Stjórn Listfræðafélags Íslands boðar til aðalfundar þriðjudagin 10. maí 2016 kl. 17.00 í húsnæði SÍM, Hafnarstræti 16, 101 Reykjavík.

Dagskrá aðalfundar er svohljóðandi (í samræmi við lög félagsins):
1.        Ársskýrsla stjórnar kynnt og lögð fram til samþykktar.
2.        Endurskoðaðir ársreikningar félagsins kynntir og lagðir fram til samþykktar.
3.        Lagabreytingar.
4.        Kjör stjórnar. Kjör tveggja endurskoðenda reikninga.
5.        Ákvörðun árgjalds fyrir næsta starfsár.
6.        Önnur mál.

Um lið 3.
Stjórn leggur til lítilsháttar breytingu á lögum félagsins um boðun aðalfundar. Í núverandi lögum er tilgreint að stjórn skuli boða til aðalfundar bréflega með minnst hálfs mánaðar fyrirvara. Til að koma í veg fyrir allan vafa um boðun aðalfundar viljum við bæta inn í lið 3 að boða megi til fundar með tölvupósti. Þó ekki sé um stórmál að ræða leggjum við til breytingu á þessu atriði þannig að það lýsi betur framkvæmd laganna á undanförnum árum. Formleg tillaga fylgir í viðhengi.

Um lið 4.
Stjórn félagsins er skipuð formanni, gjaldkera, ritara og tveimur varamönnum. Þeir sem eru nú í stjórn félagsins vilja draga sig í hlé og gefa nýju fólki tækifæri til að móta starfsemi félagsins. Núverandi varamenn bjóða sig fram til áframhaldandi stjórnarsetu. Viljum við því hvetja þá félaga sem vilja starfa undir merkjum félagsins og láta gott af sér leiða að bjóða sig fram til stjórnarsetu. Gott væri að vita um slík framboð fyrir fundinn og hvetjum við áhugasama til að hafa samband við formann Dagnýju Heiðdal (dagny@listasafn.is).

Þeir sem vilja vinna að einhverjum sérstökum málefnum innan félagsins eru einnig hvattir til að hafa samband við stjórnina fyrir fundinn.

Að loknum aðalfundi verður boðið er upp á léttar veitingar og einnig munu þau Birta Guðjónsdóttir og Markús Þór Andrésson halda erindi um kjaramál sem tengjast félagsmönnum.

Við hvetjum alla félaga til að taka virkan þátt í mótun starfs félagsins og mæta á aðalfund.

Dagný Heiðdal, formaður

Markús Þór Andrésson, ritari

Birta Guðjónsdóttir, gjaldkeri

Hlynur Helgason, varamaður

Magnús Gestsson, varamaður