Ávísun um uppdrátta- og málaralistina

Ávísun um uppdrátta- og málaralistina

Gunnar Harðarson, prófessor við Sagfnræði og heimspekideild Háskóla Íslands, ræðir um útgáfu sína á riti Helga Sigurðssonar, Ávísun um uppdrátta- og málaralistina, miðvikudaginn 7. febrúar kl. 12 á vegum Listfræðafélag Íslands í Safnahúsinu við Hverfisgötu.

 Ávísun um uppdrátta- og málaralistina er eina íslenska ritið frá fyrri öldum sem fjallar um myndlist á fræðilegan máta. Ritið var hugsað sem kennslubók í málaralist og teikningu sem höfundur skrifaði meðan hann var við nám í Kaupmannahöfn árið 1846. Megin viðfangsefnið er fjarvíddarteikning en einnig er fjallað um listmálun og gildi og gagnsemi myndlistar. Ritið er merkileg heimild um íslenska myndlistarsögu og kom út hjá Crymogeu á síðasta ári. Það hefur ekki áður verið gefið út í heild sinni.

Gunnar Harðarson lauk doktorsprófi við Université Paris I – Panthéon-Sorbonne árið 1984 og er nú prófessor við Sagnfræði og heimspekideild Háskóla Íslands. Hann hefur gefið út bækur og sinnt rannsóknum og kennslu um árabil m.a. við Listaháskóla Íslands.

Miðill-efni-merking: Leiðangur að list Önnu Líndal

Miðill-efni-merking: Leiðangur að list Önnu Líndal

„Miðill – Efni – Merking: Leiðangur að list Önnu Líndal “ er heiti fyrirlestrar Ólafar K. Sigurðardóttur safnstjóra Listasafns Reykjavíkur, sem fer fram í Safnahúsinu við Hverfisgötu, miðvikudaginn 6. desember kl. 12. Ólöf er sýningarstjóri yfirlitssýningarinnar Leiðangur á verkum Önnu Líndal, sem nú stendur yfir í Listasafni Reykjavíkur á Kjarvalsstöðum.

Anna Líndal á að baki tæplega þrjátíu ára myndlistarferil og er sýningunni á Kjarvalsstöðum ætlað að greina feril hennar, innra samhengi verkanna og vísanir til samfélagslegra viðfangsefna. Ólöf mun fjalla um aðdraganda og markmið sýningarinnar og rekja hvernig Anna hefur notað ólíka miðla til að til að nálgast viðfangsefni sín þar sem sjónræn framsetning, viðfangsefni og merking haldast í hendur. Ólöf er safnstjóri Listasafns Reykjavíkur og var áður forstöðumaður Hafnarborgar. Hún stýrði um árabil fræðsludeild Listasafns Reykjavíkur þar sem hún hafði m.a. umsjón með málþingum og fyrirlestrum. Ólöf hefur stýrt fjölda sýninga, ritað greinar og haft umsjón með útgáfum um íslenska myndlist.

 

Yfirskrift fyrirlestrarraðarinnar sem Listfræðafélagið stendur fyrir í samvinnu við Safnahúsið nú í haust er Miðill – Efni – Merking. Velt verður upp þverfaglegum spurningum um listhugtakið, miðlun myndlistar, og hvaða merkingu hún hefur á tímum þegar málverk getur verð meira en litur á tvívíðum fleti og hópar sem hafa verið á jöðrum listasögunnar sækja að miðjunni.

Minnum á fyrirlestur Halldórs Björns Runólfssonar í dag miðvikudaginn 3. maí kl. 12 í Safnahúsinu

Minnum á fyrirlestur Halldórs Björns Runólfssonar í dag miðvikudaginn 3. maí kl. 12 í Safnahúsinu

Hvað má læra af átökunum milli FÍM og SÚM haustið 1969? er heiti fyrirlestrar sem Halldór Björn Runólfsson sem  flytur í Safnahúsinu við Hverfisgötu miðvikudaginn 3. maí frá 12 til 13.  Fyrirlesturinn er sá fjórði og síðasti í fyrirlestraröð sem Listfræðafélagið stendur fyrir nú í vor í samvinnu við Safnahúsið. Yfirskrift fyrirsestraraðarinnar er Átakalínur í íslenskri myndlist. Markmiðið er að kynna rannsóknir félagsmanna á lykiltímabilum í íslenskri list á liðinni öld þar sem átök á milli ólíkra hugsjóna og stefna voru áberandi í umræðunni.

Minnum á fyrirlestur Halldórs Björns Runólfssonar í dag miðvikudaginn 3. maí kl. 12 í Safnahúsinu

ÁTAKALÍNUR – Halldór Björn Runólfsson — Hvað má læra af átökunum milli FÍM og SÚM haustið 1969?

Hvað má læra af átökunum milli FÍM og SÚM haustið 1969? er heiti fyrirlestrar sem Halldór Björn Runólfsson sem  flytur í Safnahúsinu við Hverfisgötu miðvikudaginn 3. maí frá 12 til 13.  Fyrirlesturinn er sá fjórði og síðasti í fyrirlestraröð sem Listfræðafélagið stendur fyrir nú í vor í samvinnu við Safnahúsið. Yfirskrift fyrirsestraraðarinnar er Átakalínur í íslenskri myndlist. Markmiðið er að kynna rannsóknir félagsmanna á lykiltímabilum í íslenskri list á liðinni öld þar sem átök á milli ólíkra hugsjóna og stefna voru áberandi í umræðunni.

Þrengri forsendur málsins má rekja til höfnunar stjórnar FÍM á risaverki Rósku (1940-1996) Afturhald, kúgun, morð, frá 1969, núna í eigu Listasafns Reykjavíkur, sem listakonan sendi á samsýningu félagsins um haustið sama ár. Þáverandi ritari Félags íslenskra myndlistarmanna, Kjartan Guðjónsson (1921-2010) listmálari varði höfnun samtakanna í grein sem birtist í Þjóðviljanum 26. September 1969:

„Það er víst ekki farið framhjá neinum, að hingað til staðarins er komin foksill stelpa frá Róm, og þau undur hafa skeð að Þjóðviljinn hefur séð ástæðu til að birta myndlistarfréttir í ramma á forsíðu…. Í sýningarsamtökum ungra listamanna, SÚM, eru nokkrir menn allvel og sumir ágætlega af guði gerðir, þótt þeir séu illa haldnir af meinlokum og enn verr af þekkingarskorti, að undanskildum spámanninum diter rot. Þetta stendur til bóta því að hæfileikar brjótast fram úr bæði meinlokum og fáfræði. Það eitt virðist nægja að lyfta kaffibolla á Mokka, lýsa því yfir að maður sé genginn í SÚM, og amlóðinn er óðar orðinn listamaður á heimsmælikvarða.“

Eftir því sem tími leyfir verður reynt að skoða ýmsar hliðar málsins:
1]    Rætur þessara ákveðnu átaka og sérstöðu
2]    Hliðstæður/sérstöðu þessara átaka og fyrri átaka í sögu íslenskrar 20. aldar listar
3]    Eðli nýsköpunar og takmörk í framvindu myndlistar og vitund um slíkt ferli
4]    Mismunur á afstöðu FÍM og SÚM til áhorfandans og hlutverks hans sem aðnjótanda og þátttakanda í sýningum
6]     Takmörk listræns skilnings

 

ÁTAKALÍNUR – Eyrún Óskarsdóttir — En þetta var geggjað fólk

ÁTAKALÍNUR – Eyrún Óskarsdóttir — En þetta var geggjað fólk

„En þetta var geggjað fólk“ – SÚM hópurinn og samfélagið á sjöunda áratug síðustu aldar er heiti fyrirlestrar Eyrúnar Óskarsdóttur sem  fluttur verðurí Safnahúsinu við Hverfisgötu miðvikudaginn 5. apríl frá 12 til 13.  Fyrirlesturinn er sá þriðji í fyrirlestraröð sem Listfræðafélagið stendur fyrir nú í vor í samvinnu við Safnahúsið. Yfirskrift fyrirsestraraðarinnar er Átakalínur í íslenskri myndlist. Markmiðið er að kynna rannsóknir félagsmanna á lykiltímabilum í íslenskri list á liðinni öld þar sem átök á milli ólíkra hugsjóna og stefna voru áberandi í umræðunni.

Árið 1965 hófst nýr kafli í islenskri myndlistarsögu þegar fjórir ungir menn opnuðu samsýningu í Ásmundarsal og Mokka. Þetta voru þeir Hreinn Friðfinnsson, Sigurjón Jóhannsson, Jón Gunnar Árnason og Haukur Dór Sturluson. Sýninguna nefndu þeir SÚM. Haldnar voru samsýningar í nafni SÚM á komandi árum hérlendis auk þess sem félagar í hópnum tóku þátt í sýningum erlendis. Félagsskapurinn var frekar óformlegur og meginmarkmiðið að standa að sýningum félagsmanna og fá erlenda listamenn til að sýna hér á landi og greiða götu íslenskra listamanna á erlendum vettvangi. Fleiri listamenn bættust í hópinn og aðrir gengu úr honum, sumir oftar en einu sinni.
SÚMmarar fóru ekki troðnar slóðir í listsköpun sinni og uppskáru frekar neikvæðar móttökur almennings og gagnrýnenda og listamanna innan Félags íslenskra myndlistarmanna (FÍM). Árin sem SÚM var og hét voru því heldur stormasöm og þegar nokkrir úr hópnum fluttust erlendis upp úr 1972-3  dró máttinn úr starfseminni og félagið lagði að endingu upp laupana um tíu árum eftir að það var stofnað.

Fyrirlesturinn fjallar um sambúð SÚM við hið afturhaldssama íslenska samfélag sjöunda og áttunda áratugarins og meðal annars skyggnst í gamlar fundargerðir þeirra frá starfsárunum.