Greinasafn fyrir flokkinn: Fréttir

Ráðstefna í Kaupmannahöfn

“Stay Real”

Seminar, 10 December 2019, The Hirschsprung Collection, Copenhagen

How to identify, preserve and work with authenticity in House Museums and Collection Museums in the Nordic countries

A network meeting for curators, researchers and conservator-restorers working with house museums and collection museum in the Nordic Countries.

In a museum landscape of ever increasing pressure to present success and output, it is important to remember who we are and why we are here. House and collection museums in the Nordic countries have a rich history linked to lived life, to artists and to collectors. The seminar brings us together to share experiences and research.


We are proud to present the key-note:

Is there a museum in the house?

Sceptical ways of looking at house museums

by Linda Young, emeritus Deakin University, Melbourne

Seminar programme to follow shortly

registration: https://www.dkmuseer.dk/aktivitet/seminar-stay-real

Listfræði á Hugvísindaþingi

Listfræði á Hugvísindaþingi Háskóla Íslands dagana 8. og 9. mars 2019

Málstofa: Listakonur, húsmæður, netagerðarkonur og kvenlíkaminn ; sýnishorn úr rannsókninni “Í kjölfar kosningaréttar”

Föstudagur 8. mars, kl. 15.15-17:15, Stofa 201,  Oddi

Hanna Guðlaug Guðmundsdóttir: Þingvellir/Paris (1930). Um myndlist, mæður og “fagran fugl úr norðri”.
Á myndlistarsýningu Alþingishátíðarinnar árið 1930 var meirihluti málverka landslagsmyndir, m.a af Þingvöllum. Má greina í orðræðu um myndlist árin fram að hátíðinni að landslagsmyndir ættu að endurspegla hið sanna, íslenska, karlmannlega en hinu kvenlega gjarnan teflt fram sem andstæðu. Orðræðan um kvenleikann er áberandi um 1930 samstíga því að átakalínur skerpast um kvenréttindamál, þátttöku kvenna í opinberu lífi og þjóðernislegt húsmóðurhlutverk. Ef til vill má sjá verkið Móðurást eftir Nínu Sæmundsson sem sett var upp í Mæðragarðinum árið 1930, sem táknmynd fyrir þá flóknu orðræðu og nýja tíma; fyrsta opinbera listaverkið eftir myndlistarkonu, verk sem hafði hlotið mikið lof á Haustsýningu í París. Önnur myndlistarkona gerir garðinn frægan í París, Ingibjörg S. Bjarnason, en þar sýndi hún verk árið 1930 með framsæknum hópi abstraktlistamanna og var jafnframt ein af stofnendum hans; engu að síður var hún af sumum þar einungis þekkt sem “fagur fugl úr norðri”. Mörgum konum þótti framhjá sér gengið á Alþingishátíðinni 1930 og því má segja að “flekaskilin” á Þingvöllum séu táknræn fyrir orðræðuna og ólíkar hugmyndir um myndlist, mæður, kvenleika og nútímann.

Málstofa: Nýlenduminningar Atlandshafssvæðisins

Laugardagur 9 mars, kl. 10:30-12:00, stofa 311 Árnagarði

Ólöf Nordal: Musée Islandique/Das Experiment Island
Ólöf Nordal segir frá myndlistarverkefnum sínum Musée Islandique og Das Experiment Island sem eru ljósmyndir unnar upp úr gagnasöfnum um líkamsmannfræði frá ólíkum tímum. Hún veltir fyrir sér áleitnum spurningum sem vöknuðu upp við gerð verkanna svo sem nýlenduhyggju, kynþáttahyggju, sjálfsmynd þjóða, persónuvernd og þekkingarsköpun.

Ann-Sofie N. Gremaud: Samtímalist sem drifkraftur nýrra (grænlensk-íslenskra) frásagna
Þegar kemur að pólitískum og menningarlegum viðhorfum til framtíðar þess svæðis sem er til skiptis kallað Vesturnorðrið, Norðurslóðir, eða núverandi og fyrrverandi meðlimir Konungsríkisins Danmörk, er verið að velta upp ólíkum túlkunum fortíðar. Þess háttar túlkun fer fram á mörgum sviðum: hjá almenningi, í stjórnmálum, innan fræðasviða og í listum. Nýlendustefna Dana og heimsvaldastefnan almennt hafa lengi myndað ramma sem hefur mótað samskipti Íslands og Grænlands (eða skort á því), en í báðum löndum er vaxandi áhugi á að efla samskipti og tjá mismunandi túlkanir á fortíðinni. Ann-Sofie N. Gremaud segir frá listamannasamstörfum sem fjalla um þessar spurningar.

Andmælandi að loknum fyrirlestrum er Æsa Sigurjónsdóttir, dósent í listfræði við HÍ.

Málstofa: Umdeild list í samtíma

Laugardagur 9. mars ,kl. 15:00-16:00, Stofa 304 í Árnagarði

Uranchimeg (Orna) Tsultem: On Nude Depictions in Asian Art: a Case of “The Green Palace”
This presentation will focus on a unique painting that was produced circa 1912 in Mongolia. Titled The Green Palace, the painting at first glance shows a panoramic view of a temple of a ruler shown from above. Yet a close observation reveals numerous extraordinary details that depict nude couples, grotesque phallus images, men engaged in murky deeds of pleasure and pain. As this painting is made by a monk-artist for a monk-ruler, how can we understand and interpret such unusual visual imagery where the monastic vows of celibacy and strict morals are so deliberately abandoned? This presentation will discuss how such grotesquerie discloses “that instantiation of pain” of both the artist and of the patron, the anguish, which, according to Sigmund Freud, is “projected outward [to] manifest as aggression” in the work of art. Taking an approach advocated by a historian Francis Haskell, I will argue this painting is the kind of visual prophesy of upcoming destructive years imposed by the socialist regime.

Hlynur Helgason: List, valdbeiting, ábyrgð: Nektarmyndir Gunnlaugs Blöndals í sögulegu samhengi
Það vakti athygli og deilur þegar upplýsingar um það að Seðlabankinn hefði ákveðið að færa tvö málverk eftir Gunnlaug Blöndal úr skrifstofu eins yfirmanna stofnunarinnar í geymslur. Þetta gefur okkur tilefni til að skoða myndirnar nánar og setja þær í samhengi við sögu nektarmynda í nútímamyndlist. Í erindinu verður stiklað á stóru í þeirri sögu og skoðuð dæmi eftir virta listamenn sem gefa innsýn í afstöðu listamanna og velgjörðarmanna til nektar í myndlist frá ofanverðri 19. öld fram yfir miðja þá 20., þegar Gunnlaugur málaði myndir sínar. Í samhengi við þetta verður táknræn merking og notkun mynda sem þessara skoðuð, hvernig sú umræða sem átti sér stað um myndir Gunnlaugs gæti verið til marks um breytingar á menningarlegri afstöðu í kjölfar #MeToo-hreyfingarinnar.

Lektor / Assistant Professor
Hug- og félagsvísindasvið / School of Humanities and Social Sciences
Háskólinn á Akureyri / University of Akureyri
Sólborg v/Norðurslóð
IS-600 Akureyri
<mailto:margretolafs@unak.is> margretolafs@unak.is
Sími/Tel. +354 460 8561

spjall á sunnudaginn í LÁ kl. 3

HUGLÆG RÝMI
Ólafur með listamannsspjall 3. febrúar kl. 15:00

Innsetningin Huglæg rými eftir myndlistarmanninn Ólaf Svein Gíslason var nýlega opnuð í Listasafni Árnesinga. Sunnudaginn 3. febrúar kl. þrjú síðdegis mun Ólafur ganga um sýninguna, segja frá og ræða við gesti um innsetninguna sem samanstendur af kvikmynd sem varpað er á sex veggi, vatnslitaverkum, litlum skúlptúrum og milliveggjum sem á áhugaverðan hátt mynda eitt verk sem Ólafur sviðsetur í þrjá meginsali safnsins sem og í anddyrið. Allt verkið hverfist um nágranna Ólafs í Flóanum, Sigurð Guðmundsson á Sviðugörðum og er sprottin af samræðum þeirra tveggja. Handrit kvikmyndarinnar byggist á samtölum milli Ólafs og Sigurðar, en Ólafur lætur fimm einstaklinga segja frá sem Sigurður. Þeir eru auk Sigurðar sjálfs, einn lærður leikari, Þór Tulinius, og þrír sveitungar, ungur piltur, ungur maður og kona, þau Ágúst Þorsteinsson, Guðjón Helgi Ólafsson og Kristín Ólafsdóttir.
Sýningin hefur fengið afar jákvæð viðbrögð gesta og hún vekur einnig áhugaverðar vangaveltur inn í umræður samtímans svo sem sjálfbærni. Í sýningarskrá sem gefin er út með sýningunni rita bæði Dorothée Kirch og Margrét Elísabet Ólafsdóttir og grein Margrétar hefst og endar á þessum orðum: “Verk Ólafs Gíslasonar vekja spurningar um rými listarinnar og listaverksins, og þátt listamanns og annarra í sköpun þessa rýmis. … Huglæg rými dregur allt í senn upp mynd af sögu einstaklings og sögu samfélags sem jafnframt er saga af tíma, tímabilum og stað.”
Ólafur Sveinn Gíslason lauk myndlistarnámi á Íslandi 1983 og og hélt þá til Þýskalands í framhaldsnám. Þar bjó hann síðan og starfaðivið myndlist í um 25 ár en fljótlega eftir að hann tók við stöðu prófessors í myndlistardeild Listaháskóla Íslands flutti hann aftur heim og frá árinu 2015 hefur hann verið með vinnustofu á Þúfugörðum í Flóa.
Sýningin, sem er styrkt af Myndlistarsjóði, Myndstefi og Uppbyggingasjóði Suðurlands, mun standa til og með 31. mars 2019. Safnið er opið fimmtudaga – sunnudaga kl. 12-18. Aðgangur að safninu er ókeypis og allir velkomnir – líka á spjallið.


Kallað eftir erindum á ráðstefnuna UnGreen: Naturally Artificial Intelligence

‘UnGreen: Naturally Artificial Intelligence’
The 4th Open Fields conference on Art & Science Research and UN/GREEN Exhibition,
RIXC Festival 2019
July 4 – 7, 2019, Riga, Latvia
The RIXC Festival 2019 aims at complicating the pervasively employed notion of “green” by providing a cross-disciplinary platform for the discussions and artistic interventions exploring one of the most paradoxical and broadest topics of our times. The festival will feature the “Un/Green” exhibition opening that takes place in the Latvian National Museum of Art, and the 4th Open Fields conference which aims to ‘un-green greenness’, ‘eco-systemically’ reconnect ‘post-human postures’, and discover and unpack ‘Naturally Artificial Intelligences.
‘Green’, symbolically associated with the ‘natural’ and employed to hyper-compensate for what humans have lost, will be addressed as the indeed most anthropocentric of all colours, in its inherent ambiguity between alleged naturalness and artificiality. Are we in control of ‘green’? Despite its broadly positive connotations ‘green’ incrementally serves the uncritical desire of fetishistic and techno-romantic naturalization in order to metaphorically hyper-compensate for material systemic biopolitics consisting of the increasing technical manipulation and exploitation of living systems, ecologies, and the biosphere at large.***
– – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – –
CONFERENCE
OF2019: UN/GREEN, COM/POST/HUMAN, N/AI
The 4th Open Fields conference on Art-Science Research, July 4-7, 2019
 Venue: The National Museum of Art, Conference Hall, Riga
Alongside ‘green’, the central topic of this conference, the Open Fields 2019 organizers also welcome visionary and critically un-green, spectral-prismatic, post-anthropocentric, and socio-algorithmic proposals by artists, scientists, researchers and experts from different academic disciplines and professional fields. You may submit proposals with regards to the following topics / sections:
* green/ungreen – ‘symbolic green, ontological greenness and performative greening’
* biopolitics and ecotopia – beyond the anthropocene, towards multi-species relations
* ‘green’ intelligence – environment and naturally AI within algorithmic societies
* post-anthropocentric visions – ‘nature culture’ and eco-critique
* sensible ‘green’ – beyond the visual: acoustic, olfactive, chemical, etc.
* biosphere and technosphere – techno-ecological perspective (within and beyond our planet)
* prismatic – color theories, light and perception

DEADLINE for Conference Proposal submissions: February 15, 2019
 APPLY NOW! (using the openconf system): openfields2019.rixc.lv
The proposal should consist of title, 6 keywords, abstract (200 words), and biography (120 words, in the “Comments” table).
– – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – –
EXHIBITION
UN/GREEN Exhibition
 of RIXC Art Science Festival 2019 and EMAP / EMARE** network project, July 5 – September 20, 2019 The National Museum of Art, Riga
Alongside the Open Fields 2019 Conference, UN/GREEN, the large-scale exhibition, will be contributing towards the complicating, deconstructing and re-visiting the notion of ‘green’, and aiming to ‘un-green greenness’.
DEADLINE for artwork* proposals for the UN/GREEN Exhibition: February 15, 2019
APPLY online, using the openconf system: openfields2019.rixc.lv <emea01.safelinks.protection.outlook.com/?url=http%3A%2F%2Fopenfields2019.rixc.lv&data=02%7C01%7Cmargretolafs%40unak.is%7C86e3fec6db6f4174caf608d6754feebb%7C7358e7f23c414c25bc0c81ef77b66995%7C0%7C0%…>
NB! please submit your artwork* proposal ONLY under the following section:
* un/green exhibition – artworks
The artwork* proposal should consist of: 1) title, short description (200 words), biography (120 words, submitted under “Comments” table) 2) plus visual material – link to video (max. 3 min, amateur video explaining the main idea behind the work) or PDF with images (one A4 page with images representing the idea).
* NB! artwork should be already created, the festival doesn’t have the budget for producing new works. For approved artworks, we are providing technical assistance, set up and maintenance during the exhibition. As we have limited funds this year, in a case of approval, we also will be encouraging the artists to to apply for additional funding for travel (and/or transportation of artwork) in their home country, if possible. The accommodation will be provided by us, and also travel costs, in the cases, when it is not possible to raise additional funds.
– – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – –
OPEN FIELDS 2019 conference chairs and GREEN exhibition curators:
Raitis SMITS, Rasa SMITE, Jens HAUSER*** (‘un/green’ concept author)
– – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – –
OPEN FIELDS Conference International Scientific Board:
Prof. Lev MANOVICH / Cultural Analytics Lab / The Graduate Center, City University of New York, US Dr. Ellen PEARLMAN / Parsons / New School / Art-A-Hack / ThoughtWorks / New York, USA Prof. Kristin BERGAUST / OsloMet-Oslo Metropolitan University, Norway Ph.D. Jussi PARIKKA / Winchester School of Art / University of Southampton / UK Ph.D. Geoff COX / Plymouth University, UK Assoc.Prof. Laura BELOFF / IT University, Copenhagen / Finnish Bioart Society, Helsinki, Finland Prof. Lily DIAZ-KOMMONEN / Head of Research Department of Media, Aalto University, School of Arts, Design and Architecture, Helsinki, Finland Prof. Ursula DAMM / Bauhaus University Weimar, Germany Dr. Vytautas MICHELKEVICIUS / Nida Art Colony, Vilnius Academy of Arts, Lithuania Ph.D. Margrét Elísabet ÓLAFSDÓTTIR / University of Akureyri, Iceland Dr. Ilva SKULTE / Riga Stradins University, Latvia Dr. Piibe PIIRMA / Tallinn University / Estonian Academy of Arts, Tallinn, Estonia Ph. D. Raivo KELOMEES / Estonian Academy of Arts, Tallinn, Estonia Regine DEBATTY / we-make-money-not-art.com / BE/UK/IT
– – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – –
* Notifications, Conference Registration, Travel and Accommodation
Notifications of acceptance – by March 11, 2019. The selected participants of the Open Fields 2019: UnGreen conference will be asked to register online; the Early Bird registration will be open from March 11, 2019. We also will be providing you with confirmation letters encouraging to apply for covering your travel and accommodation costs by your universities. There will be limited number of travel grants available for independent artists and researchers, particularly supporting artists from Eastern Europe and Baltics. More information on Registration Fees, Accommodation possibilities in Riga, and how to apply for travel grants, will be available on UNGREEN website: festival2019.rixc.org <emea01.safelinks.protection.outlook.com/?url=http%3A%2F%2Ffestival2019.rixc.org&data=02%7C01%7Cmargretolafs%40unak.is%7C86e3fec6db6f4174caf608d6754feebb%7C7358e7f23c414c25bc0c81ef77b66995%7C0%7C0%7…>
– – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – –
* Organizers and Support
The festival is organized by RIXC Center for New Media Culture. The UN/GREEN Exhibition is a part of EMAP / EMARE** – European Media Art Residency Network project. The conference takes place in the framework of RISK CHANGE project, supported by Creative Europe, and it is co-organized by Art Research Lab / Liepaja University, RISEBA, Art in Society / OsloMET, and other Renewable Futures Network partners.
Contact: rixc@rixc.org <mailto:rixc@rixc.org> , +371-67228478 (RIXC office), +371-26546776 (Rasa Smite)
– – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – –
festival2019.rixc.org <emea01.safelinks.protection.outlook.com/?url=http%3A%2F%2Ffestival2019.rixc.org&data=02%7C01%7Cmargretolafs%40unak.is%7C86e3fec6db6f4174caf608d6754feebb%7C7358e7f23c414c25bc0c81ef77b66995%7C0%7C0%7…> (festival and conference website)
– – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – –

Listasafn Árnesinga: Leiðsögn og listamannaspjall

Listamannaspjall með Önnu Hallin og Guðjóni Ketilssyni

 

Sunnudaginn 18. nóvember kl. 14:00 munu listamennirnir Anna Hallin og Guðjón Ketilsson spjalla við gesti um listaverk sín á sýningunni Halldór Einarsson í ljósi samtímans. Verk listamannanna á sýningunni eru ólík innbyrðis þó handverkið sameini þau og á mismunandi hátt kallast verk yngri listamanna á við verk Halldórs. Anna og Guðjón eru tveir af fjórum núlifandi listamönnum sem boðin var þátttaka í sýningunni vegna mismunandi tenginga við myndlist og feril Halldórs Einarssonar, sem fæddur var 1893.

Guðjón vinnur einkum skúlptúra og teikningar og verk hans eru víða að finna í söfum. Í forgrunni flestra þeirra er mannslíkaminn, nærvera hans eða fjarvera. Aðalefniviður Guðjóns hefur um langt skeið  verið tré eins og hjá Halldóri og verk Guðjóns sem bera heitið Verkfæri  eru líka eins konar minni, eða óður til, verkfæra og handlagni. Í nafnlausu verki eftir Guðjón hefur hann líka umbreytt gömlu húsgagni í skúlptúr og þrátt fyrir eigin merkingu kallast skúlptúrinn á við tímabil í ferli Halldórs er hann vann við tréskurð í húsgagnaverksmiðju í Chicago. Eftir Guðjón er líka verkið Hár, sem er innsetning á gólfi og enn í vinnslu.

Anna hefur fyrst og fremst fengist við mótun og efniviðurinn gjarnan leir. Undanfarið hefur hún einnig unnið teikningar og um árabil hefur hún unnið að myndlist í samstarfi við myndlistarmanninn Olgu Bergmann, ekki síst á sviði myndlistar í opinberu rými. Á sýningunni í Listasafni Árnesinga bera verk Önnu heitin Valdakonur, Skriffinnar, Selfie og Listamenn, og eiga það sameiginlegt að vera portrett, en þau eru unnin með mismunandi tækni og af ólíkum toga. Þrátt fyrir það kallast þau á við fjölbreytt portret Halldórs og að auki eiga Anna og Halldór það sameiginlegt að vera fædd og uppalin í öðru landi en þau settust að í, til starfa.

Sýningin Halldór Einarsson í ljósi samtímans hefur verið framlengd til 16. desember. Safnið er opið fimmtudaga til sunnudaga kl. 12-18. Aðgangur er ókeypis, líka á spjallið og allir velkomnir.

Nánari upplýsingar:

Inga Jónsdóttir safnstjóri, sími 895 1369, inga@listasafnarnesinga.is

Hádegisfyrirlestur Listfræðafélagsins: Lífsblómið – átök um fullveldið

Lífsblómið – átök um fullveldið

Fyrirlestur á vegum Listfræðafélags Íslands

 

Sigrún Alba Sigurðardóttir sýningarstjóri heldur fyrirlestur um sýninguna Lífsblómið. Fullveldi Íslands í 100 ár sem var opnuð í Listasafni Íslands síðastliðið sumar.

Sýningin fjallar eins og nafnið gefur til kynna um fullveldi Íslands. Það er í krafti fullveldisins sem við Íslendingar erum þjóð meðal þjóða, að við getum látið að okkur kveða, hvort sem er í mannréttindamálum, í umhverfismálum eða öðrum málum sem tekist er á um á alþjóðavettvangi. Það er í krafti fullveldisins sem við höfum eitthvað að gefa. Á síðustu 100 árum hefur víða verið tekist á um fullveldið og spurningar er varða stöðu Íslands í heiminum. Austurvöllur, Alþingi, fjölmiðlar og listasöfn hafa meðal annars verið vettvangur fyrir þessa umræðu. Í fyrirlestri sínum mun Sigrún Alba Sigurðardóttir, sýningarstjóri Lífsblómsins, beina sjónum sínum að hugmyndaheimi sýningarinnar og ekki síst þætti myndlistarinnar á sýningunni en fjöldi listamanna á verk á sýningunni og má þar nefna Ólöfu Nordal, Ragnar Kjartansson, Ólaf Elíasson, Lindu Vilhjálmsdóttur, Birgi Andrésson, Kristínu Jónsdóttur, Jóhannes Kjarval, Rúrí, Pétur Thomsen, Unnar Örn, Úlf Eldjárn, Steingrím Eyfjörð, Libiu Castro og Ólaf Ólafsson. Sýningin er samstarfsverkefni Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Þjóðskjalasafns Íslands og Listasafns Íslands.

 

Sigrún Alba Sigurðardóttir er lektor og starfandi deildarforseti hönnunar- og arkitektúrdeildar Listaháskóla Íslands. Auk kennslu og stjórnunarstarfa við Listaháskólann hefur Sigrún gefið út bækur og fræðigreinar á sviði ljósmyndafræði, arkitektúrs og menningarfræða og starfað með myndlistarmönnum við textagerð af ýmsu tagi. Helstu verkefni hennar sem sýningarhöfundar og sýningarstjóra eru Lífsblómið (Listasafn Íslands 2018), Leiftur á stund hættunar (Listasafn Árnesinga 2009) Þrælkun, þroski, þrá (Þjóðminjasafn Íslands 2009) og Heima-Heiman (Ljósmyndasafn Reykjavíkur 2008).

Listasafn Árnesinga: Rósa Sigrún spjallar við gesti á sunnudaginn

Grös rædd á sýningunni Halldór Einarsson í ljósi samtímans

 

Sunnudaginn 11. nóvember kl. 14:00 mun listamaðurinn Rósa Sigrún Jónsdóttir spjalla við gesti um verk sín á sýningunni Halldór Einarsson í ljósi samtímans. Verk Rósu bera öll yfirheitið Grös og samastanda ýmist af þrívíðri heklaðri og málaðri blómabreiðu eða teikningum og útsaumi. Grös kallast á við það tímabil í lífshlaupi Halldórs Einarssonar þegar hann settist að í skógi í útjaðri Chicago og sagist þar hafa kynnst „ákjósanlegri lífverum en mannfólkinu; blómum og trjám …“  Auk þess að bjóða upp á samtal við Rósu Sigrúnu munu fræðslufulltrúar safnsins, Hrönn Traustadóttir og Kristín Þóra Guðbjartsdóttir ganga um sýninguna, segja frá og svara spurningum gesta.

Með sýningunni er Listasafn Árnesinga að rýna í menningararfinn og lætur verk fjögurra núlifandi listamanna eiga í samtali við og varpa nýju ljósi á verk Halldórs á aldarafmæli fullveldis Íslands. Halldór Einarsson fæddist árið 1893 í Brandshúsum í Flóa. Hann lærði tréskurð og teikningu hjá Stefáni Eiríkssyni, en flutti árið 1922 til Vesturheims og starfaði lengst af við tréskurð í húsgagnaverksmiðju í Chicago. Meðfram þeirri vinnu skapaði hann mikinn fjölda verka í tré, stein og önnur efni. Eftir 45 ár ytra flutti Halldór aftur til Íslands og gaf Árnessýslu verk sín ásamt peningagjöf. Það var önnur tveggja stofngjafa Listasafns Árnesinga, sem fagnaði 55 ára afmæli í október.  Á sýningunni myndast óvæntar tengingar í ýmsar áttir, frá húsgögnum til bóka, handverki til náttúru, lækninga til stjórnmála, valdi til kvenna.

Rósa Sigrún Jónsdóttir er fædd árið 1962 og nam myndlist við Listaháskóla Íslands. Hún á að baki fjölda sýninga hér á landi sem erlendis, bæði einka- og samsýningar.  Verk eftir hana er að finna í opinberu rými á Íslandi og í Finnlandi og hún hefur hlotið innlendar og erlendar viðurkenningar, nú síðast Premio Ora Art Price. Rósa Sigrún vinnur aðallega með textíl, allt frá stórum þrívíðum innsetningum í lítil, tvívið verk. Sem fjallaleiðsögumaður fangar hún áhrif frá íslenskri náttúru sem hún vinnur með í verkum sínum. Á sunnudaginn gefst tækifæri til þess að ræða við Rósu, spyrja og ræða ólíkar aðferðir listsköpunar og uppsprettu hugmynda.

Sýningin Halldór Einarsson í ljósi samtímans hefur verið framlengd til 16. desember. Safnið er opið fimmtudaga til sunnudaga kl. 12-18. Aðgangur er ókeypis, líka á spjallið og allir velkomnir.

Nánari upplýsingar:

Hrönn Traustadóttir fræðslufulltrúi, sími 696 2134, hronn@listasafnarnesinga.is

Kristín Þóra Guðbrandsdóttir ffræðslufulltrúi, sími 692 1733, kristin@listasafnarnesinga.is