Ritgerðasamkeppni til minningar Dr. Selmu Jónsdóttur listfræðing – framlengdur skilafrestur

Ritgerðasamkeppni til minningar Dr. Selmu Jónsdóttur listfræðing – framlengdur skilafrestur

Dr. Selma Jónsdóttir (1917-1987) listfræðingur, var fyrsti forstöðumaður Listasafns Íslands og frumkvöðull í rannsóknum á íslenskri miðaldalist. Hún var jafnframt fyrsti Íslendingurinn til að ljúka háskólaprófi í listasögu, útskrifaðist með B.A. próf og síðar M.A. próf frá Columbia háskóla í New York árið 1949 og varði doktorsritgerð sína við Háskóla Íslands árið 1960, fyrst íslenskra kvenna. Í tilefni af því að 22. ágúst í ár eru 100 ár liðin frá fæðingu Selmu, stendur Listfræðafélag Íslands fyrir ritgerðasamkeppni um íslenska myndlist meðal framhaldsskólanema landsins. Með þessu vill félagið minnast brautryðjendastarfs Selmu á sviði rannsókna á íslenskri miðaldalist en einnig að minna á mikilvægi listrannsókna á íslenskri samtímalist og hvetja framhaldsskólanemendur til dáða á því sviði.

Samkeppnin er ætluð nemendum í fjölbrauta-, mennta-, list- og tækniskólum sem útskrifa nemendur til stúdentsprófs. Ritgerðirnar skulu fjalla um íslenska myndlist en að öðru leyti hafa þátttakendur frjálst val um efni þeirra.

Veitt verða verðlaun fyrir þrjár bestu ritgerðirnar; 1. verðlaun 25.000kr auk bókarverðlauna, 2. verðlaun 15.000kr auk bókarverðlauna og 3. verðlaun: 10.000kr auk bókarverðlauna.

Ritgerðirnar skulu vera 2000 orð auk titilsíðu, heimildaskrár og tilvísana neðanmáls. Myndir skulu fylgja. Merkja skal ritgerðirnar með dulnefni en upplýsingar um nafn höfundar, kennitölu, símanúmer og skóla fylgja með í lokuðu umslagi.

Ritgerðir skal senda til Listasafns Íslands, Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík fyrir 15. nóvember 2017, merktar RITGERÐASAMKEPPNI. – SKILAFRESTUR HEFUR VERIÐ FRAMLENGDUR TIL OG MEÐ 17. NÓVEMBER.

Fyrirspurnir má senda á netfangið: listfraedi@listfraedi.

Auglýst eftir málstofum fyrir NORDIK 2018 í Kaupmannahöfn

Auglýst eftir málstofum fyrir NORDIK 2018 í Kaupmannahöfn

Ágætu félagar!

Búið er að senda út auglýsingu um málstofur vegna næstu norrænu listfræðiráðstefnunnar, NORDIK 2018, sem haldin verður í Kaupmannahöfn í október á næsta ári. Við hvetjum félagsmenn Listfræðafélagsins til að nýta sér tækifærið og senda inn hugmyndir að málstofum. Nánari upplýsingar er að finna á síðu NORDIK, hér: http://nordicarthistory.org/conference/call-for-session-proposals

Hér kemur síðan auglýsingin í heild:

(meira…)

Pöbb-kviss Listfræðafélagsins miðvikudaginn 26. apríl

Pöbb-kviss Listfræðafélagsins miðvikudaginn 26. apríl

Hin árlega spurningakeppni eða pöbb-kviss Listfræðafélagsins verður haldin á efri hæðinni á Kaffi Sólon í Bankastræti miðvikudaginn 26. apríl kl. 20.00.
Sigurvegarar síðasta árs, Aðalheiður Valgeirsdóttir og Dagný Heiðdal, sjá um spurningarnar sem spanna óravíddir listasögunnar og má því búast við spennandi og fjölbreyttri keppni.

Við hvetjum alla sem hafa áhuga á myndlist til að taka sér hlé frá vorverkunum, setjast niður í góðum félagsskap, fá sér drykk á sérstöku tilboði frá Sólon og rifja upp fáfengilegar upplýsingar listasögunnar. Ekki skemmir að vegleg verðlaun eru í boði fyrir sigurvegara kvöldsins.

Það eru allir velkomnir og við sjáum vonandi sem flesta á miðvikudagskvöld!

Stjórnin

ÁTAKALÍNUR í íslenskri myndlist — Kallað eftir erindum

ÁTAKALÍNUR í íslenskri myndlist — Kallað eftir erindum

Nú á vormánuðum stendur Listfræðafélag Íslands fyrir nýrri röð fyrirlestra í Safnahúsinu við Hverfisgötu í hádeginu fyrsta miðvikudag hvers mánaðar. Yfirskrift raðarinnar verður Átakalínur í íslenskri myndlist. Markmiðið er að kynna rannsóknir félagsmanna á lykiltímabilum listasögunnar þar sem átök á milli ólíkra hugsjóna og stefna voru áberandi í umræðunni. Sem dæmi má taka deilur um ólíka stíla í málverki á 3. og 4. áratug síðustu aldar, deilur um abstraktlist á 6. áratugnum eða snarpar umræður á milli málara og hugmyndalistamanna á þeim 9. Við vitum að margir hafa verið að skoða þessi tímabil og óskum því eftir því að félagsmenn sendi okkur hugmyndir að eigin erindum, eða ábendingar um möguleg erindi sem aðrir kynnu að luma á og tengjast þessum málum. Ekki þarf að taka fram að hér er frábært tækifæri fyrir félagsmenn að koma rannsóknum sínum á framfæri við almenning, nokkuð sem er mikilvægt í að tryggja og efla starfsgrundvöll okkar.

Vinsamlegast sendi hugmyndir ykkar á  hlynur@listfraedi.is.

Pöbb-kviss LIstfræðafélagsins fimmtudaginn 15. desember

Pöbb-kviss LIstfræðafélagsins fimmtudaginn 15. desember

Nú er loksins komið að hinu árlega pöbb-kvissi Listfræðafélagsins sem allir hafa beðið eftir. Það verður haldið á efri hæðinni á Sólon í Bankastræti fimmtudaginn 15. desember kl. 8 um kvöldið.

Sigurvegarar síðasta árs, Jón Proppé og Hlynur Helgason, fá það hlutverk að búa til spurningarnar og er því að vænta spennandi og fjölbreyttrar keppni.

Við hvetjum sem flesta til að taka sér hlé frá jólastandinu, setjast niður með góðum félögum, fá sér drykk á sérstöku tilboði frá Sólon og rifja upp fáfengilegar upplýsingar listasögunnar. Ykkur er einnig velkomið að taka með ykkur góða gesti sem gaman kynnu að hafa af léttum spurningaleik!

Við sjáum vonandi sem flesta á fimmtudagskvöld!