Félagsfundur — Kristín Dagmar Jóhannesdóttir um starfsemi Gerðarsafns og framtíðarsýn

Vetrarstarf Listfræðafélagsins hefst með félagsfundi á Kaffi Sólon, 2. hæð, klukkan 17, miðvikudaginn 2. september 2015.

Kristín Dagmar Jóhannesdóttir, listrænn stjórnandi Gerðarsafns, mun kynna starfsemi safnsins og framtíðarsýn.
Erindi sitt byggir hún á fyrirlestri sem hún flutti nýlega á ráðstefnu í tengslum við Cph Art Week.
sjá: http://copenhagenartweek.dk/en/arrangementer/curators-caucus-the-congress/

Í vetur er stefnt er að því að halda félagsfundi fyrsta miðvikudag í hverjum mánuði kl. 17-19.

Þeir sem vilja flytja erindi fyrir félagsmenn eða eru með hugmynd að umfjöllunarefni eru hvattir til að hafa samband við stjórnina.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.