Persónusaga – Þjóðarsaga?

Persónusaga – Þjóðarsaga?

Listasafn Reykjavíkur efnir til ráðstefnu á Kjarvalsstöðum þann16. nóvember um einstaklingssöfn í opinberri vörslu undir yfirskriftinni Persónusaga – Þjóðarsaga?

Á ráðstefnunni verður rædd staða einkasafna sem hluta af íslenskri safnaflóru. Tilgangurinn er meðal annars sá að greina hvaða starfsemi er í kringum slík söfn, hvernig þeim er haldið lifandi og hvort að þau styrki eða skekki safneignir einstakra safna og hvaða áhrif tilvist þeirra hefur á listasöguna.

Ráðstefnan er haldin í samstarfi við Rannsóknarsetur í safnafræðum og flytja fulltrúar frá mörgum af helstu listasöfnum landsins erindi. Flutt verða erindi um tilvist slíkra safna utan höfuðborgarsvæðisins og um það hvernig einstaklingar takast á við það hlutverk að eignast arfleið listamanns sem getur talist þjóðarafur. Aðalfyrirlestur flytur Onita Wass safnstjóri Millesgården í Stokkhólmi sem er einstaklingssafn myndhöggvarans Carl Milles (1875-1955) eins lærimeistara Ásmundar Sveinssonar.

Skráning HÉR
DAGSKRÁ:

Ólöf Kristín Sigurðardóttir safnstjóri – Listasafn Reykjavíkur
Opnunarávarp

Onita Wass safnstjóri – Millesgården, Stokkhólmi
Millesgården an artist home from the 1900´s into the 20th century

Sigurður Trausti Traustason deildarstjóri safneignar og rannsókna – Listasafn Reykjavíkur
Einstaklingssöfn innan Listasafns Reykjavíkur í fortíð, nútíð og framtíð

HÁDEGISHLÉ

Sigurjón Baldur Hafsteinsson prófessor – Rannsóknarsetur í safnafræðum
Safnafræði um einkasöfn og hið opinbera

Sigríður Melrós Ólafsdóttir safnstjóri – Listasafn Einars Jónssonar
Hnitbjörg falinn fjársjóður?

Kristín Dagmar Jóhannesdóttir safnstjóri – Gerðarsafn – Listasafn Kópavogs

Listasafn Íslands

KAFFIHLÉ

Halla Hauksdóttir stjórnarformaður – Listaverkasafn Valtýs Péturssonar
Að sitja uppi með fjársjóð

Hanna Dís Whitehead – Listasafn Svavars Guðnasonar

UMRÆÐUR, RÁÐSTEFNUSLIT OG LÉTTAR VEITINGAR

MIÐILL – EFNI – MERKING — Ný fyrirlestraröð Listfræðafélags Íslands í Safnahúsinu við Hverfisgötu

MIÐILL – EFNI – MERKING — Ný fyrirlestraröð Listfræðafélags Íslands í Safnahúsinu við Hverfisgötu

Líkt  og undanfarin ár mun Listfræðafélagið standa  fyrir almennum fyrirlestrum um myndlist í samvinnu við Safnahúsið. Markmiðið er að kynna rannsóknir félagsmanna á straumum og stefnum í íslenskri myndlist.

Yfirskrift fyrirlestraraðarinnar fyrir áramót er Miðill – Efni – Merking. Velt verður upp þverfaglegum spurningum um listhugtakið, miðlun myndlistar, og hvaða merkingu hún hefur á tímum þegar málverk getur verð meira en litur á tvívíðum fleti og hópar sem hafa verið á jöðrum listasögunnar sækja að miðjunni.

 

Hlynur Helgason, lektor í listrfræði við Háskóla Íslands, flytur fyrsta fyrirlesturinn miðvikudaginn 6. september. Fyrirlesturinn kemur til með að bera titilinn „Vélráð Ragnars Kjartanssonar“ og þar leggur Hlynur út frá verkum á sýningu Ragnars í Hafnarhúsinu.

 

Ritgerðasamkeppni til minningar Dr. Selmu Jónsdóttur listfræðing – framlengdur skilafrestur

Ritgerðasamkeppni til minningar Dr. Selmu Jónsdóttur listfræðing – framlengdur skilafrestur

Dr. Selma Jónsdóttir (1917-1987) listfræðingur, var fyrsti forstöðumaður Listasafns Íslands og frumkvöðull í rannsóknum á íslenskri miðaldalist. Hún var jafnframt fyrsti Íslendingurinn til að ljúka háskólaprófi í listasögu, útskrifaðist með B.A. próf og síðar M.A. próf frá Columbia háskóla í New York árið 1949 og varði doktorsritgerð sína við Háskóla Íslands árið 1960, fyrst íslenskra kvenna. Í tilefni af því að 22. ágúst í ár eru 100 ár liðin frá fæðingu Selmu, stendur Listfræðafélag Íslands fyrir ritgerðasamkeppni um íslenska myndlist meðal framhaldsskólanema landsins. Með þessu vill félagið minnast brautryðjendastarfs Selmu á sviði rannsókna á íslenskri miðaldalist en einnig að minna á mikilvægi listrannsókna á íslenskri samtímalist og hvetja framhaldsskólanemendur til dáða á því sviði.

Samkeppnin er ætluð nemendum í fjölbrauta-, mennta-, list- og tækniskólum sem útskrifa nemendur til stúdentsprófs. Ritgerðirnar skulu fjalla um íslenska myndlist en að öðru leyti hafa þátttakendur frjálst val um efni þeirra.

Veitt verða verðlaun fyrir þrjár bestu ritgerðirnar; 1. verðlaun 25.000kr auk bókarverðlauna, 2. verðlaun 15.000kr auk bókarverðlauna og 3. verðlaun: 10.000kr auk bókarverðlauna.

Ritgerðirnar skulu vera 2000 orð auk titilsíðu, heimildaskrár og tilvísana neðanmáls. Myndir skulu fylgja. Merkja skal ritgerðirnar með dulnefni en upplýsingar um nafn höfundar, kennitölu, símanúmer og skóla fylgja með í lokuðu umslagi.

Ritgerðir skal senda til Listasafns Íslands, Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík fyrir 15. nóvember 2017, merktar RITGERÐASAMKEPPNI. – SKILAFRESTUR HEFUR VERIÐ FRAMLENGDUR TIL OG MEÐ 17. NÓVEMBER.

Fyrirspurnir má senda á netfangið: listfraedi@listfraedi.

Auglýst eftir málstofum fyrir NORDIK 2018 í Kaupmannahöfn

Auglýst eftir málstofum fyrir NORDIK 2018 í Kaupmannahöfn

Ágætu félagar!

Búið er að senda út auglýsingu um málstofur vegna næstu norrænu listfræðiráðstefnunnar, NORDIK 2018, sem haldin verður í Kaupmannahöfn í október á næsta ári. Við hvetjum félagsmenn Listfræðafélagsins til að nýta sér tækifærið og senda inn hugmyndir að málstofum. Nánari upplýsingar er að finna á síðu NORDIK, hér: http://nordicarthistory.org/conference/call-for-session-proposals

Hér kemur síðan auglýsingin í heild:

(meira…)

ÁTAKALÍNUR í íslenskri myndlist — Kallað eftir erindum

ÁTAKALÍNUR í íslenskri myndlist — Kallað eftir erindum

Nú á vormánuðum stendur Listfræðafélag Íslands fyrir nýrri röð fyrirlestra í Safnahúsinu við Hverfisgötu í hádeginu fyrsta miðvikudag hvers mánaðar. Yfirskrift raðarinnar verður Átakalínur í íslenskri myndlist. Markmiðið er að kynna rannsóknir félagsmanna á lykiltímabilum listasögunnar þar sem átök á milli ólíkra hugsjóna og stefna voru áberandi í umræðunni. Sem dæmi má taka deilur um ólíka stíla í málverki á 3. og 4. áratug síðustu aldar, deilur um abstraktlist á 6. áratugnum eða snarpar umræður á milli málara og hugmyndalistamanna á þeim 9. Við vitum að margir hafa verið að skoða þessi tímabil og óskum því eftir því að félagsmenn sendi okkur hugmyndir að eigin erindum, eða ábendingar um möguleg erindi sem aðrir kynnu að luma á og tengjast þessum málum. Ekki þarf að taka fram að hér er frábært tækifæri fyrir félagsmenn að koma rannsóknum sínum á framfæri við almenning, nokkuð sem er mikilvægt í að tryggja og efla starfsgrundvöll okkar.

Vinsamlegast sendi hugmyndir ykkar á  hlynur@listfraedi.is.