema þessarar nýju raðar er STEFNUMÓT og er hér áhersla lögð á sýningar sem félagar Listfræðafélagins hafa staðið fyrir á undanförnum árum og eiga það sameiginlegt að stefna saman listamönnum af ólíkum kynslóðum. Niðurstaða þessara sýninga hefur gjarnan verið að sýna bæði sögulega þekkta listamenn og samtímalistamenn í óvæntu ljósi. Fyrsti fyrirlesturinn verður í hádeginu miðvikudaginn 7. september. Fyrirlesarar eru félagsmenn Listfræðafélags Íslands og eru allir velkomnir.

Listfræðafélag Íslands, sem stendur á bak við fyrirlestrana, var formlega stofnað í maí árið 2009 af hópi listfræðinga, sýningarstjóra og annarra fagaðila á sviði listfræða á Íslandi. Félagsmenn eru um 60. Félagið leysti af hólmi eldra félag, Félag listfræðinga, sem var stofnað árið 1984 en hætti starfsemi upp úr aldamótum. Frá upphafi hefur markmið Listfræðafélags Íslands verið að efla samvinnu þeirra sem starfa á sviði listfræða, að stuðla að listfræðirannsóknum og miðlun þeirra til almennings og að efla kennslu á sviði listfræði. Félagið skipar fulltrúa í opinberar nefndir og ráð eins og Myndlistarráð og á einnig fulltrúa í stjórn Sambands norrænna listfræðinga. Frá upphafi hefur félagið staðið fyrir reglulegum fundum félagsmanna en það hefur einnig skipulagt opinber málþing, í samstarfi við listastofnanir á höfuðborgarsvæðinu, þar sem rannsóknir á sviði listfræða hafa verið kynntar almenningi. Vorið 2015 stóð félagið að viðamikilli ráðstefnu listfræðinga á Norðurlöndum, NORDIK 2015, sem þá var haldin í fyrsta sinn í Reykjavík.

Dagskrá

7. september kl. 12–13Aðalheiður Valgeirsdóttir og Aldís Arnardóttir listfræðingar: Spegill tímans, fyrirlestur út frá sýningunni Tímalög í Listasafni Árnesinga í Hveragerði þar semverkum Karls Kvarans og Erlu Þórarinsdóttur er teflt saman.

5. október kl. 12–13 Dorothee Maria Kirch sýningarstjóri ræðir , sýninguna Uppbrot í Ásmundarsafni þar sem Elín Hansdóttir sýnir í samspili við verk Ásmundar Sveinssonar.

 

 

LISTVINIR — Benedikt Hjartarson — Fyrsta almenna listasýningin 1919

LISTVINIR — Benedikt Hjartarson — Fyrsta almenna listasýningin 1919

Fyrsta almenna listasýningin 1919: Um Listvinafélagið og mótun íslenskrar fagurmenningar

Í ár eru liðin 100 ár frá því að Listvinafélag Íslands var stofnað í Reykjavík. Af því tilefni efnir Listfræðafélag Íslands til hádegisfyrirlestra um Listvinafélagið og efni tengd því í lestrarsal Safnahússins við Hverfisgötu, vorið 2016.
Fyrirlesarar eru félagsmenn Listfræðafélags Íslands og eru allir velkomnir.

Fjórði og síðasti fyrirlesturinn í röðinni verður haldinn miðvikudaginn 4. maí, kl. 12–13 í Safnahúsinu við Hverfisgötu.
Þar flytur Benedikt Hjartarson, prófessor í almennribókmenntafræði við Háskóla Íslands, erindi sem ber titilinn Fyrsta almenna listasýningin 1919: Um Listvinafélagið og mótun íslenskrar fagurmenningar.

Í erindinu verður fjallað um fyrstu árin í starfsemi Listvinafélagsins og leitast við að setja þau í hugmynda- og menningarsögulegt samhengi. Í forgrunni verður fyrsta almenna íslenska listasýningin árið 1919 og þær hræringar sem greina má í íslensku menningarlífi á þeim tíma. Á árunum 1919 og 1920 rata nýjar og framsæknar listhreyfingar í Evrópu, á borð við fútúrisma, dadaisma og kúbisma, af krafti inn í íslenska menningarumræðu og gegna mikilvægu hlutverki við mótun hugmyndarinnar um íslenska nútímalist. Viðbrögðin við nýstárlegri og tilraunakenndri fagurfræði umræddra hreyfinga voru blendin hér á landi, þó má greina ákveðna sátt í afstöðunni til hreyfinganna. Erindinu er ætlað að bregða upp mynd af þessari sátt og hlutverki hennar í því verkefni að siðvæða þjóðina með fagvæðingu listavettvangsins og mótun íslenskrar fagurmenningar. Í þessu tilliti verður einkum horft til skrifa Guðmundar Finnbogasonar, Sigurðar Nordals, Jóns Björnssonar og Alexanders Jóhannessonar frá árunum 1918-1920.

LISTVINIR — Jón Proppé um orðræðuna um myndlist fyrir hundrað árum

LISTVINIR — Jón Proppé um orðræðuna um myndlist fyrir hundrað árum

Í ár eru liðin 100 ár frá því að Listvinafélag Íslands var stofnað í Reykjavík. Af því tilefni efnir Listfræðafélag Íslands til hádegisfyrirlestra um Listvinafélagið og efni tengd því í lestrarsal Safnahússins við Hverfisgötu, vorið 2016.
Fyrirlesarar eru félagsmenn Listfræðafélags Íslands og eru allir velkomnir.

Þriðji fyrirlesturinn í röðinni verður haldinn miðvikudaginn 13. apríl, kl. 12–13 í Safnahúsinu við Hverfisgötu.
Þar flytur Jón Proppé, listheimspekingur, erindi sem ber titilinn „Heimskulegt klessuverk“ eða „reglulegt listaverk“: Orðræðan um myndlist fyrir hundrað árum.

Jón mun í fyrirlestrinum reyna að opna glugga inn í umræðuna um myndlist á fyrstu áratugum tuttugustu aldar, bæði fyrir og eftir að Listvinafélagið var stofnað árið 1919. Á þessum tíma urðu mikil umskipti á Íslandi, í stjórnmálum, efnahagslífi og menningarstarfsemi. Fram kom allstór hópur listamanna sem vakti gríðarlega athygli. Áhuginn var mikill og nýjustu verk listamannanna til umræða meðal almennings og í blöðum og tímaritum, sérstaklega auðvitað í Reykjavík sem stækkaði ört og fékk á sig yfirbragð alvöru borgarsamfélags. Þetta gerðist svo hratt að allt var eins og nýtt fyrir fólki – að undanskildum þeim örfáu sem höfðu haft efni og tök á því að ferðast til annara landa. Fólk fékk að hlýða á sinfóníska tónlist í fyrsta skipi, kynntist módernískum bókmenntum og fékk nýja sýn á umhverfi sitt gegnum verk málara og myndhöggvara. Stofnun Listvinafélagsins er skýrt dæmi um þennan mikla áhuga.
Öll umræðan um listir endurspeglar líka áhugann en til að skilja það sem var að gerast þurfum við að skoða þessa umræðu nánar. Þegar betur er að gáð sjáum við að hún er mjög lituð af alls konar pólitík, samfélagslegri pólitík og menningarpólitík. Þjóðin var margklofin í afstöðu til nær allra þeirra mála sem vörðuð framtíð landsins: Hvort hér ætti að byggja upp borgarsamfélag eða halda fólki í sveitinni, hvort verslun ætti að vera frjáls eða ríkisstýrð, hvort sækja ætti sjálfstæði og þá hvernig, hvort konur ættu að fá að kjósa, o.s.frv. Allt þetta má sjá speglast í umræðunni um listir, sérstaklega myndlist og bókmenntir. Fólk greindi ekki bara á um það hvaða listaverk væru falleg eða skemmtileg heldur um sjálfan tilgang og tilverurétt listgreinanna. Mörg af þessum ágreiningsefnum lifa enn í dag þótt mikið sé líka breytt og því er mikilvægt að reyna að skoða nánar hvernig umræðan varð til, einmitt þegar íslenskt nútímasamfélag var að byrja að mótast.

Jón Proppé,  listheimspekingur er sjálfstætt starfandi fræðimaður og sýningarstjóri.

_______________________

Safnahúsið tengist beint sögu Lisvinafélagsins, en bókasafn félagsins var um árabil í Safnahúsinu í umsjón Matthíasar Þórðarsonar, þjóðminjavarðar og ritara félagsins. Listvinafélagið lognaðis út af árið 1932 en á starfstíma sínum var það öflugur félagsskapur sem átti mikilvægan þátt í að auka þekkingi og áhuga á myndlist hér á landi og gera myndlist aðgengilega fyrir almenningi. Það er því vel við hæfi að minnast 100 ára afmælis félagsins með fyrirlestraröð þar sem fjallað er um íslenska myndlist, í húsi sem hýsir sýninguna Sjónarhorn, sem veitir innsýn í íslenskan myndheim fyrr og nú.

_______________________

Listfræðafélag Íslands, sem stendur á bak við fyrirlestrana, var formlega stofnað í maí árið 2009 af hópi listfræðinga, sýningarstjóra og annarra fagaðila á sviði listfræða á Íslandi. Félagsmenn eru um 60. Félagið leysti af hólmi eldra félag, Félag listfræðinga, sem var stofnað árið 1984 en hætti starfsemi upp úr aldamótum. Frá upphafi hefur markmið Listfræðafélags Íslands verið að efla samvinnu þeirra sem starfa á sviði listfræða, að stuðla að listfræðirannsóknum og miðlun þeirra til almennings og að efla kennslu á sviði listfræði. Félagið skipar fulltrúa í opinberar nefndir og ráð eins og Myndlistarráð og á einnig fulltrúa í stjórn Sambands norrænna listfræðinga. Frá upphafi hefur félagið staðið fyrir reglulegum fundum félagsmanna en það hefur einnig skipulagt opinber málþing, í samstarfi við listastofnanir á höfuðborgarsvæðinu, þar sem rannsóknir á sviði listfræða hafa verið kynntar almenningi. Vorið 2015 stóð félagið að viðamikilli ráðstefnu listfræðinga á Norðurlöndum, NORDIK 2015, sem þá var haldin í fyrsta sinn í Reykjavík.

LISTVINIR — Fyrirlestraröð Listfræðafélags Íslands í Safnahúsinu við Hverfisgötu

LISTVINIR — Fyrirlestraröð Listfræðafélags Íslands í Safnahúsinu við Hverfisgötu

Miðvikudaginn 3. febrúar 2016 eru liðin 100 ár frá því að Listvinafélag Íslands var stofnað í Reykjavík. Af því tilefni efnir Listfræðafélag Íslands til hádegisfyrirlestra um Listvinafélagið og efni tengd því í lestrarsal Safnahússins við Hverfisgötu, fyrsta miðvikudag í hverjum mánuði vorið 2016. Fyrirlesarar eru félagsmenn Listfræðafélags Íslands og eru allir velkomnir.

Safnahúsið tengist beint sögu Lisvinafélagsins, en bókasafn félagsins var um árabil í Safnahúsinu í umsjón Matthíasar Þórðarsonar, þjóðminjavarðar og ritara félagsins. Listvinafélagið lognaðis út af árið 1932 en á starfstíma sínum var það öflugur félagsskapur sem átti mikilvægan þátt í að auka þekkingi og áhuga á myndlist hér á landi og gera myndlist aðgengilega fyrir almenningi. Það er því vel við hæfi að minnast 100 ára afmælis félagsins með fyrirlestraröð þar sem fjallað er um íslenska myndlist, í húsi sem hýsir sýninguna Sjónarhorn, sem veitir innsýn í íslenskan myndheim fyrr og nú.

Listfræðafélag Íslands, sem stendur á bak við fyrirlestrana, var formlega stofnað í maí árið 2009 af hópi listfræðinga, sýningarstjóra og annarra fagaðila á sviði listfræða á Íslandi. Félagsmenn eru um 60. Félagið leysti af hólmi eldra félag, Félag listfræðinga, sem var stofnað árið 1984 en hætti starfsemi upp úr aldamótum. Frá upphafi hefur markmið Listfræðafélags Íslands verið að efla samvinnu þeirra sem starfa á sviði listfræða, að stuðla að listfræðirannsóknum og miðlun þeirra til almennings og að efla kennslu á sviði listfræði. Félagið skipar fulltrúa í opinberar nefndir og ráð eins og Myndlistarráð og á einnig fulltrúa í stjórn Sambands norrænna listfræðinga. Frá upphafi hefur félagið staðið fyrir reglulegum fundum félagsmanna en það hefur einnig skipulagt opinber málþing, í samstarfi við listastofnanir á höfuðborgarsvæðinu, þar sem rannsóknir á sviði listfræða hafa verið kynntar almenningi. Vorið 2015 stóð félagið að viðamikilli ráðstefnu listfræðinga á Norðurlöndum, NORDIK 2015, sem þá var haldin í fyrsta sinn í Reykjavík.

Dagskrá

3. febrúar kl. 12–13         Júlíana Gottskálksdóttir. listfræðingur, Um starf Lisvinafélags Íslands 1916-1932

9. mars kl. 12–13        Æsa Sigurjónsdóttir, listfræðingur, dósent í Listfræði við Háskóla Íslands: Sigríður Zoëga ljósmyndari í Reykjavík.

13. apríl kl. 12–13         Jón Proppé, listheimspekingur, “Heimskulegt klessuverk” eða “reglulegt listaverk”: Orðræðan um myndlist fyrir hundrað árum.

4. maí kl. 12–13      Benedikt Hjartarson, bókmenntafræðingur, prófessor í Menningarfræði við Háskóla Íslands

 

Félagsfundur — MA-nemendur í HÍ: Framhaldslíf Íslensku listasögunnar

Næstkomandi miðvikudag, þann 5. nóvember kl. 17, fer annar félagsfundur Listfræðafélagsins á þessu hausti fram á efri hæðinni á Sólon, á horni Bankastrætis og Ingólfsstrætis. Efni fundarins verður sem hér segir:

  1. Framhaldslíf Íslensku listasögunnar. Við viljum hefja umræðu innan félagsins um íslensku listasöguna, stöðu hennar og framtíð. Nemendur í MA-námi í listfræði við Háskóla Íslands hafa tekið að sér að koma með kveikju að umræðunni. Þau koma til með at ræða fyrstu tvö bindi Íslenskrar listasögu frá 2011 í stuttu máli. Þar er áherslan á það hvernig hún kemur þeim fyrir sjónir, með áherslu á kosti hennar og gallar fyrir íslenskt listfræðasamfélag í framtíðinn. Eftir „kveikju“ nemendanna verður almennt spjall á meðal fundargesta um þessi málefni. Ef vel tekst til verður síðar efnt til sérstakrar umræðu um síðari bindi sögunnar.
  2. Inntaka nýrra félaga. Nokkrir hafa sótt um aðild að félaginu undanfarið og nú þarf að bera aðild þeirra formlega upp fyrir félagsfund.