Næstkomandi miðvikudag, þann 5. nóvember kl. 17, fer annar félagsfundur Listfræðafélagsins á þessu hausti fram á efri hæðinni á Sólon, á horni Bankastrætis og Ingólfsstrætis. Efni fundarins verður sem hér segir:

  1. Framhaldslíf Íslensku listasögunnar. Við viljum hefja umræðu innan félagsins um íslensku listasöguna, stöðu hennar og framtíð. Nemendur í MA-námi í listfræði við Háskóla Íslands hafa tekið að sér að koma með kveikju að umræðunni. Þau koma til með at ræða fyrstu tvö bindi Íslenskrar listasögu frá 2011 í stuttu máli. Þar er áherslan á það hvernig hún kemur þeim fyrir sjónir, með áherslu á kosti hennar og gallar fyrir íslenskt listfræðasamfélag í framtíðinn. Eftir „kveikju“ nemendanna verður almennt spjall á meðal fundargesta um þessi málefni. Ef vel tekst til verður síðar efnt til sérstakrar umræðu um síðari bindi sögunnar.
  2. Inntaka nýrra félaga. Nokkrir hafa sótt um aðild að félaginu undanfarið og nú þarf að bera aðild þeirra formlega upp fyrir félagsfund.