Félagsfundur/samsæti Listfræðafélagsins 22. mars kl. 5 e.h.

Félagsfundur/samsæti Listfræðafélagsins 22. mars kl. 5 e.h.

Við minnum á mánaðarlegan viðburð, samsæti Listfræðafélagsins, sem verður næstkomandi miðvikudag, 22. mars, á Jakobsen Lofti í Austurstræti kl. 5 e.h. Gleðistund stendur yfir frá 5 til 7 þannig að fólk getur setið og rætt saman yfir léttum veitingum. Nú þegar líður að vorverkum er tilvalið að hittast og ræða knýjandi málefni líðandi stundar.

Til að skrifa gagnrýni þarf visst hugrekki — málþing um myndlistargagnrýni

Til að skrifa gagnrýni þarf visst hugrekki — málþing um myndlistargagnrýni

Listasafn Íslands og Listfræðafélag Íslands efna til málþings um myndlistargagnrýni föstudaginn 17. mars.

Listasafn Íslands og Listfræðafélag Íslands efna til málþings um myndlistargagnrýni í tilefni af yfirlitssýningu í Listasafni Íslands á verkum Valtýs Péturssonar (1919–1988), listmálara og myndlistargagnrýnanda. Valtýr var myndlistargagnrýnandi Morgunblaðsins frá 1952 til dauðadags árið 1988 og skrifaði á þeim tíma gagnrýni um 840 sýningar auk 60 greina um ýmis efni sem tengjast myndlist. Einnig birtust fjölmörg viðtöl við Valtý í hinum ýmsu fjölmiðlum og er yfirskrift málþingsins sótt í viðtal við hann í Tímanum þann 27. mars, 1986.

Á þeim tíma sem liðinn er síðan Valtýr skrifaði myndlistargagnrýni hefur margt breyst á sviði myndlistar og umfjöllunar um myndlist hér á landi. Listumhverfið hefur eflst og fjölmiðlaumhverfið hefur gjörbreyst, ekki síst með tilkomu netmiðla.

Þegar litið er yfir sviðið í dag vakna ýmsar spurningar, meðal annars:

  • Hvernig var staðan þá og hvernig er hún í dag?
  • Hver hefur hugrekki til að skrifa listgagnrýni í dag?
  • Um hvað snýst myndlistargagnrýni hér á landi, hvert er hlutverk hennar, hvar fer hún fram, hver markar stefnuna, hver er markhópurinn?
  • Þarf að bæta og efla myndlistargagnrýni í íslenskum fjölmiðlum? Á hvaða hátt og hvernig?

Á málþinginu verður leitað svara við þessum spurningum og öðrum sem kunna að vakna.

Fundarstjóri: Dagný Heiðdal

 DAGSKRÁ 

12.00–12.20
Jón B.K. Ransu: Valtýr Pétursson og myndlistargagnrýni.

12.20–12.35
Aðalsteinn Ingólfsson: Reynsla listgagnrýnandans við lok 20. aldar og upphaf 21.aldar.

12.35–12.50
Magnús Gestsson: Gagnrýni og sölugallerí fyrir myndlist: Litið til nokkurra nágrannalanda.

12.50–13.00
Helga Óskarsdóttir: Netið – vettvangur fyrir myndlistargagnrýni. Reynsla grasrótarinnar.

13.00 –13.10
Einar Falur Ingólfsson: Morgunblaðið og myndlistargagnrýni. Stefnumörkun og markhópur.

13.10–13.20
Magnús Guðmundsson: 365 miðlar og umfjöllun um menningu og myndlist. Stefnumörkun og markhópur.

13.20–13.30
Þröstur Helgason: Menningarumfjöllun RÚV. Myndlist í útvarpi og sjónvarpi.

13.30–14.00 
Umræður

ÁTAKALÍNUR – Aðalsteinn Ingólfsson — Annálaritari á átakatímum

ÁTAKALÍNUR – Aðalsteinn Ingólfsson — Annálaritari á átakatímum

ANNÁLARITARI Á ÁTAKATÍMUM — um Kristján Sigurðsson póstfulltrúa og myndlistarsögu hans, 1941–1957 er heiti fyrirlestrar Aðalsteins Ingólfssonar sem  fluttur verðurí Safnahúsinu við Hverfisgötu miðvikudaginn 1. mars frá 12 til 13.  Fyrirlesturinn er annar í röðinni í fyrirlestraröð sem Listfræðafélagið stendur fyrir nú í vor í samvinnu við Safnahúsið. Yfirskrift fyrirsestraraðarinnar er Átakalínur í íslenskri myndlist. Markmiðið er að kynna rannsóknir félagsmanna á lykiltímabilum í íslenskri list á liðinni öld þar sem átök á milli ólíkra hugsjóna og stefna voru áberandi í umræðunni.

Kristján Sigurðsson (1892–1984) var Borgfirðingur sem fluttist til Reykjavíkur á þriðja áratug 20stu aldar. Mestan hluta ævi sinnar vann hann hjá Pósti og síma, en meðfram starfi sínu tók hann virkan þátt í listalífinu í Reykjavík langt fram á sjötta áratug síðustu aldar. Hann lék á fiðlu og var einn af „postulunum tólf“ sem studdu Tónlistarfélagið með ráð og dáð. Hann tók einnig þátt í að stofna Myndlistarskólann í Reykjavík og stundaði sjálfur nám í myndlist í skólanum. Þá var Kristján um hríð formaður samtaka myndlistarnema.

Færri vissu að Kristján hélt dagbækur um myndlistarlífið í Reykjavík í hartnær tvo áratugi, sá nær allar sýningar íslenskra og erlendra sýninga á því tímabili og skráði skoðanir sínar á sýningunum, viðbrögð gagnrýnenda og annarra við þessum sömu sýningum, og eigin athugasemdir við þau viðbrögð. Kristján er því vakandi fyrir allri umræðu um myndlist í þjóðfélaginu, þ.á.m. skoðanaskiptum myndlistarmannanna sjálfra, og óhræddur við að tjá sig um það sem hann sér og heyrir á kjarnmiklu og lifandi máli. Hann er því glöggt vitni að því sem skrifað er og sagt um myndlist, svo og innbyrðis samskiptum myndlistarmanna, á einu helsta umbreytingarskeiði íslenskrar myndlistar. Frásögn Kristjáns er án efa  afar merkilegt innlegg í fræðilega umræðu um þetta skeið.

Upp úr dagbókum sínum vann Kristján handrit sem hann nefndi Þættir úr íslenzkri myndlistarsögu 1941–1957, og afhenti vini sínum Ragnari Kjartanssyni myndhöggvara til geymslu árið 1968. Aðalsteinn Ingólfsson kynnir þetta handrit og viðrar hugmyndir um útgáfu þess í heild sinni.

Félagsfundur/samsæti Listfræðafélagsins 15. febrúar kl. 5 e.h.

Félagsfundur/samsæti Listfræðafélagsins 15. febrúar kl. 5 e.h.

Við minnum á mánaðarlegan viðburð, samsæti Listfræðafélagsins, sem verður næstkomandi miðvikudag, 15. febrúar á Jakobsen Lofti í Austurstræti kl. 5 e.h. Gleðistund stendur yfir frá 5 til 7 þannig að fólk getur setið og rætt saman yfir léttum veitingum. Við reiknum með því að fjöldi félagsmanna þyrsti í að hittast og ræða helstu tíðindi líðandi stundar.

ÁTAKALÍNUR – Jón Proppé — Blátt strik: Átökin um abstraktið

ÁTAKALÍNUR – Jón Proppé — Blátt strik: Átökin um abstraktið

Við viljum minna á fyrirlestur Jóns Proppé, Blátt strik: Átökin um abstraktið,  sem verður fluttur í Safnahúsinu við Hverfisgötu  í dag, miðvikudaginn 1. febrúar, frá 12 til 13.  Fyrirlesturinn er sá fyrsti í nýrri í fyrirlestraröð Listfræðafélagins í samvinnu við Safnahúsið vorið 2017. Yfirskrift raðarinnar er Átakalínur í íslenskri myndlist. Markmiðið er að kynna rannsóknir félagsmanna á lykiltímabilum í íslenskri list á liðinni öld þar sem átök á milli ólíkra hugsjóna og stefna voru áberandi í umræðunni.

Fimmti áratugurinn var vettvangur mikilla átaka á myndlistarsviðinu á Íslandi. Þar laust saman ólíkum hugmyndum um listir, menningu og samfélag, og það er langt í frá einfalt að greina þessa þræði í sundur til að átta sig á því hvað gerðist á þessum lykiltíma í íslenskri listasögu. Jón Proppé mun reyna að losa nokkra enda úr flækjunni og byggir á vinnu sinni við skrif í Listasögu Íslands og rannsóknum á skrifum um myndlist á Íslandi sem hann hefur stundað undanfarin ár og áður fjallað um í fyrirlestrum og á prenti.

ÁTAKALÍNUR – Jón Proppé — Blátt strik: Átökin um abstraktið

ÁTAKALÍNUR – Jón Proppé — Blátt strik: Átökin um abstraktið

Blátt strik: Átökin um abstraktið, fyrirlestur Jóns Proppé, verður fluttur í Safnahúsinu við Hverfisgötu miðvikudaginn 1. febrúar frá 12 til 13.  Fyrirlesturinn er sá fyrsti í nýrri í fyrirlestraröð Listfræðafélagins í samvinnu við Safnahúsið vorið 2017. Yfirskrift raðarinnar er Átakalínur í íslenskri myndlist. Markmiðið er að kynna rannsóknir félagsmanna á lykiltímabilum í íslenskri list á liðinni öld þar sem átök á milli ólíkra hugsjóna og stefna voru áberandi í umræðunni.

Fimmti áratugurinn var vettvangur mikilla átaka á myndlistarsviðinu á Íslandi. Þar laust saman ólíkum hugmyndum um listir, menningu og samfélag, og það er langt í frá einfalt að greina þessa þræði í sundur til að átta sig á því hvað gerðist á þessum lykiltíma í íslenskri listasögu. Jón Proppé mun reyna að losa nokkra enda úr flækjunni og byggir á vinnu sinni við skrif í Listasögu Íslands og rannsóknum á skrifum um myndlist á Íslandi sem hann hefur stundað undanfarin ár og áður fjallað um í fyrirlestrum og á prenti.