Ávísun um uppdrátta- og málaralistina

Ávísun um uppdrátta- og málaralistina

Gunnar Harðarson, prófessor við Sagfnræði og heimspekideild Háskóla Íslands, ræðir um útgáfu sína á riti Helga Sigurðssonar, Ávísun um uppdrátta- og málaralistina, miðvikudaginn 7. febrúar kl. 12 á vegum Listfræðafélag Íslands í Safnahúsinu við Hverfisgötu.

 Ávísun um uppdrátta- og málaralistina er eina íslenska ritið frá fyrri öldum sem fjallar um myndlist á fræðilegan máta. Ritið var hugsað sem kennslubók í málaralist og teikningu sem höfundur skrifaði meðan hann var við nám í Kaupmannahöfn árið 1846. Megin viðfangsefnið er fjarvíddarteikning en einnig er fjallað um listmálun og gildi og gagnsemi myndlistar. Ritið er merkileg heimild um íslenska myndlistarsögu og kom út hjá Crymogeu á síðasta ári. Það hefur ekki áður verið gefið út í heild sinni.

Gunnar Harðarson lauk doktorsprófi við Université Paris I – Panthéon-Sorbonne árið 1984 og er nú prófessor við Sagnfræði og heimspekideild Háskóla Íslands. Hann hefur gefið út bækur og sinnt rannsóknum og kennslu um árabil m.a. við Listaháskóla Íslands.

Nýjungar á vef

Nýjungar á vef

Félagsmenn hafa eflaust tekið eftir því undanfarið að verið er að vinna að nýjungum á vef félagsins. Allir félagsmenn hafa í þessu skyni fengið sendan aðgang að vefnum þar sem þeir geta skráð sig inn. Þessi aðgangur er hluti af því að gera vefinn virkari í starfi félagsins og öflugri í því að kynna starfsemi félagsmanna út á við. Í fyrstu verða það þessir þættir sem koma til framkvæmdar í þessu ferli:

  1. Nýjungar í tengslum við póstlista félagsins. Eftirleiðis verða fréttir til félagsmanna, sem sendar hafa verið út á póstlistann frettir@listfraedi.is, beintengdar við vefinn. Þegar þær, eins og þessi hér frétt, birtast á vefnum eru þær jafnframt sendar sjálfkrafa í vefpósti til félaga. Ef félagsmenn svara fréttapóstinum með emaili kemur svarið inn sem athugasemd við upphaflegu fréttina.
  2. Áfram geta félagsmenn sent fréttir á póstlistann með því að senda bréf á frettir@listfraedi.is. Sú frétt birtist þá sem færsla á vef félagsins auk þess sem hún er send félagsmönnum í vefpósti. Hægt er að senda mynd með fréttum í viðhengi sem birtist með fréttinni á vefnum. Æskileg stærð fréttamynda er 600 dílar á hæð og 1066 dílar á breidd (hlutfallið 1/1,6).
  3. Upplýsingar um félagsmenn til birtinar útávið. Nú fá félagsmenn aðgang að því að breyta eigin prófíl á vef félagsins og hvernig upplýsingar um þá sjálfa birtast þar. Prófíllinn birtist þegar smellt er á „FÉLAGA-UPPLÝSINGAR“ sem birtist í valmyndinni vinstra megin eftir að búið er að skrá sig inn. Með því að smella á tannhjólið ofarlega til hægri í glugganum sem birtist er hægt að breyta skráningunni. Þar er hægt, eins og á Facebook, að setja inn mynd af sjálfum sér og bakgrunns-banner-mynd. Einnig er hægt þar að setja inn texta, æskilega á íslensku og ensku, um starfssvið og feril. Einnig er í upplýsingunum svæði fyrir stikkorð um rannsóknar- eða starfsvið viðkomandi.

Ef þið lenidð í vandræðum með að skrá inn upplýsingar eða setjainn myndefni, sendið okkur þá endilega línu á listfraedi@listfraedi.is og við verðum ykkur innan handar með að setja efnið inn.