Boðið verður upp á “Pub Quiz” spurningaleik, miðvikudaginn 3. desember á efri hæðinni á Sólon Íslandus kl. 20:00.

Félagsmenn eru hvattir til að mæta og láta reyna á kunnáttu sína undir spurningaregni Guðna Tómassonar og Birtu Guðjónsdóttur.
Ykkur er velkomið að taka með skarpskyggna gesti, t.d. úr heimi listanna.
Sólon mun bjóða okkur sérstakt tilboð á drykkjarföngum.

Á næstu félagsfundum tekur svo alvaran við, fyrstu miðvikudaga hvers mánaðar. Næst 6. janúar 2016.

Fjölmennum á skemmtikvöldið nú á miðvikudag!