Félagsfundur/samsæti Listfræðafélagsins 22. mars kl. 5 e.h.

Félagsfundur/samsæti Listfræðafélagsins 22. mars kl. 5 e.h.

Við minnum á mánaðarlegan viðburð, samsæti Listfræðafélagsins, sem verður næstkomandi miðvikudag, 22. mars, á Jakobsen Lofti í Austurstræti kl. 5 e.h. Gleðistund stendur yfir frá 5 til 7 þannig að fólk getur setið og rætt saman yfir léttum veitingum. Nú þegar líður að vorverkum er tilvalið að hittast og ræða knýjandi málefni líðandi stundar.

Félagsfundur/samsæti Listfræðafélagsins 15. febrúar kl. 5 e.h.

Félagsfundur/samsæti Listfræðafélagsins 15. febrúar kl. 5 e.h.

Við minnum á mánaðarlegan viðburð, samsæti Listfræðafélagsins, sem verður næstkomandi miðvikudag, 15. febrúar á Jakobsen Lofti í Austurstræti kl. 5 e.h. Gleðistund stendur yfir frá 5 til 7 þannig að fólk getur setið og rætt saman yfir léttum veitingum. Við reiknum með því að fjöldi félagsmanna þyrsti í að hittast og ræða helstu tíðindi líðandi stundar.

Félagsfundur/samsæti Listfræðafélagsins 18. janúar kl. 5 e.h.

Félagsfundur/samsæti Listfræðafélagsins 18. janúar kl. 5 e.h.

Fyrsti félagsfundur og samsæti Listfræðafélagsins á nýju ári verður næstkomandi miðvikudag, 18. janúar á Jakobsen Lofti í Austurstræti kl. 5 e.h. Þetta er tilvalið tækifæri fyrir félaga að hittast og ræða í góðum félagsskap þá möguleika og áskoranir sem blasa við faginu á nýju ári.

Á dagskrá verður inntaka nýs félaga og önnur mál. Að því loknu verður haldið samsæti þar sem stefnt er að léttu spjalli um þau málefni sem helst brenna á félagsmönnum.

Pöbb-kviss LIstfræðafélagsins fimmtudaginn 15. desember

Pöbb-kviss LIstfræðafélagsins fimmtudaginn 15. desember

Nú er loksins komið að hinu árlega pöbb-kvissi Listfræðafélagsins sem allir hafa beðið eftir. Það verður haldið á efri hæðinni á Sólon í Bankastræti fimmtudaginn 15. desember kl. 8 um kvöldið.

Sigurvegarar síðasta árs, Jón Proppé og Hlynur Helgason, fá það hlutverk að búa til spurningarnar og er því að vænta spennandi og fjölbreyttrar keppni.

Við hvetjum sem flesta til að taka sér hlé frá jólastandinu, setjast niður með góðum félögum, fá sér drykk á sérstöku tilboði frá Sólon og rifja upp fáfengilegar upplýsingar listasögunnar. Ykkur er einnig velkomið að taka með ykkur góða gesti sem gaman kynnu að hafa af léttum spurningaleik!

Við sjáum vonandi sem flesta á fimmtudagskvöld!