Málþing til heiðurs Þóru Kristjánsdóttur

Listfræðafélag Íslands og Þjóðminjasafn Íslands standa fyrir málþingi til heiðurs Þóru Kristjánssdóttur, listfræðingi. Málþingið er haldið í fyrirlestrarsal safnsins við Suðurgötu á afmælisdegi Þóru laugardaginn 23. janúar klukkan 13:00 – 15:00. Þóra Kristjánsdóttir var valin fyrsti heiðursfélagi Listfræðafélags Íslands árið 2020.
Málþingið fer fram í gegnum fundarkerfið Teams, en hægt et er að taka þátt og hlusta á fyrirestra með því að smella a meðfylgjandi krækju, sem líka er aðgengileg á FB-síðu Listfræðafélags Íslands og á vefsíðu Þjóðminjasafnsins. Aðgangur að streyminu er ókeypis, en gestir eru beðnir um að stilla hljóðnema sína á hljóðlaust.

Smellið hér til þess að tengjast þinginu

DAGSKRÁ:
• Margrét Elísabet Ólafsdóttir, formaður Listfræðafélagsins, kynnir Þóru Kristjánsdóttur og dagskrá málþingsins
• Margrét Hallgrímsdóttir, þjóðminjavörður, flytur ávarp.
• Lilja Árnadóttir, fyrrverandi sviðsstjóri munasafns Þjóðminjasafnsins, segir frá samstarfi þeirra Þóru.
• Arndís Árnadóttir, hönnunarsagnfræðingur, og Guðrún Tryggvadóttir, myndlistarmaður, segja frá tilurð bókarinnar Lífsverk. Þrettán kirkjur Ámunda Jónssonar
• Eyrún Óskarsdóttir listfræðingur fjallar um myndmál á miðöldum.
Þóra Kristjánsdóttir lauk Fil.kand.-prófi í lista- og menningarsögu frá Stokkhólmsháskóla 1971 og MA-prófi í sagnfræði við HÍ 1999.
Þóra var starfsmaður Listasafns Íslands 1965-67, fréttamaður RÚV 1968-74, listráðunautur Norræna hússins 1974-79, listráðunautur Kjarvalsstaða 1979-86 og sérfræðingur hjá Þjóðminjasafni Íslands 1987-2010. Hún sat í ýmum stjórnum s.s. Listahátíðar í Reykjavík, kirkjulistanefnd Þjóðkirkjunnar og Listvinafélagi Hallgrímskirkju. Hún kom að uppsetningu fjölmargra myndlistasýninga og sinnti fjölda annarra trúnaðarstarfa í tengslum við starf sitt og menntun.
Þóra ritaði greinar í ýmis bindi ritraðarinnar Kirkjur Íslands, m.a. um kirkjugripi, en ritröðin var samstarfsverkefni Þjóðminjasafnsins, húsafriðunarnefndar og biskupsstofu. Hún hefur skrifað fjölda greina og gert útvarps- og sjónvarpsþætti um listir og listamenn á Íslandi. Tímamótaverk Þóru er bókin Mynd á þili, íslenskir myndlistarmenn á 16., 17. og 18. öld. Bókin er jafnframt meðal grundvallarrita Þjóðminjasafnsins og kom út í tengslum við samnefnda sýningu í Bogasal safnsins árið 2005.
Þóra var sæmd Hinni íslensku fálkaorðu 2006.

Listfræði á Hugvísindaþingi

Listfræði á Hugvísindaþingi Háskóla Íslands dagana 8. og 9. mars 2019

Málstofa: Listakonur, húsmæður, netagerðarkonur og kvenlíkaminn ; sýnishorn úr rannsókninni “Í kjölfar kosningaréttar”

Föstudagur 8. mars, kl. 15.15-17:15, Stofa 201,  Oddi

Hanna Guðlaug Guðmundsdóttir: Þingvellir/Paris (1930). Um myndlist, mæður og “fagran fugl úr norðri”.
Á myndlistarsýningu Alþingishátíðarinnar árið 1930 var meirihluti málverka landslagsmyndir, m.a af Þingvöllum. Má greina í orðræðu um myndlist árin fram að hátíðinni að landslagsmyndir ættu að endurspegla hið sanna, íslenska, karlmannlega en hinu kvenlega gjarnan teflt fram sem andstæðu. Orðræðan um kvenleikann er áberandi um 1930 samstíga því að átakalínur skerpast um kvenréttindamál, þátttöku kvenna í opinberu lífi og þjóðernislegt húsmóðurhlutverk. Ef til vill má sjá verkið Móðurást eftir Nínu Sæmundsson sem sett var upp í Mæðragarðinum árið 1930, sem táknmynd fyrir þá flóknu orðræðu og nýja tíma; fyrsta opinbera listaverkið eftir myndlistarkonu, verk sem hafði hlotið mikið lof á Haustsýningu í París. Önnur myndlistarkona gerir garðinn frægan í París, Ingibjörg S. Bjarnason, en þar sýndi hún verk árið 1930 með framsæknum hópi abstraktlistamanna og var jafnframt ein af stofnendum hans; engu að síður var hún af sumum þar einungis þekkt sem “fagur fugl úr norðri”. Mörgum konum þótti framhjá sér gengið á Alþingishátíðinni 1930 og því má segja að “flekaskilin” á Þingvöllum séu táknræn fyrir orðræðuna og ólíkar hugmyndir um myndlist, mæður, kvenleika og nútímann.

Málstofa: Nýlenduminningar Atlandshafssvæðisins

Laugardagur 9 mars, kl. 10:30-12:00, stofa 311 Árnagarði

Ólöf Nordal: Musée Islandique/Das Experiment Island
Ólöf Nordal segir frá myndlistarverkefnum sínum Musée Islandique og Das Experiment Island sem eru ljósmyndir unnar upp úr gagnasöfnum um líkamsmannfræði frá ólíkum tímum. Hún veltir fyrir sér áleitnum spurningum sem vöknuðu upp við gerð verkanna svo sem nýlenduhyggju, kynþáttahyggju, sjálfsmynd þjóða, persónuvernd og þekkingarsköpun.

Ann-Sofie N. Gremaud: Samtímalist sem drifkraftur nýrra (grænlensk-íslenskra) frásagna
Þegar kemur að pólitískum og menningarlegum viðhorfum til framtíðar þess svæðis sem er til skiptis kallað Vesturnorðrið, Norðurslóðir, eða núverandi og fyrrverandi meðlimir Konungsríkisins Danmörk, er verið að velta upp ólíkum túlkunum fortíðar. Þess háttar túlkun fer fram á mörgum sviðum: hjá almenningi, í stjórnmálum, innan fræðasviða og í listum. Nýlendustefna Dana og heimsvaldastefnan almennt hafa lengi myndað ramma sem hefur mótað samskipti Íslands og Grænlands (eða skort á því), en í báðum löndum er vaxandi áhugi á að efla samskipti og tjá mismunandi túlkanir á fortíðinni. Ann-Sofie N. Gremaud segir frá listamannasamstörfum sem fjalla um þessar spurningar.

Andmælandi að loknum fyrirlestrum er Æsa Sigurjónsdóttir, dósent í listfræði við HÍ.

Málstofa: Umdeild list í samtíma

Laugardagur 9. mars ,kl. 15:00-16:00, Stofa 304 í Árnagarði

Uranchimeg (Orna) Tsultem: On Nude Depictions in Asian Art: a Case of “The Green Palace”
This presentation will focus on a unique painting that was produced circa 1912 in Mongolia. Titled The Green Palace, the painting at first glance shows a panoramic view of a temple of a ruler shown from above. Yet a close observation reveals numerous extraordinary details that depict nude couples, grotesque phallus images, men engaged in murky deeds of pleasure and pain. As this painting is made by a monk-artist for a monk-ruler, how can we understand and interpret such unusual visual imagery where the monastic vows of celibacy and strict morals are so deliberately abandoned? This presentation will discuss how such grotesquerie discloses “that instantiation of pain” of both the artist and of the patron, the anguish, which, according to Sigmund Freud, is “projected outward [to] manifest as aggression” in the work of art. Taking an approach advocated by a historian Francis Haskell, I will argue this painting is the kind of visual prophesy of upcoming destructive years imposed by the socialist regime.

Hlynur Helgason: List, valdbeiting, ábyrgð: Nektarmyndir Gunnlaugs Blöndals í sögulegu samhengi
Það vakti athygli og deilur þegar upplýsingar um það að Seðlabankinn hefði ákveðið að færa tvö málverk eftir Gunnlaug Blöndal úr skrifstofu eins yfirmanna stofnunarinnar í geymslur. Þetta gefur okkur tilefni til að skoða myndirnar nánar og setja þær í samhengi við sögu nektarmynda í nútímamyndlist. Í erindinu verður stiklað á stóru í þeirri sögu og skoðuð dæmi eftir virta listamenn sem gefa innsýn í afstöðu listamanna og velgjörðarmanna til nektar í myndlist frá ofanverðri 19. öld fram yfir miðja þá 20., þegar Gunnlaugur málaði myndir sínar. Í samhengi við þetta verður táknræn merking og notkun mynda sem þessara skoðuð, hvernig sú umræða sem átti sér stað um myndir Gunnlaugs gæti verið til marks um breytingar á menningarlegri afstöðu í kjölfar #MeToo-hreyfingarinnar.

Lektor / Assistant Professor
Hug- og félagsvísindasvið / School of Humanities and Social Sciences
Háskólinn á Akureyri / University of Akureyri
Sólborg v/Norðurslóð
IS-600 Akureyri
<mailto:margretolafs@unak.is> margretolafs@unak.is
Sími/Tel. +354 460 8561

Persónusaga – Þjóðarsaga?

Persónusaga – Þjóðarsaga?

Listasafn Reykjavíkur efnir til ráðstefnu á Kjarvalsstöðum þann16. nóvember um einstaklingssöfn í opinberri vörslu undir yfirskriftinni Persónusaga – Þjóðarsaga?

Á ráðstefnunni verður rædd staða einkasafna sem hluta af íslenskri safnaflóru. Tilgangurinn er meðal annars sá að greina hvaða starfsemi er í kringum slík söfn, hvernig þeim er haldið lifandi og hvort að þau styrki eða skekki safneignir einstakra safna og hvaða áhrif tilvist þeirra hefur á listasöguna.

Ráðstefnan er haldin í samstarfi við Rannsóknarsetur í safnafræðum og flytja fulltrúar frá mörgum af helstu listasöfnum landsins erindi. Flutt verða erindi um tilvist slíkra safna utan höfuðborgarsvæðisins og um það hvernig einstaklingar takast á við það hlutverk að eignast arfleið listamanns sem getur talist þjóðarafur. Aðalfyrirlestur flytur Onita Wass safnstjóri Millesgården í Stokkhólmi sem er einstaklingssafn myndhöggvarans Carl Milles (1875-1955) eins lærimeistara Ásmundar Sveinssonar.

Skráning HÉR
DAGSKRÁ:

Ólöf Kristín Sigurðardóttir safnstjóri – Listasafn Reykjavíkur
Opnunarávarp

Onita Wass safnstjóri – Millesgården, Stokkhólmi
Millesgården an artist home from the 1900´s into the 20th century

Sigurður Trausti Traustason deildarstjóri safneignar og rannsókna – Listasafn Reykjavíkur
Einstaklingssöfn innan Listasafns Reykjavíkur í fortíð, nútíð og framtíð

HÁDEGISHLÉ

Sigurjón Baldur Hafsteinsson prófessor – Rannsóknarsetur í safnafræðum
Safnafræði um einkasöfn og hið opinbera

Sigríður Melrós Ólafsdóttir safnstjóri – Listasafn Einars Jónssonar
Hnitbjörg falinn fjársjóður?

Kristín Dagmar Jóhannesdóttir safnstjóri – Gerðarsafn – Listasafn Kópavogs

Listasafn Íslands

KAFFIHLÉ

Halla Hauksdóttir stjórnarformaður – Listaverkasafn Valtýs Péturssonar
Að sitja uppi með fjársjóð

Hanna Dís Whitehead – Listasafn Svavars Guðnasonar

UMRÆÐUR, RÁÐSTEFNUSLIT OG LÉTTAR VEITINGAR

MIÐILL – EFNI – MERKING — Ný fyrirlestraröð Listfræðafélags Íslands í Safnahúsinu við Hverfisgötu

MIÐILL – EFNI – MERKING — Ný fyrirlestraröð Listfræðafélags Íslands í Safnahúsinu við Hverfisgötu

Líkt  og undanfarin ár mun Listfræðafélagið standa  fyrir almennum fyrirlestrum um myndlist í samvinnu við Safnahúsið. Markmiðið er að kynna rannsóknir félagsmanna á straumum og stefnum í íslenskri myndlist.

Yfirskrift fyrirlestraraðarinnar fyrir áramót er Miðill – Efni – Merking. Velt verður upp þverfaglegum spurningum um listhugtakið, miðlun myndlistar, og hvaða merkingu hún hefur á tímum þegar málverk getur verð meira en litur á tvívíðum fleti og hópar sem hafa verið á jöðrum listasögunnar sækja að miðjunni.

 

Hlynur Helgason, lektor í listrfræði við Háskóla Íslands, flytur fyrsta fyrirlesturinn miðvikudaginn 6. september. Fyrirlesturinn kemur til með að bera titilinn „Vélráð Ragnars Kjartanssonar“ og þar leggur Hlynur út frá verkum á sýningu Ragnars í Hafnarhúsinu.

 

Minnum á fyrirlestur Halldórs Björns Runólfssonar í dag miðvikudaginn 3. maí kl. 12 í Safnahúsinu

Minnum á fyrirlestur Halldórs Björns Runólfssonar í dag miðvikudaginn 3. maí kl. 12 í Safnahúsinu

Hvað má læra af átökunum milli FÍM og SÚM haustið 1969? er heiti fyrirlestrar sem Halldór Björn Runólfsson sem  flytur í Safnahúsinu við Hverfisgötu miðvikudaginn 3. maí frá 12 til 13.  Fyrirlesturinn er sá fjórði og síðasti í fyrirlestraröð sem Listfræðafélagið stendur fyrir nú í vor í samvinnu við Safnahúsið. Yfirskrift fyrirsestraraðarinnar er Átakalínur í íslenskri myndlist. Markmiðið er að kynna rannsóknir félagsmanna á lykiltímabilum í íslenskri list á liðinni öld þar sem átök á milli ólíkra hugsjóna og stefna voru áberandi í umræðunni.