Næsti félagsfundur Listfræðafélagsins verður á Kaffi Sólon, 2. hæð, kl. 17, miðvikudaginn 7. október 2015.

Fjallað verður um Momentum tvíæringinn í Moss í Noregi. Félagar okkar í Listfræðafélaginu, Birta Guðjónsdóttir og Markús Þór Andrésson, segja frá aðkomu sinni sem sýningarstjórar þessa norræna listviðburðar.

Birta var einn af fjórum sýningarstjórum Momentum 8 sem lauk 27. september síðastliðinn og Markús Þór var einn af fimm sýningarstjórum Momentum 6 árið 2011. Þá hefur fjöldi íslenskra myndlistarlistamanna tekið þar þátt. Við hvetjum félagsmenn til að nýta þetta tækifæri til að kynnast þessari mikilvægu norrænu listastofnun sem og sýningarstjórnarferlinu frá fyrstu hendi. Hér má nálgast upplýsingar um Momentum: http://www.momentum.no/about-momentum.347751.en.html