Líkt  og undanfarin ár mun Listfræðafélagið standa  fyrir almennum fyrirlestrum um myndlist í samvinnu við Safnahúsið. Markmiðið er að kynna rannsóknir félagsmanna á straumum og stefnum í íslenskri myndlist.

Yfirskrift fyrirlestraraðarinnar fyrir áramót er Miðill – Efni – Merking. Velt verður upp þverfaglegum spurningum um listhugtakið, miðlun myndlistar, og hvaða merkingu hún hefur á tímum þegar málverk getur verð meira en litur á tvívíðum fleti og hópar sem hafa verið á jöðrum listasögunnar sækja að miðjunni.

 

Hlynur Helgason, lektor í listrfræði við Háskóla Íslands, flytur fyrsta fyrirlesturinn miðvikudaginn 6. september. Fyrirlesturinn kemur til með að bera titilinn „Vélráð Ragnars Kjartanssonar“ og þar leggur Hlynur út frá verkum á sýningu Ragnars í Hafnarhúsinu.