Ágætu félagar,
Út er kominn sýningarbæklingur vegna sýningarinnar Kvennatími – Hér og nú þrjátíu árum síðar (undir sýningarstjórn undirritaðrar) sem haldin var á Kjarvalsstöðum 12. sept.-29. nóv. 2015. Við Harpa Björnsdóttir önnuðumst útgáfuna og fengum til hennar styrki frá Forsætisnefnd Reykjavíkurborgar og frá Framkvæmdanefnd um 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna.
Óformlegt útgáfuhóf verður haldið á Marina Hotel í Slippnum á þriðjudaginn 13. desember kl 16, og verður boðið upp á léttar veitingar. Ég verð að vísu fjarri góðu gamni þar sem ég er stödd erlendis í vetur en Harpa tekur á móti gestum og afhendir eintök af bókinni. Allir velkomnir!
Bestu kveðjur,
Anna Jóa