ÁTAKALÍNUR – Aðalsteinn Ingólfsson — Annálaritari á átakatímum

ÁTAKALÍNUR – Aðalsteinn Ingólfsson — Annálaritari á átakatímum

ANNÁLARITARI Á ÁTAKATÍMUM — um Kristján Sigurðsson póstfulltrúa og myndlistarsögu hans, 1941–1957 er heiti fyrirlestrar Aðalsteins Ingólfssonar sem  fluttur verðurí Safnahúsinu við Hverfisgötu miðvikudaginn 1. mars frá 12 til 13.  Fyrirlesturinn er annar í röðinni í fyrirlestraröð sem Listfræðafélagið stendur fyrir nú í vor í samvinnu við Safnahúsið. Yfirskrift fyrirsestraraðarinnar er Átakalínur í íslenskri myndlist. Markmiðið er að kynna rannsóknir félagsmanna á lykiltímabilum í íslenskri list á liðinni öld þar sem átök á milli ólíkra hugsjóna og stefna voru áberandi í umræðunni.

Kristján Sigurðsson (1892–1984) var Borgfirðingur sem fluttist til Reykjavíkur á þriðja áratug 20stu aldar. Mestan hluta ævi sinnar vann hann hjá Pósti og síma, en meðfram starfi sínu tók hann virkan þátt í listalífinu í Reykjavík langt fram á sjötta áratug síðustu aldar. Hann lék á fiðlu og var einn af „postulunum tólf“ sem studdu Tónlistarfélagið með ráð og dáð. Hann tók einnig þátt í að stofna Myndlistarskólann í Reykjavík og stundaði sjálfur nám í myndlist í skólanum. Þá var Kristján um hríð formaður samtaka myndlistarnema.

Færri vissu að Kristján hélt dagbækur um myndlistarlífið í Reykjavík í hartnær tvo áratugi, sá nær allar sýningar íslenskra og erlendra sýninga á því tímabili og skráði skoðanir sínar á sýningunum, viðbrögð gagnrýnenda og annarra við þessum sömu sýningum, og eigin athugasemdir við þau viðbrögð. Kristján er því vakandi fyrir allri umræðu um myndlist í þjóðfélaginu, þ.á.m. skoðanaskiptum myndlistarmannanna sjálfra, og óhræddur við að tjá sig um það sem hann sér og heyrir á kjarnmiklu og lifandi máli. Hann er því glöggt vitni að því sem skrifað er og sagt um myndlist, svo og innbyrðis samskiptum myndlistarmanna, á einu helsta umbreytingarskeiði íslenskrar myndlistar. Frásögn Kristjáns er án efa  afar merkilegt innlegg í fræðilega umræðu um þetta skeið.

Upp úr dagbókum sínum vann Kristján handrit sem hann nefndi Þættir úr íslenzkri myndlistarsögu 1941–1957, og afhenti vini sínum Ragnari Kjartanssyni myndhöggvara til geymslu árið 1968. Aðalsteinn Ingólfsson kynnir þetta handrit og viðrar hugmyndir um útgáfu þess í heild sinni.

ÁTAKALÍNUR – Jón Proppé — Blátt strik: Átökin um abstraktið

ÁTAKALÍNUR – Jón Proppé — Blátt strik: Átökin um abstraktið

Við viljum minna á fyrirlestur Jóns Proppé, Blátt strik: Átökin um abstraktið,  sem verður fluttur í Safnahúsinu við Hverfisgötu  í dag, miðvikudaginn 1. febrúar, frá 12 til 13.  Fyrirlesturinn er sá fyrsti í nýrri í fyrirlestraröð Listfræðafélagins í samvinnu við Safnahúsið vorið 2017. Yfirskrift raðarinnar er Átakalínur í íslenskri myndlist. Markmiðið er að kynna rannsóknir félagsmanna á lykiltímabilum í íslenskri list á liðinni öld þar sem átök á milli ólíkra hugsjóna og stefna voru áberandi í umræðunni.

Fimmti áratugurinn var vettvangur mikilla átaka á myndlistarsviðinu á Íslandi. Þar laust saman ólíkum hugmyndum um listir, menningu og samfélag, og það er langt í frá einfalt að greina þessa þræði í sundur til að átta sig á því hvað gerðist á þessum lykiltíma í íslenskri listasögu. Jón Proppé mun reyna að losa nokkra enda úr flækjunni og byggir á vinnu sinni við skrif í Listasögu Íslands og rannsóknum á skrifum um myndlist á Íslandi sem hann hefur stundað undanfarin ár og áður fjallað um í fyrirlestrum og á prenti.

ÁTAKALÍNUR – Jón Proppé — Blátt strik: Átökin um abstraktið

ÁTAKALÍNUR – Jón Proppé — Blátt strik: Átökin um abstraktið

Blátt strik: Átökin um abstraktið, fyrirlestur Jóns Proppé, verður fluttur í Safnahúsinu við Hverfisgötu miðvikudaginn 1. febrúar frá 12 til 13.  Fyrirlesturinn er sá fyrsti í nýrri í fyrirlestraröð Listfræðafélagins í samvinnu við Safnahúsið vorið 2017. Yfirskrift raðarinnar er Átakalínur í íslenskri myndlist. Markmiðið er að kynna rannsóknir félagsmanna á lykiltímabilum í íslenskri list á liðinni öld þar sem átök á milli ólíkra hugsjóna og stefna voru áberandi í umræðunni.

Fimmti áratugurinn var vettvangur mikilla átaka á myndlistarsviðinu á Íslandi. Þar laust saman ólíkum hugmyndum um listir, menningu og samfélag, og það er langt í frá einfalt að greina þessa þræði í sundur til að átta sig á því hvað gerðist á þessum lykiltíma í íslenskri listasögu. Jón Proppé mun reyna að losa nokkra enda úr flækjunni og byggir á vinnu sinni við skrif í Listasögu Íslands og rannsóknum á skrifum um myndlist á Íslandi sem hann hefur stundað undanfarin ár og áður fjallað um í fyrirlestrum og á prenti.

STEFNUMÓT — Eiríkur Þorláksson — „-30 / +60“ – 7. desember

STEFNUMÓT — Eiríkur Þorláksson — „-30 / +60“ – 7. desember

„-30 / +60“, fyrirlestur Eiríks Þorlákssonar, verður fluttur í Safnahúsinu við Hverfisgötu miðvikudaginn 7. desember frá 12 til 13.  Fyrirlesturinn er fjórði fyrirlesturinn og sá síðasti í fyrirlestraröð Listfræðafélagins í samvinnu við Safnahúsið nú í haust. Röðin ber yfirheitið STEFNUMÓT og í henni er áhersla lögð á sýningar sem félagar Listfræðafélagins hafa staðið fyrir á undanförnum árum og eiga það sameiginlegt að stefna saman listamönnum af ólíkum kynslóðum.

Haustið 1998 fyllti sýningin „-30 / 60+“ alla sali og ganga Kjarvalsstaða, en í henni voru valin saman í einn stað verk listafólks af tveimur ólíkum kynslóðum; annars vegar bar fyrir augu gesta verk ungrar kynslóðar listafólks – undir þrítugu – sem var að koma fram á myndlistarvettvangi af fullum krafti, og hins vegar verk vel þekktra listamanna – yfir sextugt – sem höfðu öðlast viðurkenndan sess í myndlistarlífinu eftir öflugt og markvisst starf um áratuga skeið og voru enn í fullu fjöri.

Með því að leiða saman þetta listafólk – sitt hvoru megin við hefðbundna valdakynslóð hvers tíma – var varpað fram spurningum mögulegar andstæður, tengsl, rof eða hvort þráður listsköpunarinnar reyndist heill og óskiptur milli þessara kynslóða.
Orðspor sýningarinnar „-30 / 60+“ hefur lifað í minningunni, og í fyrirlestrinum mun Eiríkur Þorláksson, annar sýningarstjóranna, rifja hana upp og lýsa henni nánar, sem og þeim viðbrögðum sem hún vakti.

 

 

 

ÁTAKALÍNUR – Jón Proppé — Blátt strik: Átökin um abstraktið

STEFNUMÓT — Jón Proppé — Tíminn í landslaginu

Tíminn í landslaginu, fyrirlestur Jóns Proppé, verður fluttur í Safnahúsinu við Hverfisgötu miðvikudaginn 2. nóvember frá 12 til 13.  Í fyrirlestrinum ræðir Jón tilurð og forsendur sýningar sinnar  í Listasafni Árnesinga árið 2013 þar sem verk Arngunnar Ýrar Gylfadóttur voru sett í samhengi verka Ásgríms Jónssonar. Fyrirlesturinn er þriðji fyrirlesturinn í fyrirlestraröð Listfræðafélagins í samvinnu við Safnahúsið nú í haust. Röðin ber yfirheitið STEFNUMÓT og í henni er áhersla lögð á sýningar sem félagar Listfræðafélagins hafa staðið fyrir á undanförnum árum og eiga það sameiginlegt að stefna saman listamönnum af ólíkum kynslóðum.
_dsc5733Ásgrímur Jónsson (1876–1958) var frumkvöðull í íslenskri landslagslist við upphaf tuttugustu aldar, meistari ljóss og lita sem ferðaðist um sveitir landsins með málarastriga og trönur. Landslagshefðin hvarf að miklu leyti á áttunda áratugnum þegar nýlistin var að ryðja sér til rúms en smátt og smátt hafa sumir yngri listamenn fetað sig aftur á þær slóðir. Einn af þeim er Arngunnur Ýr (1962) sem hefur leitað á marga þá staði sem Ásgrímur málaði áður, en sameinar þá líka stundum við ímyndað landslag eða fjallalandslag frá Kaliforníu þar sem hún býr þegar hún er ekki að ganga á fjöll á Íslandi eða mála á vinnustofu sinni í hrauninu fyrir ofan Hafnarfjörð.

Í fyrirlestri sínum fyrir Listfræðafélagið mun Jón segja frá sýningunni, velta fyrir sér eðli og þróun landslagsmálverksins og fjalla um aðferðarfræði sýninga þar sem verk listamanna af ólíkum kynslóðum eru sýnd saman.


Jón Proppé,  listheimspekingur er sjálfstætt starfandi fræðimaður og sýningarstjóri.