Sumarsamsæti Listfræðafélagsins 7. júní kl. 5 e.h.

Sumarsamsæti Listfræðafélagsins 7. júní kl. 5 e.h.

Sumarsamsæti Listfræðafélagsins,  verður næstkomandi miðvikudag, 7. júní, á Jakobsen Lofti í Austurstræti kl. 5 e.h. Gleðistund stendur yfir frá 5 til 7 þannig að fólk getur setið og rætt saman yfir léttum veitingum. Nú þegar líður að sumar er gengið í garð er tilvalið að hittast og ræða þau verkefni sem framundan eru í sumar og haust.

Pöbb-kviss Listfræðafélagsins miðvikudaginn 26. apríl

Pöbb-kviss Listfræðafélagsins miðvikudaginn 26. apríl

Hin árlega spurningakeppni eða pöbb-kviss Listfræðafélagsins verður haldin á efri hæðinni á Kaffi Sólon í Bankastræti miðvikudaginn 26. apríl kl. 20.00.
Sigurvegarar síðasta árs, Aðalheiður Valgeirsdóttir og Dagný Heiðdal, sjá um spurningarnar sem spanna óravíddir listasögunnar og má því búast við spennandi og fjölbreyttri keppni.

Við hvetjum alla sem hafa áhuga á myndlist til að taka sér hlé frá vorverkunum, setjast niður í góðum félagsskap, fá sér drykk á sérstöku tilboði frá Sólon og rifja upp fáfengilegar upplýsingar listasögunnar. Ekki skemmir að vegleg verðlaun eru í boði fyrir sigurvegara kvöldsins.

Það eru allir velkomnir og við sjáum vonandi sem flesta á miðvikudagskvöld!

Stjórnin