Félagsfundur/samsæti Listfræðafélagsins 18. janúar kl. 5 e.h.

Félagsfundur/samsæti Listfræðafélagsins 18. janúar kl. 5 e.h.

Fyrsti félagsfundur og samsæti Listfræðafélagsins á nýju ári verður næstkomandi miðvikudag, 18. janúar á Jakobsen Lofti í Austurstræti kl. 5 e.h. Þetta er tilvalið tækifæri fyrir félaga að hittast og ræða í góðum félagsskap þá möguleika og áskoranir sem blasa við faginu á nýju ári.

Á dagskrá verður inntaka nýs félaga og önnur mál. Að því loknu verður haldið samsæti þar sem stefnt er að léttu spjalli um þau málefni sem helst brenna á félagsmönnum.

Sumarsamsæti Listfræðafélagsins Nora Magasini 15. júní

Sumarsamsæti Listfræðafélagsins Nora Magasini 15. júní

Sumarsamsæti Listfræðafélagsins verður haldið fimmtudaginn 15. júní um  kl. 17 á  Nora  Magasín í Pósthússtræti 9. Þar koma félagar til með að hittast óformlega, fásér léttar veitingar og skeggræða málefni líðandi stundar á vettvangi listfræða. Vonandi sjá sem flestir sér fært að mæta í sumarblíðu.

Gleðistundin er á milli 16 og 19.