Auglýst eftir málstofum fyrir NORDIK 2018 í Kaupmannahöfn

Auglýst eftir málstofum fyrir NORDIK 2018 í Kaupmannahöfn

Ágætu félagar!

Búið er að senda út auglýsingu um málstofur vegna næstu norrænu listfræðiráðstefnunnar, NORDIK 2018, sem haldin verður í Kaupmannahöfn í október á næsta ári. Við hvetjum félagsmenn Listfræðafélagsins til að nýta sér tækifærið og senda inn hugmyndir að málstofum. Nánari upplýsingar er að finna á síðu NORDIK, hér: http://nordicarthistory.org/conference/call-for-session-proposals

Hér kemur síðan auglýsingin í heild:

(meira…)

Félagsfundur — Kristín Dagmar Jóhannesdóttir um Sjónlistarverðlaunin

Fjórði félagsfundur félagsins í vetur verður þann 5. desember kl. 17 á efri hæðinni á Kaffi Sólon í Bankastræti.

Kristín Dagmar Jóhannesdóttir kemur til með að hefja umræðu kvöldsins með hugleiðingum um Sjónlistaverðlaunin sem veitt voru í haust og hvernig tekist hefur til við að endurvekja þennan viðburð. Í kjölfarið er stefnt að almennum umræðum á meðal félagsmanna um viðburði sem þessa og möguleika félagsmanna á því að vera með krítíska aðkomu að slíkum viðburðum, skipulagi þeirra, framkvæmd og markmiðum.

Nú er búið að halda þrjá félagsfundi í vetur og hafa þeir mælst vel á meðal félagsmanna. Þar sem fyrsti miðvikudagur í næsta mánuði verður strax eftir áramót verður dagskrá hnikað til og sá fundur er áætlaður þann 9. janúar.