Félagsfundur — Pub Quiz” spurningaleikur

Félagsfundur — Pub Quiz” spurningaleikur

Boðið verður upp á “Pub Quiz” spurningaleik, miðvikudaginn 3. desember á efri hæðinni á Sólon Íslandus kl. 20:00.

Félagsmenn eru hvattir til að mæta og láta reyna á kunnáttu sína undir spurningaregni Guðna Tómassonar og Birtu Guðjónsdóttur.
Ykkur er velkomið að taka með skarpskyggna gesti, t.d. úr heimi listanna.
Sólon mun bjóða okkur sérstakt tilboð á drykkjarföngum.

Á næstu félagsfundum tekur svo alvaran við, fyrstu miðvikudaga hvers mánaðar. Næst 6. janúar 2016.

Fjölmennum á skemmtikvöldið nú á miðvikudag!

Félagsfundur — Birta Guðjónsdóttir og Markús Þór Andrésson um Momentum

Félagsfundur — Birta Guðjónsdóttir og Markús Þór Andrésson um Momentum


Næsti félagsfundur Listfræðafélagsins verður á Kaffi Sólon, 2. hæð, kl. 17, miðvikudaginn 7. október 2015.

Fjallað verður um Momentum tvíæringinn í Moss í Noregi. Félagar okkar í Listfræðafélaginu, Birta Guðjónsdóttir og Markús Þór Andrésson, segja frá aðkomu sinni sem sýningarstjórar þessa norræna listviðburðar.

Birta var einn af fjórum sýningarstjórum Momentum 8 sem lauk 27. september síðastliðinn og Markús Þór var einn af fimm sýningarstjórum Momentum 6 árið 2011. Þá hefur fjöldi íslenskra myndlistarlistamanna tekið þar þátt. Við hvetjum félagsmenn til að nýta þetta tækifæri til að kynnast þessari mikilvægu norrænu listastofnun sem og sýningarstjórnarferlinu frá fyrstu hendi. Hér má nálgast upplýsingar um Momentum: http://www.momentum.no/about-momentum.347751.en.html

Félagsfundur — Kristín Dagmar Jóhannesdóttir um starfsemi Gerðarsafns og framtíðarsýn

Vetrarstarf Listfræðafélagsins hefst með félagsfundi á Kaffi Sólon, 2. hæð, klukkan 17, miðvikudaginn 2. september 2015.

Kristín Dagmar Jóhannesdóttir, listrænn stjórnandi Gerðarsafns, mun kynna starfsemi safnsins og framtíðarsýn.
Erindi sitt byggir hún á fyrirlestri sem hún flutti nýlega á ráðstefnu í tengslum við Cph Art Week.
sjá: http://copenhagenartweek.dk/en/arrangementer/curators-caucus-the-congress/

Í vetur er stefnt er að því að halda félagsfundi fyrsta miðvikudag í hverjum mánuði kl. 17-19.

Þeir sem vilja flytja erindi fyrir félagsmenn eða eru með hugmynd að umfjöllunarefni eru hvattir til að hafa samband við stjórnina.

Félagsfundur — Ánægjuleg gleðistund

Félagsfundur — Ánægjuleg gleðistund

Í veikri von um að sumarið sé á næsta leiti boðar stjórn Listfræðafélagsins til óformlegs fundar á sólríkum stað í miðbænum:

Nora Magasin Pósthússtræti 9, miðvikudaginn 3. júní kl. 17.00 (ef veður leyfir ekki útisetu eigum við frátekið borð inni).

Fundarefni: ánægjuleg gleðistund.