Sækja um aðild að félaginu

Allir sem eru með að lágmarki BA-gráðu í listfræði eða eru taldir uppfylla kröfur um sambærilega menntun eða fræðistörf geta gerst meðlimir í Listfræðafélagi Íslands. Ef þið hafið áhuga á aðild vinsamlegast sendið tölvupóst á netfangið stjorn hja listfraedi.is. Í umsókn þarf að koma fram nafn, kennitala og menntun. Senda skal afrit af viðeigandi prófskírteinum með umsókn. Umsóknir eru teknar fyrir á næsta félagsfundi.